blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 40

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 40
40 I AFÞREYING LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 blaöiö ■ Tœkni Þrjár milljónir^ÞSPmfvrjrjírslok Raftækjarisinn Sony hefur há mark- mið fyrir nýju PlayStation Portable leikjavélina sína sem kom nýlega á markað hérlendis. Nú er markmið Sony að selja þrjár milljónir véla í Bandaríkjunum fyrir árslok og sigra þannig samkeppnisaðilann, Nintendo DS, á Bandaríkjamarkaði. Þetta er alls ekki óraunhæft mat hjá yfirmönnum Sony í ljósi þess að í gær var tilkynnt að þegar hefðu selst 2,3 milljónir véla í BNA. Til þess að ýta undir söluna er nú í boði pakki en honum fylgir m.a. minnis- kort með 1GB minni. ■ Leikir og spil: Minnsti bíll í heimi: Bílastœðavand anum u Með örtækni hefur vísindamönnum tekist að búa til minnsta bíl í heimi. Hann er e.t.v. ekki þægilegasti bíll í heimi þar sem hann samanstendur einungis af undirvagni, öxlum og fjöðrun um snúningsás. Hjólin eru svo úr knattkolum sem er kúlulaga lögun kolefnis í föstu formi. Efast má um það hversu vinsæll þessi litli bíll á götum Reykjavíkur yrði, þar sem hann er víst einungis fjórir nanómetrar á breidd, til samanburð- ar er mannshár um 8o þúsund nan- ómetra breitt. Til hvers? Jú, til þess að búa til nan- óvörubíla. Að lokum langar vísinda- mennina að byggja litla vörubíla sem geta flutt frumeindir og sam- eindir á milli í smáverksmiðjum. Þaö getur reynst þrautin þyngri að finna hvar maður lagði nanóbílnum sfnum án aðstoðar tölvusmásjár. Ef maður lumar þó á slíkri græju lítur billinn svona út. Bandarískt rannsóknarfyrir- tæki hefur reiknað út að MP3 menningin muni stækka enn meira og býst við að eftir fjögur ár muni seljast einn milljarður MP3 spilara á ári hverju. Snill- ingarnir með vasareiknana búast við því að aukningin verði af völdum meiri neyslu- hyggju í þjóðfélögum heimsins og lægri kostnaði á minniskort- um. ÓKEYPIS SÍMTÖL Yfirmaður eBay vefuppboðs- fyrirtækisins, Meg Whitman, segir að neytendur muni geta hringt ókeypis símtöl í náinni framtíð. í stað þess að rukka fyrir símtölin segir Whitman að símafyrirtækin muni græða á auglýsingum í síma. Aðal- ástæðu fullyrðingarinnar er þó að finna í þeirri staðreynd að eBay keypti á dögunum Skype og hefur í huga að gerast leið- andi á rafeindamarkaðnum og á sviði vefsamskipta. Hversu vel getur þu leikið atriði úr þinni uppáhaldsbíó mynd? Er það nógu vel gert til þess að vinir þínir þekki myndina á undan hinum við borðið eða M áður en tíminn rennur út? M Kvikmyndaspilið kemur út eftir tæpan mánuð en það er að öllu ■ leyti íslensk hugmynd og hönnun. Spilið er ekki spurningaspil 1 eins og margir gætu misskilið heldur er ætlast til þess að spil-B arar leiki atriði úr bíómynd meðan aðrir reyna að giska á úr I hvaða mynd það er. Mismunandi spjöld gefa fyrirmæli en fara I verður eftir því sem þar segir. Stundum fær maður að nota auka-1 hluti sér til aðstoðar (sérstaklega hentugt ef maður er að leika R atriði úr Godfather og lumar á hrosshaus undir rúmi) og stund- ■! um má nota hljóð. Það besta er þó að engin þörf er á einhverri kvikmyndasérþekkingu, heldur er nóg að hafa svipaða þekkingu og meðspilararnir þar sem maður velur efni spilsins að miklu leyti sjálf/ur. Kvikmyndaspilið er væntanlegt þann 15. nóvember. Dúfnahólar ■ Tœkni & visindi Hollráð MÆTID SNEMMA í kvöld er lokakvöld Air waves hátíðarinnar og miðað við fyrri kvöld hennar má búast við röðum fyrir stærri viðburði kvölds- ins. Hingað til hefurstemn- ingin oft minnt á þjóðvega- hátíðina 17. júní 1994 þannig að það margborgar sig að vera í fyrra fallinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.