blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 39

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 39
blaöið LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 ÍÞRÓTTIR I 39 Handboltinn um helgina Um helgina verður leikið í DHL-deild karla og kvenna í handknattleik. f dag fara fram fjórir leikir í DHL-deild kvenna. Klukkan 14 mætast Stjarnan og Fram í Garðabæ og fimmtán mínútum síðar verður flautað til leiks í við- ureign Vals og fBV í Laugar- dalshöll. KA/Þór mætir FH í KA-heimilinu klukkan 15 og í Víkinni mætast heima- stúlkur í Víkingi og HK. Sá leikur hefst klukkan 16.15. Þrír leikir eru í DHL-deild karla í dag. ÍBV og Fylkir mæt- ast í Vestmannaeyjum klukkan 16 og klukkan 16.15 eru tveir leikir. Stjarnan og FH mætast í Garðabæ og Valur tekur á móti Aftureldingu í Laugardalshöll. Þess má geta að það er ÓKEYPIS AÐGANGUR á leiki Vals og ÍBV í kvennaflokki og Vals og Aftureldingar í karlaflokki en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll. Einn leikur er í DHL-deild karla á morgun. Þór og Víking- ur/Fjölnir mætast í íþrótta- höllinni á Akureyri og verður flautað til leiks klukkan 17.00. í DHL-deild kvenna er einn leikur í kvöld. Haukar og Grótta leika í íþróttahúsinu að Ásvöllum í Hafnarfirði en sá leikur hefst klukkan 20.00. \J\J Körfuboltinn umhelgina f dag og á morgun verður leikið í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik sem og í Hópbílabikarkeppni karla. Hjá konunum eru þrír leikir í dag. Klukkan 15.30 mætast Breiðablik og íslandsmeist- arar Keflavíkur í Smáranum og þar má búast við enn einum sigrinum hjá Keflavík. Kluklcan 16.00 heþa leik í DHL-höll KR, heimastúlkur og Haukar og klukkan 17.15 mætast svo Grindavík og fS. í í.deild karla í körfu- knattleik er einn leikur í dag. Þór og Tindastóll mætast í Þorlákshöfn og hefst leikurinn klukkan 17.15. 16-liða úrslitum Hópbíla- bikarkeppni KKÍ í karlaflokki lýkur annað kvöld þegar átta leikir fara ffarn. Allir leik- irnir hefjast klukkan 19.15. Skallagrímur og Þór mætast í Borgarnesi þar sem Skallagrím- ur þarf að vinna upp fjögurra stiga sigur Þórs úr fyrri leik liðanna. Fjölnir og KFÍ mætast í íþróttamiðstöðinni í Grafar- vogi. Grindavík mætir Haukum í Grindavík, þar sem Haukar unnu fyrri leikinn með óvænt- um yfirburðum 99-87. Keflavík tekur á móti Stjörnunni í Keflavík en Keflavík hafði fá- dæma yfirburði í fyrri leiknum í Garðabæ og vann leikinn með 137 stigum gegn 62. KR og Ham- ar/Selfoss leika líka en KR vann fyrri leikinn með 20 stiga mun, 72-92. fR og Tindastóll leika í Seljaskóla en Tindastóll vann fyrri leikinn með tíu stiga mun, 90-80. Loks mætast Snæfell og Valur í Stykkishólmi en Snæfell vann fyrri leik liðanna 101-76. Vinnur Chelsea tíunda leikinn í röð? í dag og á morgun verður tíunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar leikin. f leikjum dagsins í dag beinast flestra augu að leik Manchester Un- ited og Tottenham sem fer fram á Old Trafford í Manchester. Crisyiano Ronaldo er í leikmannahópi United en hann var í vikunni handtekinn vegna gruns um nauðgun og var síð- an sleppt gegn tryggingu. Þessi lið eru í öðru og þriðja sæti og því um sannarlegan stórleik að ræða. Á morgun leika Everton og Chels- ea sem hefur unnið alla sína 9 leiki í deildinni. Hinir bláu mæta Everton á Goodison í Liverpool-borg. Everton hefur gengið mjög illa það sem af er leiktíðinni en liðið er í neðsta sæti með 3 stig og hefur aðeins skorað eitt mark í deildinni. Þarna mætast sem sagt efsta liðið og það neðsta. Að það væru Chelsea og Everton var nokkuð sem menn reiknuðu ekki með í upphafi móts en svona er bolt- inn. Chelsea mætir með sitt sterka lið og áhorfendur Enska Boltans mega alveg reikna með þvf að sjá Eið Smára hlaupa um á Goodison á morg- un. Leikurinn hefst klukkan 15.00 á morgun. Það má því búast við miklu fjöri í leikjum helgarinnar en ALLIR LEIKIRNIR ERU SÝNDIR BEINT Á ENSKIBOLTINN. Aðrir leikir helgarinnar: Blackburn - Birmingham klukkan 11.35. Arsenal - Manchester Clty klukkan 14.00. Aston Villa - Wigan klukkan 14.00. Fulham - Liverpool klukkan 14.00. Portsmouth - Charlton klukkan 16.15 Á morgun sunnudag eru svo fjórir leikir: Newcastle - Sunderland klukkan 12.30. West Ham - Middlesbrough klukkan 14.00 Bolton - W.B.A. klukkan 14.00. AVELUNUM MEÐ SNORRA MA ALLTAF Á LAUGARDÖGUM AÐ LEIKSLOKUM HELGARUPPGJOR ÁSUNNUDÖGUM KL. 21.00 LEIKIR HELGARINNAR SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 12.30 Newcastle - Sunderland (b| 14.00 West Hain - Middlesbrough EB2 (b) 14.00 Bolton - WBA EB3 (b) 15.00 Everton - Chelsea (b) LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 11.45 Blackburn - Birmingham (b) 14.00 Man.Utd. - Tottcnham (b) 14.00 Arsenal - Man.City EB2 (b) 14.00 Fulham - Liverpool EB3 (b) 14.00 Aston Villa - Wigan EB4 (b) 16.15 Portsinouth - Charlton (b) TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT l SÍMA 800 7000. Á WWW.ENSKI.IS EÐA í NÆSTU VERSLUN SÍMANS. cnsHi i B O L T I N NfPT ICELANDAIR

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.