blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 27

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 27
blaðið LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 ÝMISLEGT I 27 Hugarfar skiptir máli Jákvœtt fólk fœr ekki sjúkdóma Flestir vita að hugarfar getur skipt gríðarlegu máli í lífinu og stundum jafnvel gert gæfumun- inn. Hugarfarið getur haft áhrif á frammistöðu, framkomu og viðhorf annarra til manns. Hins vegur telur Vigdís Steinþórsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur, að hug- arfar sé svo sterkt afl að það geti afstýrt sjúkdómum og jafnvel læknað þá. Vigdís segir að hugann sé hægt að nota bæði til góðs og ills. „Eg er fyrst og fremst hjúkrunarfræð- ingur og svo er ég búin að vera að vinna við heilun og dáleiðslu í þó- nokkur ár. Þar hef ég komist að því hve sterkt afl hugurinn er. Við not- um þetta afl bæði til góðs og ills, við erum að rífa okkur sjálf niður með neikvæðum hugsunum, setjandi út á okkur sjálf og annað fólk. Þetta er óskaplega neikvæð og skemmandi orka fyrir líkamann okkar. Hins vegar getum við svo notað þetta til uppbyggingar með því að forrita okkur til góðra verka á jákvæðan hátt. Við getum talað við líkamann því hann tekur á móti orku sem fer í gegnum hugann og vistar hana eins og tölva.“ Bein lína á milli andlegra áfalla og sjúkdóma Vigdís telur að verkjalyf séu óþörf enda hugurinn það sterkt afl. „Við getum til dæmis náð burtu verkj- um úr líkama okkar með jákvæðu hugarfari, með því að tala við lík- amann og hlusta á hann. Hérna er ég að vitna í kínverska læknaspeki þar sem kínverjar hafa kortlagt all- an líkamann. Ef þú ert til dæmis með höfuðverk þá er mjög líklegt að annað hvort þú eða einhver í umhverfi þínu sé að rífa þig niður, ef þú ert ekki með eitthvað líkam- legt eins og t.d. vöðvabólgu,“ segir Vigdís og bætir við að þessa aðferð hafi hún notað á skjólstæðinga sína í mörg ár. „Ég spyr fólk hiklaust að tilfinningum þess og kemst þá að því að fólk sem hefur lent í and- legum áföllum, misnotkun eða ein- hverju, vanalega er þeirra líkami allur í rúst. Þetta hefur verið alltof lítið skoðað og veitt athygli í okkar þjóðfélagi. Það er þráðbein leið á milli andlegra áfalla og sjúkdóma." Hætt að gráta Aðspurð hvort neikvæðu fólki sé hættara við að fá sjúkdóma segir Vigdís það hiklaust vera. „1 stórum dráttum eru þrjár meginleiðir sem rugla orkuna okkar sem verður að vera í lagi til að við höldumst heilbrigð. Ef orkan fer úrskeiðis þá kemur eitthvað sem við köllum sjúkdóm en ég vil kalla orkuójafn- vægi. Ef eitthvað annað í lífinu gerist, andleg áföll eða slys, og þú leiðréttir ekki orkuna eftir þessi slys þá getur allt mögulegt gerst í líkamanum. Hægt er að leiðrétta orkuna með ýmsu, til að mynda með því að gráta. Guð gaf okkur grátinn, hann er mikilvægur til að losa um spennu. Okkur var gefinn gráturinn en síðan fannst okkur það ekki fínt og við höfum mikið til hætt að gráta." Neikvæðni erfíst á milii kyn- slóða, ekki krabbamein Þegar Vigdís er spurð hvort nei- kvæðni sé kannski ástæða þess að krabbamein erfist á milli kynslóða frekar en gen segir hún að það sé ná- kvæmlega málið. „Þú fly tur þitt við- horf á milli fjölskyldna, yfir á börn- in þín. Þau læra þetta neikvæða mynstur. Þannig horfi ég á ættgengi sjúkdóma." Vigdís segir að þrátt fyr- ir að vera hjúkrunarfræðingur þá henti henni vel að trúa að sjúkdómar tengist hugsunarhætti. „Fyrir mig er það ofsalega gott því ég þekki líkam- ann betur. Það gefur mér ofsalega mikla reynslu og miklu meiri þekk- ingu inn á þetta svið af því að ég er hjúkrunarfræðingur. En mig langar ekki að vinna innan þessa kerfis því þetta kerfi er ekki að vinna eins og mig langar til að það sé unnið,“ segir Vigdís og bætir því við að hún taki aldrei töflur. „Ef ég tek töflur þá ýti ég vandanum inn í mig í stað þess að fara í gegnum sársaukann og hleypa honum út.“ svanhvit@vbl.is Vigdís Steinþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur Betra form er fyrir konur sem vílja léttast, auka líkamlegt þrek og andlega vellíða Þúsundir kvenna hafa náð frábærum árangri á Betra form-námskeiðunum. Vertu með! Skráðu þig strax í síma 568 9915 eða með tölvupósti á hreyfing@hreyfing.is Morgunhópar Daghópur Kvöldhópar Framhaldshópar Barnagæsla Innifalið: • Þjálfun 3-5x í viku • Fræðslu- og kynningarfundur með Ólafi G. Sæmundssyni næringarfræðingi • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Vandað fræðsluefni • Lögmálin 9 um megrun - nýútkomin h sem veitir allar upplýsingar um hvernig þú kemst varanlega í gott form.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.