blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 24
24 I LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaöiö Sálin i Kaupmannahöfn -Guðmundur Jónsson, gítarleikari um samstarfið við strákana Sálin hans Jóns míns hefur fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu lands- manna og á mjög stóran hlustenda- hóp en hún hefur verið starfandi í ein sautján ár. Hljómsveitin hefur nú tekið upp aðra plötu í safnið sem kemur út á mánudaginn en hún var unnin á Jótlandi í Danmörku. Hljómsveitin ætlar nú að fylgja plöt- unni eftir og halda útgáfutónleika í Kaupmannahöfn þann 5.nóvember enda segja þeir að þeim hafi liðið vel í Danmörku og að hugmyndin hafi komið upp að halda tónleika þar. Að sögn Guðmundar hafa margir Is- lendingar sem búsettir eru erlendis beðið þá að koma út að spila og þeir hafi ákveðið að taka áhættuna og fara á vit ævintýranna. Stefnt á hefðbundnar tónleikaferðir Sálin hóf undirbúning að gerð plötunnar fyrir um ári síðan en smám saman hafa þeir gefið út lög- in af plötunni. Lagið „Tíminn og við“ kom út fyrir ári síðan og síðan hef- ur komið út lag með hljómsveitinni á þriggja til fjögurra mánaða fresti. Við útgáfu nýju plötunnar verða tón- leikaferðir haldnar með reglulegu millibili og með hefðbundnu sniði, ,ekkert meira prógram en vanalega", segir Guðmundur Jónsson, gítarleik- ari. Hljómsveitin spilar meðal ann- ars reglulega á skemmtistaðnum Nasa og heldur tónleika úti á landi. Guðmundur segir nýju lögin fá mjög góðar viðtökur og það haldi hljóm- sveitinni ferskri að fá inn ný lög. ,Það er ekki gaman að spila sífellt sömu lögin“, segir Guðmundur en bætir því við að þeir spili þó gömlu lögin að sjálfsögðu inn á milli. Nýja platan er ólík því sem áður hefur komið frá Sálinni Guðmundur segir plötuna að sumu leyti ólíka því sem þeir hafa verið að gera undanfarin misseri. „Við höf- um verið svolítið dramatískir und- anfarið en við gerðum tvær plötur sem voru við söngleik sem heitir Sól og máni og aðra með Sinfóníuhljóm- sveitinni þannig að það hefur verið smá dramatík í gangi hjá okkur. Nú viljum við létta aðeins upp hjá okk- ur, taka beygju úr því og gera tónlist sem bjartara er yfir og taktfastari" segir Guðmundur. Hann segir að til- finningin ráði tónlistarstefnunni en þegar nýja platan var samin hafi ver- ið létt yfir þeim félögum og kannski svolítið í anda þess sem þeir spiluðu í upphafi. Hljómsveitin fékk einnig þá félaga Samúel og Kjartan úr Jagú- ar til liðs við sig sem brey tti stílnum aðeins. Ferðin til Danmerkur virkaði jákvætt Það má segja að ferðin til Dan- merkur hafi hrist bandið saman að sögn Guðmundar enda hafi þeir haft mjög gaman af því að taka upp plötuna. Það að vera saman í svo langan tíma eins og það tekur að taka upp plötu getur oft reynt á taugarnar enda eru hljómsveitar- meðlimir oft saman í margar vikur. „Við í Sálinni erum miklir egóistar í okkur flestir og því hefur oft verið pirringur í gangi. En það var mjög góð stemning og gott andrúmsloft í hljómsveitinni á Jótlandi og vinnan tókst mjög vel. Það springur alltaf allt í loft upp af og til en það er samt alltaf þessi djúpi vinskapur innan hópsins sem heldur okkur saman enda er kjarninn búinn að vera sam- an mjög lengi“, segir Guðmundur. Dyggur aðdáendahóp- ur mikilvægur Mörg lög Sálarinnar lifa með nokkr- um kynslóðum og fjöldi þeirra færir íslendinga í heim „nostalgiunnar". Textunum hefur verið hlaðið inn á harða diskinn hjá landanum og brjótast þeir út á góðum stundum þar sem margir taka undir, enda sál- arlögin mörgum jafn hjartfólgin og gömlu vísurnar sem sungnar voru í æsku. Aðdáendahópur Sálarinnar er því stór og góður og líklega skipt- ir samspil hljómsveitarinnar og land- ans miklu máli. Þá er ekki verra að sífellt bætist í hópinn. „Við höfum átt því láni að fagna að við höfum alltaf haft nóg að gera og góðir tónleikar og yfirleitt alltaf fullt alls staðar og mikið af fólki sem hefur fylgt okkur eftir frá byrjun. Fólk sem kemur á tónleikana kemur til að taka þátt í þessu með okkur, þannig að þetta er svona orkuflæði þar sem við erum að gefa og þiggja.“ sara@vbl.is Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Blaðberi hjá Morgunblaðinu fær að meðaltali 31.160 kr. á mánuði fyrir klukkustundarlangan hressandi göngutúr,'Til viðbótar kemur þungaálag og greiðsiur fyrir aldreifingar tvísvar í viku. Vinsamlegast hafið samband í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. *Miðaö við að 65 eintökum af Morgunblaðinu sé dreift i 30 skipti. LÝÐH E I LSUSTÖÐ - lifið heil LÝÐHEILSUSTÖÐ ER NÚ AÐ UPPFÆRA SKRÁ SÍNA YFIR REYKLAUSA VEITINGASTAÐI Sjá: www.lydheilsustod.is/frettit7tobaksvarnii7nr/832 Ætlunin er að birta auglýsingu með nöfnum allra staðanna og þeir sem óska eftir vera með á listanum vinsamlega tilkynni sig fyrir 1. nóvember til: jakobina@lydheilustod.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.