blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRETTIR LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaöíö Wilma skellur á Mexíkó Fellibylurinn Wilma skall á eyjunni Cozumel undan Mexíkóströnd í gær og hélt síðan för sinni áfram meðfram strönd landsins þar sem þúsundir ferðamanna bjuggust við hinu versta. Búist var við að fellibyl- urinn færi meðfram Yucatan-skaga og héldi síðan yfir vesturhluta Kúbu og i átt til Flórída-skaga. Carmen Segura, yfirmaður almannavarna í Mexíkó sagði að um 52.000 manns hefðu verið fluttir um set á Yucat- an-skaganum og hvatti ferðamenn til að halda ró sinni. Margir ferða- menn yfirgáfu ferðamannastaði við strönd Mexíkó þegar ljóst var í hvað stefndi fyrr í vikunni. Á Kúbu þurftu um 370.000 manns að yfirgefa dvalarstaði sína i aðdrag- anda óveðursins sem hafði þegar orðið 13 manns að bana á Haítí og á Jamaíku í gær. Vicente Fox, for- seti Mexíkó sagði í sjónvarpsávarpi á fimmtudag að brýnast væri að vernda mannslíf. Max Mayfield, yfir- maður Bandarísku fellibyljastöðvar- innar á Miami, sagði að Wilma gæti hugsanlega haft mikla eyðileggingu og hörmungar í för með sér. Ferðamenn koma sér fyrir i neyðarskýli f Cancun f Mexíkó út af fellibylnum Wilmu. I gær voru íbúar á hugsanlegum hættusvæðum á Flórída beðnir um að yfirgefa heimili sín út af komu Wilmu. Ekki er ljóst hvað skipun- in náði til margra íbúa en margir höfðuþegarorð- ið við henni í gær. ■ Mafíuforingi naut verndar lögreglu og stjórnmálamanna Látinn mað- ur sektaður Bernardo Provenzano, háttsettur foringi ítölsku mafíunnar sem hef- ur verið eftirlýstur í fjóra áratugi, naut verndar stjórnmálamanna og lögreglu að sögn Pietro Grasso, sak- sóknara sem sérhæfir sig í að berjast gegn glæpasamtökunum. Grasso sem var útnefndur saksóknari fyrr í mánuðinum lét þessi orð falla í sjón- varpsviðtali í gær. Grasso vann áður að rannsóknum á starfsemi Mafíunnar í Palermo, höfuðborg Sikileyjar, og hefur oft lát- ið í ljós óánægju sína og gremju með hve illa hefur gengið að hafa hendur í hári Provenzano. Provenzano sem er 71 árs var á sín- Viðrceður um viðskipti með landbúnaðarvörur í hnút: ESB og Bandaríkin hvött til að slaka á kröfum Pascal Lamy, yfirmaður Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO), hefur hvatt Evrópusambandið og Banda- ríkin til að slaka á kröfum sínum til að hægt verði að ná samkomu- lagi í viðræðum um viðskipti með landbúnaðarvörur. Bandaríkin og Evrópusambandið deila enn um nið- urgreiðslur, landbúnaðarstyrki og aðrar viðskiptahindranir en stefnt er á að nýtt samkomulag um við- skipti með þessar vörur liggi fyrir í byrjun næsta árs. Bandaríkjamenn sögðu í vikunni að Evrópusamband- inu væri að kenna um þann hnút sem viðræðurnar væru komnar í og neituðu að gefa meira eftir en þau hefðu þegar gert. Þó að bæði Bandaríkin og Evrópu- sambandið séu sammála um að þau þurfi að draga úr niðurgreiðslur og styrkjum til bænda og lækka inn- flutningstolla á landbúnaðarvörum um yngri árum þekktur undir nafn- inu „dráttarvélin" vegna þess hvern- ig hann ruddi andstæðingum sínum úr vegi. „Við komumst að þvi að kaup- sýslumaður fékk upplýsingar frá lögregluforingja um rannsóknir okkar. Kaupsýslumaðurinn tengdist Mafíunni og því hafði Provenzano greiðan aðgang að upplýsingum um rannsóknina," sagði Grasso meðal annars i viðtalinu. Italski þingmaðurinn Gius- eppe Gambale sagði í kjölfar yfirlýsingarinnar að innan- ríkisráðherra landsins og dómsmálaráðherra þurfi að skýra málið út fyrir þinginu og Enzo Bi- anco, sem er yfirmað- ur þingnefndar sem meðal annars fæst við málefni tengd skipu- lagðri glæpastarfsemi, sagði að kalla þyrfti Grasso fyrir nefndina til að fjalla nánar um yfirlýsinguna. ■ Látinn maöur fékk á dögunum stöðusekt í borginni Melbourne f Ástralíu. Eldri maður fékk á dögunum stöðusekt þar sem hann sat látinn í bíl sínum á bílastæði við verslunarmiðstöð í útjaðri Melbourne í Ástralíu. Maður- inn sem var 71 árs hafði átt við alvarleg veikindi að stríða og hafði hans verið saknað í níu daga þegar lík hans fannst loks í bílnum. Stöðusekt hafði verið lögð á rúðu bflsins degi áður en líkið fannst. Borgaryf- irvöld hafa beðið fjölskylduna innilegrar afsökunar á atvikinu sem þykir einkar neyðarlegt. Leiðrétting í frétt um fuglaflensu sem birtist í Blaðinu í gær var Thaksin Shinawatra, forsætis- ráðherra Tailands, ranglega nefndur heilbrigðismálaráð- herra. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. frá þróunarlöndum, er þeim einnig umhugað um að vernda eigin land- búnaðarframleiðslu. Einkum eru frönsk yfirvöld á móti því að of langt verði gengið í þvf að fella niður tolla en franskir bændur eru einhverjir helstu styrkþegar landbúnaðaráætl- unar Evrópusambandsins. ■ Full búð af nýjum útsöluvörum 30-70% afsláttur ÚTSÖLUMARKAÐUR [?•] Faxafeni 12,108 Reykjavík, Opið 10-18 virka daga og 10-16 laugardaga, www.66north.ls NORÐUR Verjandi í réttar- höldum yfir Sadd- am Hussein mvrtur Saadoun Sughaiyer al-Janabi, verj- andi eins af samverkamönnum Saddam Hussein, fyrrverandi for- seta íraks, fannst látinn á fimmtu- dag. Janabi var rænt á skrifstofu sinni f austurhluta Bagdad að kvöldi fimmtudags, degi eftir að hann hafði verið viðstaddur upphaf rétt- arhalda yfir Saddam Hussein og sjö samverkamönnum hans vegna fjöldamorðanna í bænum Dujail ár- ið 1982. Lík hans fannst nokkrum klukkustundum síðar við mosku í grennd við skrifstofu hans. Janabi hafði verið skotinn tveimur skotum í höfuðið áður en hann var skilinn eftir. Laith Kubba, talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar, fordæmdi morð- ið sem hann sagði að kæmi engum til góða. Dómarar og saksóknarar í rétt- arhöldunum hafa notið verndar á grundvelli þess að þeir væru hugsan- leg skotmörk uppreisnarmanna sem væru fylgjandi forsetanum fyrrver- andi og vildu koma fram hefndum. Með tveimur undantekningum hafa nöfn þeirra ekki verið gefin upp og andlit þeirra ekki sýnd í útsendingu sjónvarps frá réttarhöldunum. Or- yggisráðstafanirnar virðast þó ekki hafa náð til verjenda Saddams Hus- Saadoun Sughaiyer al-Janabi, verjandi eins af samverkamönnum Saddams Hussein, viö upphaf réttarhaldanna á miðvikudag. sein og samverkamanna hans sjö. Khalil al-Dulaimi, aðallögmaður Saddams Hussein, sagði eftir ránið á Janabi að verjendur hefðu fengið margar líflátshótanir á undanförn- um vikum. Hann tilgreindi ekki hvort þær væru frá andstæðingum Saddams sem væru þeim reiðir fyr- ir að verja hann eða frá stuðnings- mönnum súnnímúslima sem væru mótfallnir því að þeir tækju yfirhöf- uð þátt í réttarhöldunum. ■ Myndir af Múhameð vekja reiði múslima í Danmörku Sendiherrar 10 múslimaríkja hafa kvartað við Anders Fogh Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerkur, út af skopmyndum af Múhameð spámanni sem birtust í dagblaðinu Jótlandspóstinum. Á teiknimyndun- um sem birtar voru í blaðinu í sein- asta mánuði var dregin upp mynd af spámanninum sem kredduföstum bókstafstrúarmanni. Bannað er að gera myndir af Múhammeð spá- manni samkvæmt múslimatrú. Á fimmtudag sagði Jótlandspósturinn að teiknurunum tveimur sem gerðu myndirnar hefðu borist líflátshótan- ir í kjölfar birtingarinnar. Anders Fogh Rasmussen var ekki búinn að svara kvörtun sendiherr- anna í gær. Þegar leiðtogar múslima í Danmörku kvörtuðu undan um- fjöllun fjölmiðla í landinu um íslam í sumar svaraði forsætisráðherrann því til að það væri ekki í hans verka- hring að segja fjölmiðlum hvað þeir mættu eða mættu ekki prenta. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.