blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 28
28 I LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 blaðiö Hönnuð jólaföt Fín íöt duga lengi Fyrir þá sem vilja fá sérhönnuð föt og ekki klæða sig eins og flestir gera þá er gott ráð að láta sauma fyrir sig sérstaklega. En þá er líka um að gera að leggja af stað tímanlega þar sem aðal álags- tíminn er mun meiri hjá hönnuð- um fyrir jólin en aðra tíma ársins. „Vertíðin byrjar í nóvember og þá er fólk farið að hugsa og spá og spekúlera og þetta er alveg fram yfir áramót" segir Ragna Fróða fatahönnuður í búðinni „Path of Love“. Búðin hennar hefur verið opin í eitt ár en áður seldi Ragna hönnun sína í Kirsuberjatrénu á Vesturgötunni. Hún lærði í París og var í textíldeildinni í MHÍ og hefur starfað á íslandi í 6 ár. Fín föt duga oft lengi Þegar kemur að jólafötunum nota margir tækifærið og fá sér hönn- uð föt. Að sögn Rögnu eru margir sem láta gera eitthvað fínt fyrir sig og nota fötin áfram við fleiri tæki- færi“. Þannig segir Ragna að „marg- ir „dressi“ fötin niður til að gera þau minna sparileg svo hægt sé að nota þau meira hversdags, til dæmis með því að nota grófari hluti með þeim”. Betra að fara af stað fyrr en seinna Ragna segir hönnuðina í „Path of Love“ mjög upptekna þessa dagana við að undirbúa jólaver- tíðina og safna á lager til að eiga til þegar fólk fer að flykkjast í versl- unina. Þá flytur búðin einnig inn vörur frá finnskum og japönsk- um hönnuðum sem fléttast inn í þeirra eigin hönnun. Búðin hefur aukið vinsældir sínar og segir Ragna að hún finni mikinn mun eftir að hún flutti á Laugaveginn en það sé mun meira álag þar og meira „rennerí" þrátt fyrir að verslunin sé staðsett á annarri hæð. Ekki tískubundin hönnun í „Path of Love“ er hönnunin mjög klassísk, því eru fötin ekki tískubundin og hönnuðir verslunarinnar eltast ekki við tískustrauma en huga frekar að því hvað hentar þeirra línu og straumum. Sérstaða skiptir öllu máli og oft er bara ein flík af hverju þó einnig séu til vörur í línu þar sem eru fleiri af hverju en þá eru flíkurnar samt ekki ná- kvæmlega eins. Fötin fyrir jólin eru að sögn Rögnu aðeins fínni en annars, mikið um kjóla af öllum gerðum bæði stuttir og siðir. Þá eru aukahlutir vinsælir eins og veski, sjöl og púðar sem og önnur gjafa- vara. sara@vbl.is Ragna Fróða fatahönnuður Við veitum 20% afslátt af öllum Nettoline innréttingum í tvær vikur (tilboðið stendur til 10. nóvember). Nýttu þér gullið tilboð okkar og nýja innréttingin verður tilbúin tímaniega fyrir jói. Snaigé irt Á tilboðsdögum bjóðum við einnig alltað 25% afslátt af ELBA eidunartækjum og Snaigé kæii- og frystiskápum, þegarraftæki eru keypt með innréttingu. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Helgaropiiifli: Laugardaginn 22. okt. kl. 10-16 Sunnudaginn 23. okt.. kl. 13-16 Mánudaga - föstudaga kl. 9-18 89 stilistinn Stílistinn, tíska og stíli. Sunnumörk, Hveragerði Sími 483-4121 Jólaföt barna komin í verslanir Hyggilegt að kaupa fötin snemma BB Utlits-og tískuráðgjafi MERKJAVÖRUR FRÁ ricco uero falleg hönnun, gæði og stíll! Eins og flestir vita þá er mikil- vægt að fá sér klæði fín fyrir jólin enda vilja fæstir lenda í jólakettin- um. Það er gott að vera hagsýnn og kaupa jólafötin snemma og á það sérstaklega við jólafötin á börnin. Þrátt fyrir að það sé ein- ungis október þá hafa barnafata- verslanir þegar stillt út jólafötun- um og samkvæmt heimildum er einhver sala byrjuð. Foreldrar þekkja það flestir að ef ekki er hugað að jólafötum barnanna snemma þá geta þeir lent í því að fá ekkert klæðilegt á blessuð börnin. Margir foreldrar hefja leitina um miðj- an október en festa kaup á fötunum í byrjun nóvember. Nokkrar barnafata- verslanir staðfestu það að byrjað væri að spyrja eftir fötunum í október en verslunin sjálf hæfist venjulega ekki fyrr en um mánaðamótin október - nóvember. Ástæður þess að byrjað er að versla jólaföt svona snemma á börnin er til dæmis vegna mynda- töku. Foreldrar taka myndir af börn- unum til að setja á jólakortin og þurfa því jólafötin snemma. Hvítar skyrtur vinsælar hjá ungum herramönnum Þrátt fyrir að gáfulegt sé að byrja snemma að huga að jólafötum barn- anna þá fá sumar verslanir sending- ar vikulega fram að jólum og úrval- ið ætti því að vera nægilegt. En það er eins með barnafötin og svo margt annað, það fallegasta og vinsælasta selst upp fyrst. Samkvæmt starfs- mönnum í barnafataverslunum eru jólaföt á börn frekar sígild og tísku- sveiflur ekki miklar. Hvítar skyrtur eru alltaf vinsælar hjá ungum pilt- um og kjólar og pils eru vinsælar hjá ungum stúlkum. Auk þess eru hvítir hnésokkar vinsælir hjá stúlk- Það er hagkvæmt að kaupa jólaföt á böm- in snemma unum ásamt þunnum sokkabuxum sem eru þá jafnvel með blúndu eða skreyttar blómum eða öðru slíku. svanhvit@vbl.is Eldhúsinnréttingar netto ine Þvottahúsinnréttingar Baðinnréttingar Ralaskápar með venjulegum- og rennihurðum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.