blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 22
22 I TILVERAN LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 blaöið Aukin kraft í brjósti kvenna 1 tilefni af Kvennafrídeginum næstkomandi mánudag langar mig til að skoða það málefni sem kvenréttindabaráttan snýst hvað mest um - launamismun kynjanna. Þar sem ég get ekki talið sjálfa mig gallharðan femínista mun ég ekki vera með róttækar yfirlýsingar né tilmæli til frekari baráttu, heldur skoða aðrar hliðar þessa mál- efnis. Þá á ég ekki við þær hliðar sem tengjast femínismanum sem slíkum né baráttumálum sem tróna efst á stefnuskrá femínista, heldur því sem allar konur þurfa fýrst og fremst að skoða gaum- gæfilega hjá sjálfum sér. Ég trúi því að úrbætur tengdar launamismun verði ekki fyrir stranga baráttuna eina og sér. Það að falast eftir betri kjörum með allskyns kröfugöngum og látum kemur okkur eflaust ekki eins langt og vonir standa til (þó svo að ég sé alls ekki að setja út á fem- ínista landans sem kjósa að gera svo). Það er sama hversu langt konur ganga í ópum, köllum og yfirlýsingum - tvö skref verða stigin og síðan eitt til baka. Við ' 1 þurfum mun ffekar að efla okkur sjálfar til dáða, finna kraft í eigin brjósti og ná þannig auknu sjálfsöryggi á vinnumarkaði. Ef kona verður nægjanlega meðvituð um eigið ágæti og setur kröfur í takt við það ætti hún á end- anum að ná fram því sem hún vill. Sannað þykir að konur þurfi að hafa meira fyrir því að ná tilhlýðilegum launum en karlar og því ættu þær þá ekki bara að gera það?! Berja bara í borðið og láta sitt í ljós! Við þurfum ekki alltaf að vera kurteisar, settlegar og ljúf- ar - við eigum að beita því sem þarf til þess ná ásættanlegum kjörum. Með ákveðni og sjálfsöryggi geta konur snúið samningaviðræð unum sér í hag og lagt sitt að mörkum fýrir bætt kjör komandi kynslóða. Það þýðir ekki að beina eingöngu spjótunum að ein- hverjum öðrum í von um úrbætur; að ákveðin lagaákvæði, reglugerðir eða önnur viðmið eigi að breyta þessu, heldur þarf hver og ein að öðlast það sjálfstraust sem til þarf. Þannig verður hún öruggari þegar til kastanna kemur og setur sínar / kröfuránþessaðhika. Hvort þessi skoðun mín fái meðbyr hjá fleirum skal ósagt látið, en ég er þess fullviss að ef allar konur væru ákveðn- ari í viðræðum við atvinnuveitendur yrði málum öðruvísi háttað. Hættum að segja pent „já, það hljómar svosem ágætlega,“ þegar okkur eru boðin laun sem við ekki sætt- um okkur við. Afþökkum frekar boðið og örkum út af viðkomandi stað með það í huga að þarna hafi þeim nú orðið allverulega á í messunni. Starfskraftar okkar verði nýttir á öðrum vettvangi fýrir laun sem við eigum skilið! Hversu örugg/ur ertu? Er sjálfsöryggið í hávegum eðafinnstþér lítið til þín koma? Öll vitum við að sjálfsöryggi er af- ar mikilvægt í daglegu lífi, hvort sem er á vinnumarkaði, í ástar- sambandi eða á öðrum vettvangi þar sem við höfum samskipti við annað fólk. Með auknu sjálfsör- yggi er hægt að ná lengra í leik og starfi, enda gengur okkur betur ef við erum meðvituð um eigið ágæti. Hægt er að gera margt til þess að auka sjálftraust- og ör- yggi en fyrsta skrefið er að prófa svokallaða sjálfsskoðun og finna út hvað betur má fara i þessu samhengi. 1 eftirfarandi sjálfsprófi geturðu komist eilítið nær því að finna út hvort öryggið sé til staðar hjá þér, eða hvort bæta megi ástandið. 1. Vertu nú hreinskilin/n. Hvað finnst þér um líkama þinn? a) Ég spái lítið í líkamsástandið hverju sinni. b) Ég hata líkama minn og vildi að Nátthrafnar athugið Opiö til kl. 07:00 á laugardags og sunnudagsmorgnum o QuizhosSub MMMM... GLÚOASUR Lækjargata 8 ég væri líkari því sem gengur og gerist í Hollywood. c) Eg reyni að líta vel út dag frá degi og alla jafna er ég ánægð/ur með spegilmyndina. 2. Hvað gerirðu þegar þú hittir ein- hvern/einhverja sem þér líst vel á? a) Þú gengur að viðkomandi og hef- ur samræður, þ.e.a.s. ef þú missir ekki móðinn. b) Þú stormar askvaðandi að mann- eskjunni, þess fullviss að hann/ hún taki því vel og vilji spjalla. c) Þú gerir ekki neitt. „Það tekur auðvitað enginn eftir þér!“ 3. Góð lýsing á félagslegri aðstöðu þinni er: a) Ég er þvílíkt heppin með mína vini - það er nóg af góðu fólki í kringum mig og margir sækjast eftir félagsskap mínum. b) Ég á svosem ágætis vini hér og þar sem ég treysti ágætlega, þó svo að þeir séu ekki margir. c) Ég er lítið með öðru fólki og finnst ég ekki hafa mikið til mál- anna að leggja þegar samræður eiga sér stað. 4. Hvað gerirðu ef þú ert beðin/n að stjórna hópnum í vinnunni? a) Það er ekki fræðilegur möguleiki að þú getir það á nokkurn hátt. Húsfélög! Látið okkur létta ykkur sporin • Teppabúðin býður upp á sérhönnuð stigahúsateppi í miklu úrvali. • Sendum sölumann á ykkar fund. • Sendum sýnishorn ef óskað er. • Gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu. • Við mælum, sníðum og leggjum. • Við fjarlægjum gömlu teppin. • Göngum snyrtilega frá að verki loknu. | • Skjót og góð þjónusta. • Frábærir greiðsluskilmálar. • Staðgreiðsluafsláttur. ° Endilega hafið samband • og fáið nánari upplýsingar! « Betri og bjartari verslun • Sérpöntunarþjónusta Opnunartími: Mán. - fös. 9.00 -18.00 TEPPABUÐIN Lau. 10.00 -16.00 Grensásvegur 18* Sími: 581 2444 b) Þúhikarogsegistviljahugsamál- ið - ferð svo heim með hnút í mag- anum. c) Þú tekur boðinu fagnandi, enda hefur þú trú á því að þú getir leyst þessa mannastjórnun betur en sá sem áður gerði það. 5. Þú ert beðin/n um að- stoð frá nákomnum aðíla. Hvernig bregstu við? a) Þúspyrðhvaðþaðersemviðkom- andi vill fá aðstoð með, en ert hrædd/ur um að þú hafir lítið til málanna að leggja. b) Þú ert hiklaust til í að hjálpa við- komandi, enda getur reynsla þín og vitneskja verið til góðs. Þú átt ráð undir rifi hverjú. c) Þú ert afar hissa á beiðninni þar 8-14 stig: Þér finnst lítið til þín koma og sjálfstraustið er algerlega í molum. Þú hefur enga trú á þér og gagnrýn- ir gjörðir þínar í hvívetna. Þú þorir ekki að taka af skarið og hugsunin um að mistakast gerir það að verk- um að þú lætur allar drífandi fram- kvæmdir lönd og leið. Á þessu stigi máls er afar mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir ástandinu og setjir það efst á stefnuskrána að breyta þessu, með einum eða öðrum hætti. Þú þarft að efla hjá þér dug og þor, auk þess sem mikilvægt er að þú gerir þér grein fyrir því að enginn er fullkominn og allir geta gert mistök. Hættu þessari minni- máttarkennd og taktu þig saman í andlitinu - þú ert engu verri en allir hinir og þó svo að konan í næsta húsi sé æðislega dugleg að þrífa bílinn getur verið að þú sért bara mun betri í einhverju öðru, t.d. í eldamennskunni. Horfðu í spegilinn og segðu: „Ég get kom- ist þangað sem ég vil og náð þeim árangri sem ég ætla mér. Þetta er bara spurning um hvernig ég fer að því, ekki hvort!" sem að fólk leitar sjaldnast til þín, frekar einhverra annarra. 6. Þú sækir um vinnu en þér er hafnað. Viðbrögðin eru... a) Þú tekur neituninni vel og hugsar með þér að þarna hafi þau nú misst af góðum starfskrafti - þeirra sé missirinn og einhverjir aðrir verði heppnir að fá þig í vinnu. b) Þú heldur áfram leit þinni með það fyrir augum að eitthvað hljóti nú að gerast á endanum, þó svo að þér finnist miður að hafa ekki fengið starfið. c) Þú ferð heim með grátstafinn í kverkunum og missir allan dug. Þér finnst þú hafa klikkað og að þú uppfyllir ekki þau skilyrði sem gerð eru til starfsmanna. 15-25 stig: Þú ert ágætlega sett/ur hvað sjálfs- öryggi varðar. Þó vantar eilítið uppá svo að þú náir því að geta ver- ið ioo% sáttur við þig og það sem þú ert. Auðvitað er óþarft að vera íoo % ánægður með sig, en sé mað- ur sáttur við þá „galla“ sem fyrir hendi eru kemst maður nær því að geta litið sjálfan sig með samþykk- isaugum. Hættu að velta því fyrir þér hvað aðrir halda eða segja um þig, farðu þínar eigin leiðir og leyfðu hugmyndafluginu að reika. Settu þér markmið sem þú veist að þú getur náð, hvort sem um lengri eða styttri tima er að ræða. Þú ger- ir þér grein fyrir því að enginn fer syngjandi í gegnum lífið - þetta er bara spurning um að vera sátt/ur við daginn í dag og finna vellíðan í því sem þú gerir. Hrósaðu þér að- eins meira fyrir þá hluti sem þú gerir og fyrir það sem þú raunveru- lega ert. Vertu ekkert að bíða eftir því að aðrir hrósi þér - gerðu það bara sjálf/ur því að þú ert dómbær á eigin styrkleika. Þú átt hrós mun oftar skilið en þú heldur. 7. Þú hrasar fyrir framan kvik- myndahús eftir bíómynd og fullt af fólki er nálægt. a) Þú roðnar og reynir eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að nokkur maður sjái framan í þig. Þér líður hreint út sagt bölvan- lega. b) Þú hlærð að óhappinu og stendur upp án þess að láta þetta á þig fá. Svona hlutir gerast fyrir alla... c) Þú kallar á félaga þinn biðjandi um hjálp og setur upp skömm- ustulegan svip. Finnst óhappið óþægilegt, þó auðvitað sé ekki um heimsendi að ræða. 8. Hvernig líður þér á mannamót- um eða í kringum fólk yfirhöfuð? a) Þér líður illa og kemur varla upp orði. b) Þú hefur það ágætt, sérstaklega ef áfengi er haft um hönd. c) Þér finnst skemmtilegt að vera í góðum hópi og þú finnur alls ekki fyrir stressi, enda ertu virk/ ur í samræðunum og hefur frá mörgu að segja. Reiknaðu út stigin: 1. a) 2 stig b) í stig c) 4 stig 2. a) 2 stig b) 4 stig c) í stig 3. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig 4. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig .5. a) 2 stig b) 4 stig c) 1 stig 6. a) 4 stig b) 2 stig c) í stig 7. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig 8. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 26-32 stig: Til hamingju! Þú stendur afskap- lega vel að vígi hvað sjálfstraust varðar og þarft eingöngu að passa upp á að missa ekki þá trú sem þú hefur öðlast á sjálfri þér. Þetta er öfundsverð staða og ekki margir sem ná þetta langt varðandi sjálfs- traustið. Haltu því áfram að senda þér jákvæðar hugsanir og fram- kvæmdu eftir því sem þú vilt þá og þegar. Þú hefur nægjanlegt sjálf- traust til þess að vita hvað þér er fyrir bestu og því skaltu ekki taka annarra orð fyrir því. Haltu áfram að standa með þér í öllu sem þú tek- ur þér fyrir hendur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.