blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 38
38 I ÍPRÓTTIR LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 blaöiö Kristinn stóð sig vel Evrópusam- bandiðsetur úrvalsdeild- innitíma- takmörk Evrópusambandið hefur gefið forráðamönnum ensku úrvals- deildarinnar frest þangað til á mánudag til að útÖsta nánar hvernig þeir ætli að heimila að minnsta kosti tveimur aðilum að sjónvarpa beint frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. BskyB hefur einkarétt á sýning- um ffá ensku úrvalsdeildinni í dag en næsta samningstímabil er frá 2007 til 2010. Evrópusam- bandið hefur hótað lagalegum aðgerðum gegn ensku úrvals- deildinni ef í næsta samningi verður ekki hægt fyrir fleiri en einn aðila að sýna beint frá leikjum ensku úrvalsdeíldarinn- ar. Evrópusambandið hefur farið þess á leit að enginn aðili megi sýna meira en 50% leikjanna en forráðamenn ensku úrvalsdeild- arinnar hafa enn ekki samþykkt það. Neelie Kroes hjá Evrópu- sambandinu sagði f gær að í framtíðinni ættu að minnsta kosti tveir aðilar möguleika á að kaupa sýningarréttinn og Jonathan Todd hjá Evrópusam- bandinu bætti við að það þýddi ekkert að hafa hlutfallið 99% á móti 1%. Það gengi ekki upp. Evrópusambandið stendur fast á sínu að enginn aðili megi kaupa meira en 50 % af sýningarrétt- inum. BskyB fær því örugglega samkeppni á næstu árum hvað varðar sýningar ffá ensku úrvals- deildinni og sjónvarpsstöðvarn- ar, IT V, NTL-Telewest, Channel 5 og BBC eru öll í startholunum. Hvort þetta kemur til með að hafa áhrif á verðmiða ensku úr- valsdeildarinnar skal ósagt látið hér en menn greinir töluvert á í þeim efnum. Sumir segja að verðið komi til með að lækka og aðrir segja að verðið hækki. Síðastliðinn fimmtudag var leik- ið í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og einn stærsti leik- urinn fór fram í Moskvu þar sem CSKA og franska liðið Marseille mættust. Þar var dómari leiksins Kristinn Jakobsson og aðstoðar- menn hans, Gunnar Gylfason, Eyjólfur Finnsson og Egill Már Markússon sem var fjórði dómari leiksins. CSKA er núverandi Evr- ópumeistari félagsliða og því var sannarlega um stórleik að ræða. Kristinn hefur verið undanfarin ár að fikra sig áfram í dómaramál- um Evrópu en þetta verkefni sem honum var úthlutað á fimmtudag var án efa eitt það stærsta ef ekki það stærsta sem hann hefur tekið að sér eða hvað? „Jú það er alveg rétt. Þetta er stærsti leikur sem ég hef dæmt á ferl- inum. Þetta var einstök tilfinning og hreint út sagt frábært að fá að dæma þennan leik“. En hvernig var leikurinn? Var hann erfiður að dæma? „Leikurinn sjálfur var ekki erfið- ur en allt í kringum hann var erf- itt. Hann var í beinni útsendingu á Eurosport og fleira kom til“, sagði Kristinn í gær. Mikil utanaðkomandi pressa? „Já það má alveg orða það þannig en það er jú bara hluti af þessu öllu, ekki satt“. Varþetta harður leikur? Þurftirþú að nota spjöldin oft? „Nei, leikurinn var ekki grófur, ég þurfti aðeins að sýna einum leik- manni gula spjaldið og það var varn- armaður í liði Marseille sem það fékk“. Kristinn á von á að fá fleiri leiki á næstunni Hvernigþróaðist leikurinn? „Það var 0-2 í hálfleik fyrir Mar- seille en CSKA var meira með boltann í fyrri hálfleik. Siðan fékk CSKA vítaspyrnu í stöðunni 0-2 en Barthez varði stórglæsilega. Hann var mjög góður í leiknurrT. / Fréttablaðinu í gœr var sagt að vítaspyrnudómurinn hafi verið glórulaus hjá þér? „Til að „kommentara“ á það, þá mótmælti enginn leikmaður Mar- seille vítaspyrnudómnum, og eftirlitsmaður leiksins sem og aðrir þarna töldu að um 100% vítaspyrnu- dóm hafi verið að ræða. Það er maður að sleppa í gegn og leikmað- ur CSKA er klemmdur af tveimur varnarmönnum Marseille. Það var ekkert annað hægt en að dæma víti í stöðunni". Kom tilgreina að reka útaf „Nei hann var ekki kominn í svo- kallað upplagt marktækifæri. Venju- legt brot innan teigs og víti. CSKA skoraði síðan á 80 mínútu eftir mjög mikla pressu". Hvernig voru þá lokamínúturnar? „Þær voru erfiðar og það tók svo- lítið á. En leikurinn var mjög prúð- mannlega leikinn og mikil atvinnu- mennska hjá leikmönnum liðanna. Til fyrirmyndar“. Hvað sagði eftirlitsmaðurinn eftir leikinn? „Hann var mjög ánægður með okkur og gerði enga athugasemd varðandi okkar störf. Forráðamenn beggja liða voru líka ánægðir með okkur og höfðu ekkert út á okkur að setja.Við teljum að þetta hafi bara gengið mjög vel. En hvað með framhaldið? Áttu von á að fá fleiri leiki? „Já ég reikna með því. Framhaldið er bara mjög jákvætt. Þetta kemur bara í ljós en við erum mjög bjart- sýnir“. Við fáum að vita einkunnina fljótlega eftir næstu helgi. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir okkur Islendinga en við höfum um árabil horft til þess að sjá íslenskan knattspyrnudómara á meðal þeirra bestu í boltanum og margur hefur haldið því fram að dómarar hér á landi séu alls ekki síðri en annars- staðar. Það er alveg hægt að taka undir það sjónarmið. Þess má geta að leikurinn endaði 1-2 fyrir Marseille en síðastliðinn fimmtudag hófst riðlakeppnin í Evr- ópukeppni félagsliða og sigur Mar- seille var svo sannarlega mikilvæg- ur liðinu upp á framhaldið að gera í keppninni. ■ Haukar mæta Gorenje í dag Islandsmeistarar Hauka mæta slóv- enska liðinu Gorenje frá Velenje í meistaradeild Evrópu í dag. Leikur liðanna hefst klukkan 16 að Ásvöll- um í Hafnarfirði. Fyrri leik liðanna lauk með stórsigri Slóvenanna 38-25. Þetta er fjórði leikur Hauka í meist- aradeildinni og þar hafa þeir tapað tveimur leikjum og unnið einn. Haukar hafa einnig tapað fyrir Dön- unum frá Árhus og unnu svo ítala í Torggler um síðustu helgi. Ef Hauk- um tekst ekki að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins, þá er þriðja sætið nokkuð sem menn stefna á en það sæti gefur þátttöku í Evrópu- keppni félagsliða. Páll Ólafsson sagði í gær í útvarps- þættinum Mín Skoðun á XFM að 13 marka tapið gegn Gorenje í fyrri leik liðanna hafi verið alltof stórt miðað við gang leiksins og 5-6 marka tap hefði átt að vera raunin. Páll sagði einnig að Slóvenarnir væru með flinka leikmenn og mjög góðan markvörð en taldi Haukana þó eiga ágæta möguleika í leiknum í dag. Til þess að ná í jafntefli eða sigur í leikn- um sagði Páll að Haukar þyrftu að ná algjörum toppleik og sagðist vera með ákveðna taktík upp í erminni sem vonandi ætti að duga. Hann vildi þó ekki segja hver sú taktík væri, sagði að það kæmi bara í ljós. Leikur liðanna er í C-riðli meist- aradeildarinnar og það er Daninn Lars Walther sem er þjálfari Gorenje en hann er íslenskum handknatt- leiksunnendum vel kunnur þar sem hann lék með KA fyrir nokkrum árum. Dómarar leiksins í dag eru senni- lega þeir bestu í heiminum í dag. Þeir heita Vicente Breto Leon og Jose Antonio Huelin Trillo og koma frá Spáni en eftirlitsmaður er Is- landsvinurinn Krister Broman frá Svíþjóð. ® Fotba/tí

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.