blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRETTIR LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 blaAÍ6 David Cameron brosti sínu breiðasta á leið út úr þinghúsinu á fimmtudag. Forval á leiðtoga Breska thaldsflokksins: Cameron fékk yfir- buröakosningu Lík flughermanns úr seinni heimsstyrjöld finnst í jökli Líkamsleifar sem talið er að séu af flugmanni úr seinni heims- styrjöld hafa verið grafnar upp úr jökli í Sierra Nevada fjallgarðin- um í Kaliforníu og fluttar á rann- sóknarstofu þar sem reynt verður að bera kennsl á þær. Fjallgöngu- menn gengu fram á líkið um síð- ustu helgi en slæmt veður kom í veg fyrir að hægt væri að ná í lík- amsleifarnar fyrr en tveimur dög- um síðar. Um 8o% líkamans var fast- ur í David Cameron fékk flest atkvæði í forvali á leiðtoga breska íhalds- flokksins á fimmtudag. Þingmenn flokksins kusu í forvalinu á milli þriggja frambjóðenda og hlaut Cam- eron 90 atkvæði af 198. Næstur kom David Davis með 57 atkvæði, litlu meira en Liam Fox sem hlaut 51 at- kvæði. Öllum skráðum flokksfélög- um gefst síðan tækifæri til að velja á milli nafnanna David Cameron og David Davis í byrjun desember. í ljósi óvenjugóðra úrslita í forval- inu er Cameron talinn eiga góða möguleika á sigri í hinu endanlega leiðtogakjöri. Hann yrði þar með fimmti leiðtogi Breska íhaldsflokks- ins síðan 1997 þegar flokkurinn lenti í stjórnarandstöðu eftir langa valdatíð. Val Camerons þyk- ir til marks um að Breski íhaldsfiokk- urinn vilji breyta ímynd sinni og höfða meira til yngri kjósenda. Cameron er aðeins 39 ára og hefur ekki mikla reynslu af stjórnmálum sem ^ kann að reynast hon- um fjötur um fót í kom- andi kosningabaráttu. Þá hefur hann ennfremur m sætt gagnrýni fyrir að vilja ^ ekki svara spurningum um meinta eiturlyfjaneyslu sína á há skólaárunum. Vagnhöföa 23 Sími 590 2000 www.benni.is Suðurströnd 4 Seltjarnarnesi Sími 561 4110 ísnum en höfuð, öxl og handlegg- ur stóðu út úr honum. Tvo til þrjá daga tekur að ganga á staðinn þar sem líkið fannst en einnig er hægt að komast þangað með þyrlu þeg- ar veður leyfir. Þjóðgarðsverðir í Kings Cany- on-þjóðgarðinum sögðu að fall- hlíf merkt hernum hefði verið á líkinu og telja þeir að um sé að ræða mann úr áhöfn æfingaflug- vélar sem hrapaði á svæðinu 18. nóvember 1942. Flak flugvélarinn- ar og líkamsleifar fjögurra áhafn- armanna fundust árið 1947. Þó nokkrar herflugvélar hröp- uðu á þessum slóðum á fjórða og fimmta ára- tugnum. Ekki verð- ur hægt að segja hvort líkið sem fannst í vikunni sé af manni úr sömu áhöfn fyrr en búið verði að rannsaka það og greina. Samkvæmt upplýsingum frá bandarísk- um heryfirvöld- um hafa lík um f 88.000 banda- rískra hermanna aldrei fundist, flest- ir týndust hermenn- irnif í seinni heimsstyrj- öldinni eða 78.000. ■ Sierra Nevada fjallgarðurinn íKaliforníu. Hægt að skoða á netinu .c www.bmagnusson.is |c Pöntunarsími: 555-2866 a Fatalistinn Vetrartískan Litlar og stórar stærðir á alla fjölskylduna Kíktu á verðin! B. Magnússon Austurhrauni 3, Gbæ s:555-2866 Opið virka daga 10-18 lau.11-14 Erum að taka upp nýjar vðrur i verslun Sýrlendingar visa ásökunum á bug Leyniþjónustur Sýrlands ogLíbanon voru viðriðnar morðið á Rafiq Hariri, forseta Líbanons, samkvœmt skýrslu sérstakrar rannsóknar- nefndar Sameinuðu þjóðanna. Lahoud forseti Líbanons segist ekki œtla að verða við kröfum um afsögn. Álfabikarinn Hvað er Álfabikar? ' Margnota gúmmíbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. ' Hann er gerður úr 100% núttúrulegu gúmmíi, án allra aukaefna og veldur því ekki ertingu. 1 Endingartími Álfabikarsins er 10 ár og á honum er þriggja mánaða skilafrestur ef konur af einhverjum ástæðum geta ekki notað hann. JVlóðwmst Hamraborg 7 S: 564 1451 www.modurast.is Stjórnvöld í Sýrlandi vísuðu í gær á bug ásökunum um að leyniþjónusta landsins hefði átt aðild að morðinu á Rafiq Hariri, forseta Líbanons, í febrúar á þessu ári. Sögðu þau skýrsl- una vera illa unna og litaða af pólit- ík. Samkvæmt skýrsíunni sem unn- in var af sérstakri rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna voru háttsettir embættismenn í leyniþjón- ustu Sýrlands og Líbanon að öllum líkindum viðriðnir morðið á Hariri. Skýrsluhöfundar saka ennfremur stjórnvöld í Damaskus um að hafa reynt að tefja fyrir rannsókninni og trufla hana. „Líklegt má telja að ekki hafi verið hægt að taka ákvörðun um morðið án samþykkis háttsettra embætt- ismanna í leyniþjónustu Sýrlands og að ekki hafi verið hægt að skipu- leggja hana frekar án samvinnu við leyniþjónustu Líbanons," segir með- al annars í skýrslunni. Detlev Mehli sem hafði umsjón með rannsókninni afhenti á fimmtu- dag Kofi Annan , aðalritara Samein- uðu þjóðanna, skýrslu um morðið. — (búar í Beirút, höfuðborg Líbanon, ganga framhjá stóru veggspjaldi af Rafiq Hariri, for- seta landsins, sem myrtur var í febrúar á þessu ári Skýrslan er afrakstur rannsóknar sem staðið hefur í fjóra mánuði á sprengjuárásinni sem varð Hariri og 20 öðrum að bana í Beirút þann 14. febrúar síðastliðinn. Skýrslan var enn fremur send hinum 15 með- limum Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna áður en hún var gerð almenn- ingi opinber. Lahoud situr sem fastast I Líbanon urðu kröfur um afsögn Emile Lahoud, forseta landsins, sem þykir vilhallur Sýrlendingum, .V. il j| ^ ■# ri ■ háværar á ný í kjölfar fréttarinn- ar. Hann kvaðst í gær ekki ætla að verða við þeim kröfum. Morðið á Harari olli mikilli reiði í Líbanon á sínum tíma og margir grunuðu sýr- lensk yfirvöld um að hafa átt þátt að máli. Morðið flýtti jafnframt fyrir brottflutningi hersveita Sýrlendinga frá landinu eftir að hafa verið þar í tæp 30 ár. Stjórnvöld í Damaskus hafa þráfaldlega neitað að hafa átt nokkurn hlut að morðinu eða haft einhverja vitneskju um að til stæði að ráða forsetann af dögum. ■ ■■ IBB 1GB m m m m Ul BG: GO' ■■ m «■ IBS O-fraun^œr 12 í\ Opnunartími Sun - Fim 11 -22 Fös og Lau 11-23:30 1

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.