blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRETTIR LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaöiö Bílainnflutningur: Enn eykst bílainnflutningur frá Bandarikjunum ÚrVaI AÍ pOTTAplÖNTUIVI ClÍCÍCfVÆ Dollarinn fór niður fyrir 6o krón- ur í gær og hefur sjaldan verið lægri. Þeir sem standa í bílainn- flutningi frá Bandaríkjunum hafa ekki farið varhluta af þessu ástandi og segja má að sprenging hafi orðið á innflutningi bíla, sér- staklega stórra pallbíla og jeppa. ,Þetta er búið að vera ansi stöðugt síð- an dollarinn lækkaði í mars,“ segir Snorri Páll Jónsson, framkvæmda- stjóri hjá IB ehf, sem sérhæfir sig í innflutningi á bílum frá Bandaríkj- unum. „En þegar dollarinn fór nið- ur í 6i krónu í byrjun þessa mánað- ar þá merktum við kipp en það er erfitt að meta það strax hvaða áhrif lækkunin í gær mun hafa. Almennt er búinn að vera gríðarlega mikill innflutningur á bílum vegna sterkr- ar krónu síðustu misserin." Snorri sagðist ekki gefa upp neinar tölur í því sambandi. „Við erum í þeirri stöðu að við erum að keppa við um- boðin og við höfum engan áhuga á því að vera að gefa einhverjar tölur upp um hvernig gangi hjá okkur. En það hefur gengið mjög vel og sér- staklega hefur verið mikil aukning frá fyrra ári, og það mælist í tugum prósenta. Við erum búnir að vera í þessu síðan 1992 og þá hefur doll- arinn verið hár jafnt sem lágur. Allan þennan tíma höfum við verið að flytja inn bíla en við merkjum mikla aukningu á þessu ári og ég býst við að al- menn velmegun í þjóðfélaginu spili þar inn í og einn- ig staða krónunnar, það gefur auga leið.“ Snorri Páll segir því að styrking krónunnar komi sér vel fyrir þá sem standa í bílainnflutningi, „þetta eru góðar fréttir fyrir okkur, en maður siturbáðummeginviðborðið.maður er líka þjóðfélagsþegn sem sem þarf að borga skatta og skyldur og maður veltir fyrir sér hvar þessi ósköp öll enda.“ ■ Gallup gerir athuga- semdir við útvarpsþátt Útvarpsmenn á útvarpi X 97.7 voru áminntir af Gallup þegar þeir hvöttu mögulega þátttakendur í fjölmiðlakönnun til að skila inn dagbók- arkönnunum í skiptum fyrir vinninga. ,Við tókum effir því að útvarps- stöðvarnar hafa verið að gera vel við hlustendur sína með alls kyns gjöfum til þess að auka hlustun.“ segir Gunnar Sigurðsson, útvarpsmaður á stöðinni. ,“ Okkur datt í hug að til þess að ein- falda hlutina væri best að hlustendur sem lentu i könnun skiluðu bara inn dagbókarkönnunum sínum í skiptum fyrir vinninga og við myndum svo sjá um að fylla út könnunina og skila inn. Við gerðum okkur ekki grein fyrir al- varleika málsins, fyrr en Gallup hafði samband og að sjálfsögðu tókum við auglýsinguna úr spilun um leið og sú beiðni barst. Við viljum halda áfram góðu sambandi við Gallup og bendum þeim hlustendum okkar sem lenda í úrtaki á að fylla þessa könnun út eftir sinni bestu sannfæringu. Við munum héðan í frá gefa allar okkar gjafir án nokkura kvaða.“ Ég kom áleiðis skila- boðum um að þetta væri hvorki við- eigandi né leyfilegt,“ sagði Hafsteinn Einarsson hjá Gallup. ■ Baugsmálið: Björn skip- ar ríkissak- sóknara Siðmennt, félag siðrænna húmanista á fslandi, veitti í gær Samtökunum '78 húmanista- viðurkenningu ársins 2005 fyrir baráttu samtakanna fyrir almennum mannréttindum sam- og tvíkynhneigðra á fslandi. Þetta er i fyrsta sinn sem Siðmennt veitir verðlaunin en þau eiga að verða árlegur viðburður eftirleiðis. Sigurður Tómas Magnússon hefur verið si x aður sérstakur ríkissaksóknari til þess að fara með Baugsmálið. Bogi Nilsson hafði áður iy*i vanhœfan vegna tengsla við starfsmenn KPMG. I gær barst tilkynning frá Birni Bjarnasyni dóms og kirkjumálaráð- herra, þar sem hann skipaði Sigurð Tómas Magnússon, til að fara með embætti ríkissaksóknara í Baugs- málinu svokallaða. Það kemur því i hlut hans að fjalla um efni þeirra 38 liða í ákærunni gegn stjórnendum Baugs og endurskoðendum þeirra sem embætti ríkissaksóknara tók að sér eftir frávísun Hæstaréttar. Bogi Nilsson, rikissaksóknari lýsti sig vanhæfan í málinu tveimur dög- um eftir að dómur féll vegna tengsla við þrjá starfsmenn hjá KPMG, end- urskoðunarfyrirtæki Baugs. Um- ræður spunnust um það á þingi í vik- unni hvort Björn Bjarnason kynni að vera vanhæfur til þess að skipa saksóknara í málið. Björn vísaði þessum vangaveltum á bug og sagði þær hvorki styðjast við stjórnsýslu- lög, lögskýringar né dómafordæmi. Sigurður Tómas Magnússon er fæddur 15. júní 1960 og lauk laga- prófi frá Háskóla Islands vorið 1985. Hann hefur gegnt fjölbreyttum lög- fræðistörfum og var skipaður dóm- ari við héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. júní 1996 til dagsins í dag. Frá 1. nóvember 2004 hefur hann starfað sem sérfræðingur við lagadeild Há- skólans í Reykjavík í leyfi frá dóm- arastörfum. Sigurður Tómas hefur á undanförnum árum ritað greinar og unnið að rannsóknum á ýmsum sviðum lögfræðinnar og jafnframt sinnt margvíslegum trúnaðarstörf- um en hann var m.a. formaður dóm- stólaráðs frá 15. maí 1998 til 15. maí 2005. Hjá sérverslun Parka að Dalvegi 18 f Kópavogi bjóðum við upp á mjög mikið úrval af gegnheilu og fljótandi parketi ásamt parketvörum frá heimsþekktum framleiðendum. i húsiö Dalvegl 18 Fax: 564 3501 201 Kópavogur Netfang: parkiOparki.is Sími: 564 3500 www.parki.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.