blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 46

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 46
461 FÓLK LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER blaðiö SKUTL OG SKÚRINGAR Smáborgarinn í dag er bara vesæll blaðamaður á lúsarlaunum eins og flestir aðrir blaðamenn. Fjölskylda Smá- borgarans er ekki stór heldur saman stendur hún einungis af Smáborgaran- um og maka hans. Smáborgarinn á því einungis einn bíl sem hann deilir vitan- lega með maka sínum. Sem er svo sem ekki frásögum færandi nema það að maki Smáborgarans vinnur í öðru bæjarfélagi en Smáborgarinn og eru því stöðugar samræður daginn út og daginn inn um hver skal aka hverjum. Auk þess vinna Smáborgarinn og mak- inn á gjörólíkum tíma sólarhringsins. Bæði Smáborgarinn og makinn eru of snobbuð til að taka strætó enda gæti þá einhver álitið að þau ættu ekki bíl. Auk þess gæti maður þekkt einhvern (strætó sem myndi endanlega toppa skömmina. Þannig að Smáborgarinn og makinn sætta sig við núverandi ástand og ofnota bílinn. Þannig þarf Smáborgarinn stundum að vakna fyrir allar aldir til þess eins að aka mak- anum í vinnuna en Smáborgarinn fer svo beint heim í bælið aftur. Sá dúr endist þó ekki lengi því rúmlega klukkustund síðar þarf Smáborgarinn að hendast á fætur enda lætur vinnan ekki bíða eftir sér. Svo líður dagur, að venju mjög hratt, þar til Smáborgar- inn þarf að laumast úr vinnu sinni til að sækja makann um miðjan daginn. Eftir hefðbundinn koss og hvernig var í vinnunni spurningu þá hefjast umræður um hver skuli hafa bílinn til loka dagsins. Valið snýst annað hvort um að Smáborgarinn skutli makanum heim, sem makinn vill oftast þar sem hann getur þá slakað á það sem eftir lifir dags. Hins vegar getur makinn skutlað Smáborgaranum í vinnuna og sótt hann síðar um daginn. Síðari val- kostinn kýs Smáborgarinn jafnan enda sparar það honum tíma auk þess sem það er svo gaman að láta snúast í kring- um rassgatið á sér. Bílferðin fer því í rök- ræður um hver skal skutla hverjum. Oft- ar en ekki er ýmsu fögru lofað, svo sem nuddi, uppvaski og skúringum. Oftast fær Smáborgarinn að ráða enda heill- andi með eindæmum. En þó grunar hann að lokalausnin verði sú að bæta við bílakost fjölskyldunnar enda ekki endalaust hægt að múta makanum. HVAÐ FINNST ÞER? Pálmi Gestsson, leikari og „Forseti" Hvað finnst þér um op- inbera heimsókn forset- ans til Hafnarfjarðar? „Mér finnst allt gott um það að segja, það er stutt að fara og mér finnst það bara frábært. Ég sé hann bara fyrir mér næst heimsækja Álftanesið, Bessastaðahrepp, þá geta þau bara rölt þetta. Þannig að mér líst mjög vel á þessa þróun. Þetta er stutt og ódýr ferð, þægileg og auðvitað mun ódýrari en þegar hann er að fara í opinberar heimsóknir til útlanda. Forsetinn ætti að mínu mati að gera meira af þessu. Hann mætti alveg taka sig til og heimsækja nágranna sína í meira mæli.” Stökustund í umsjón Péturs Stefánssonar Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd botnar fyrripart V.L.: Það er ekki heiglum hent að hafa á mörgu skoðun. Enda er víða yfirspennt öfug siðaboðun. Auðunn Bragi Sveinsson: Flestu því semfer á prent fylgir nokkur ooðun. Guðni Þ.T. Sigurðsson: Hvað er lœrt og hvað er kennt, hvað er aðeins boðun? Magnús Hagalínsson: t einumflokkiflest er kennt -forrituð hugarboðun. Þ.Ó: Maðurgceti máske lent í málaferlaboðun. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd botnar: Margirstóðu fast í mót viðfækkun sveitahreppa. Frjálsum mönnumfínnst ei bót frelsi sínu að sleppa. Eða, svo úr verður víxlhenda: Og vildu ei bjóða rækt við rót raðuneytisleppa. Auðunn Bragi Sveinsson: Engirgræða á því hót, enda best að sleppa. draugur verðbólgunnar. Hennarsverð mun höggva’ísmátt heillagerðir kunnar. V.L. botnar áfram: Égheflabbað lífsins slóð laus við böl og trega. Einatt tignaðfögurfljóð ogfaðmað innitega. Þórir Jónsson á Ólafsfirði yrkir: Framsóknar erfylgi rýrt frama-þar er lítil von. Hefurftokk til Heljar stýrt Halldór nokkur Ásgrímsson. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir: Landsvirkjun af guðdómlegri gæsku gerir lón ogfyllir dali svaði. Og vill nú kenna vorri skólaæsku að veita drullunni á fleiri staði. Er Davíð kvaddi og hvarf afpólitíska sviðinu orti Arnþór Helgason: Virðast erfið verkalok, vandi er að hætta. Ýmsir fengu upp í kok, ~ afeh' ' aðra fékk hann kætta. Þ.Ó.: Þó sameiningin sýnist bót, sjá menn skoinn kreppa. Jóhanna Sigurðardóttir botnar: Lífið er ágættsvo er að sjá það sést a þessuog hinu. En reynum aðýmsu öðru’aðgá sem orsakar verkjahrinu. V.L. botnar: Tökin herðir dæsir dátt, Guðni Þ.T. Sigurðsson yrkir ritdóm um ræðu: Ræðan var ei rosafregn revndi á mannsins taugar. SKÍtlegt eðli skein ígegn skrautið, gamlir draugar. Sigrún Haraldsdóttir orti í haustregni: Á menú-i dagsins er mígandi regn og meðlætið kuldi og trekkur. Ogégþessi vindbarði þjóðfélags þegn þramma um andstyggðar brekkur. Sigrún yrkir: Slæma hefmig vanið við velmegunar lesti. Nú um lendar, læri ogkvið liggurgamalt nesti. í slyddurokinu um daginn orti Sigrún: Veðráttan er vond ogstríð, vökna hrelldar grundir. Slagviðri og slyaduhríð, slá mig utanundir. Ingólfur Smári Ármannsson yrkir: Ifjölmiðlunumfjasa menn ogfara yfir strikið. Það ersama sagan enn, sumir tala of mikið. Þrátt fyrir rómað góðæri þarfstöðugt að taka lán. Auðunn Bragi Sveinsson yrkir: Áður var því einatt spáð, allt hér myndi skána. En þó að sýnistþjóðin fjáð, þarfhenni að lána. í tilefni kvenréttindafrídagsins mán24okt. yrkirPétur: Kvenréttinda konur allar kunna’að mvnda betri heim. -Erþað syna hvað ýmsir “kallar” eru blindirgagnvart þeim. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd yrkir: Það erstarfi styrkjandi ogstuðningur vioBraga, aö vera alltafyrkjanm alla sína daga. Að þessari vísu kveðinni berum við fram fyrriparta vikunnar: Upp til heiða ýmsir skeiða ogþar veiða dægrin löng. Þó lífsins tími líði hratt lítumfram á veginn. Botnar, vísur og fyrripartar berist til: stokustund@vbl.is eða: Blaðið, Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur ! Aí netinu ' y ' i' />’>*> Á Björn Ingi Hrafnsson, aðstoð- armaður forsætisráðherra Ég er ákveðinn í að sækja dreng- ina mína í leiksskólann og skólann snemma á mánudag eða um hádeg- ið og reyna þannig að létta á starf- inu þannig að sem flestir sem vilja geti farið niður í bæ og tekið þátt í hátíðarhöldunum. Hvet ég sem flesta karla til að gera slíkt hið sama. Svo er reyndar aldrei að vita nema við feðgar laumumst niður í bæ og fylgjumst með herlegheitunum. Og tökum undir með dætrum þessa lands í réttmætum kröfum þeirra. www.bjorningi.is Einar K. Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra Það hafði nefnilega komið í ljós að forysta Samfylkingarinnar hafði önnur áhugamál. Þeim fannst líf- ið liggja við að ræða um mál sem tengdust málaferlum vegna Baugs. Þeim var greinilega skítsama um ómerkilega umræðu um vanda rækjuiðnaðarins. Enda eiga rækju- framleiðendur ekki fjölmiðla eins og Baugsmenn, sem geta hossað þeim sem þeir hafa velþóknun á. www.ekg.is Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur „Fátækt er meiri á Islandi en í nokkru hinna Norðurlandanna. T.d. er tvöfalt meiri fátækt á Islandi en í Noregi.Allt að 30% ellilifeyrisþega og 31% einstæðra foreldra lifa undir fátæktarmörkum á íslandi. I hinum norrænu löndunum búa 6,6-13,5% einstæðra foreldra við fátækt. Elli- lífeyrir er lægstur á íslandi af öllum Norðurlöndunum.“ www.bjorgvinsson.net Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur „Með því að draga Saddam Hussein fyrir þennan ólöglega dómstól eru þeir Bush og Blair enn einu sinni að beina athyglinni frá eigin stríðs- glæpum. Og að öllu leyti hefur ver- ið búið svo um hnútana að ekkert muni trufla sjónarspilið - engar óþægilegar spurningar um stuðn- ing vestrænna ríkja við Saddam á árum áður, um milljónirnar sem fórust vegna viðskiptabanns á írak eða þau hundruð þúsunda sem lát- ist hafa undir hernámsstjórninni. www.murinn.is eftir Jim Unger HEYRST HEFUR. Sigríður Árnadóttir, fyrrver- andi fréttastjóri á Stöð 2 hefur söðlað um og hafið nám í | , lögfræði í Háskól- ■ " "'T anum í Reykjavík. Þetta kemur fram í viðtali við hana í nýj- asta tölublaði Vikunnar. Hún segist vera komin í draumastöðuna og að líklega sé hún elsti nemand- inn í bekknum. Sigríður tjáir sig líka um brottreksturinn af Stöð 2 og segir hann hafa verið smekklausan af því að hún hafi verið að vinna gott starf. Hún hafi hins vegar líklega verið að þvælast fyrir þeim sem hefur einfaldan smekk... Reynir Traustason hefur nýlokið við umtalaða bók sína um undirheima Reykjavík- ur. Frægt var þegar hann var handtekinn á Keflavíkur- flugvelli með smáræði af fíkniefnum á sér, en hann sagðist hafa viljað fá “til- finningu” fyr- ir því hvernig það væri að flytja slík efni til landsins. Þórhallur Gunnarsson Kastljósmaður hef- ur síðan gert heimildamynd um bókina og Reyni. Bókin kemur út 10. nóvember og myndin verður frumsýnd á svipuðum tíma i kvikmyndahúsum og síð- an sýnd í sjónvarpi. Búast má við sprengiefni frá stjörnublaða- manninum. Pað verður að segjast eins og er að Sirkus blaðið hef- ur tekið miklum framförum á þeim stutta tíma sem liðinn er síðanMikaelTorfa- son tók við ritstjórninni. Blaðið er orðið efnismeira og þéttara en áð- ur og áhersla á klám og kynlíf er orð- ið minna áber- andi en áður. Það er vel. Athygli vekur hins vegar að ritstjórar blaða fyrir ungt fólk virðast almennt ekki endast lengi í starfi. Fyrir utan ristjóraskipti á Sirkus hefur verið tilkynnt um nýja ritstjóra í Málinu, sem Morgunblaðið gefur út. Engin regla er þó án undantekninga. Þær Steinunn Jakobsdóttir og Hrefna Sverrisdóttir hafa stýrt Orðlaus blaðinu með miklum sóma í þau þrjú ár sem liðin eru frá því blaðið kom fyrst út. m Ahorfendur sjónvarpsstöðv- anna sátu sem lamaðir af of stórum skammti af “raunveru- leikasjónvarpi” eftirfimmtudags- kvöldið. Fyrst var það Bachelor- inn á Skjá einum sem virðist vera að ná flugi eftir höktandi byrjun og siðan fylgdi Ástarfleyið á Sirkus eftir, en þeir þættir lofa góðu og það hefur greinilega verið vandað til þeirra. Og fyr- ir þá sem voru ekki búnir að fá nóg þá fylgdi hressilegur skammtur af Silviu Nótt á Skjá einum. Silvía kom sterk inn og þó seint sé hægt að flokka þætti hennar undir raunveruleika- sjónvarp þá passa þeir vel inn í fimmtudagsdagskrána. Eftir stendur að fimmtudagskvöldin eru að verða ein sterkustu sjón- varpskvöldin. a 3,

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.