blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 21

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 21
blaðið LAUGARDAGUH 22. OKTÓBER 2005 VIÐTAL I 21 99............................................................... „Vandinn ersá að annars vegar höfum við Sjálfstæðisflokkinn með allt sitt ofstæki og hins vegar er Samfylkingin sem ég botna ekkert í." í taumana. Þarna stóðu tvíburarnir, eins og fyrir framan aftökusveit, og biðu þess að vera grýttir með snjó- boltunum. Allt í einu tók ég ákvörð- un. Ég gekk til þeirra og stillti mér upp við hlið þeirra. Félagar mínir kölluðu á mig og sögðu að ég ætti að vera í réttu liði, hjá Flateyringunum. Ég neitaði og tvíburarnir voru ekki grýttir. Ég og þessir tvíburar urðum óaðskiljanlegir í nokkra mánuði. Svo fóru þeir suður og hurfu sjónum minum. Ég veit ekki af hverju ég brást við eins og ég gerði. Auðveld- asta leiðin hefði verið að halda sig í stóra hópnum. Ætli ég hafi ekki brugðist svona við vegna þess að ráð- ist var á mig fimm árum fyrr.“ í grimmum frumskógi Þú ert ekki langskólagenginti og eyddir mörgum árum á sjó. Er það reynsla sem hefur nýst þér sem blaðamaður? „Ég held að bestu blaðamennirnir séu þeir sem hafa gengið í gegnum skóla lífsins, kannski verið kennarar, jafnvel skipstjórar. Góður blaðamað- ur þarf að hafa tvennt: nef fyrir við- fangsefni og góðan orðaforða til að geta skrifað texta. Það eru til nokkr- ar tegundir blaðamanna á íslandi. I fyrsta lagi þeir sem hafa þessa tvo kosti. Svo eru aðrir blaðamenn sem búa yfir hvorugum þessara kosta og það eru afleitir blaðamenn. Enn annar hópur kann að skrifa íslensku en hefur engan skilning á viðfangs- efninu. Svo eru þeir sem skrifa gróf- an texta en hafa fréttanef og maður reynir að halda í þá. Það er nefnilega hugsanlega hægt að bæta íslensk- una þeirra en þú getur aldrei búið til fréttanef á þann sem er góður í íslensku en hefur enga tilfinningu gagnvart viðfangsefninu. Eg byggi minn grunn í blaða- mennsku á 25 ára sjómennsku. Þar þurfti ég, strax fimmtán ára gamall, að komast af í grimmum frumskógi þar sem mestu aumingjarnir voru traðkaðir niður í svaðið. Ég lærði vissa hörku og ákveðni og fór að rífa kjaft til að lifa af. Ég var um tíma formaður í Bylgjunni, skipstjóra og stýrimannafélaginu, þurfti að skrifa greinar í því starfi og lærði þannig að orða hugsanir mínir. Minn fer- ill í blaðamennsku hófst árið 1983. Mamma gamla var fréttaritari DV á Flateyri og þurfti eitt sinn að skrifa um mann sem var nærri drukkn- aður. Henni fannst þetta óþægilegt umfjöllunarefni og útnefndi mig sem fréttaritara. I byrjun fannst mér þetta fáránlegt því ég var úti á sjó vikum saman. Ég byrjaði þó að skrifa og fann að það átti vel við mig. Þetta var það sem ég vildi gera. Mér fannst það merkilegasta sem til væri að skrifa fjórdálkafrétt í DV sem margir læsu. Þetta er blaðamanna- bakterían sem sumir fá og aðrir ekki.“ Þú ert þekktur fyrir harðskeytta rannsóknarblaðamennsku. Hef- urðu ekki eignast marga óvini? „Einhvern tíma sagði ég að ég ætti vandaða óvini. Menn hafa orðið æva- reiðir og það hefur staðið í einhvern tíma en jafnað sig svo. Árni Johnsen var mér reiður vegna umfjöllunar um hans mál en við höfum hist eftir það og tekist í hendur. Jón Ólafsson varð mér sömuleiðis mjög reiður og kærði mig til lögreglu fyrir að hafa náð í pappíra, kvittanir sem sýndu að Skífan hafði gefið peninga til framboðs forsetans og stjórnmála- flokka. Síðan höfum við Jón Ólafs- son átt fínar stundir saman og fyrir nokkrum dögum heimsótti ég hann á heimili hans í London. Ég erfi það ekki við menn þótt þeir kæri mig. Menn koma og fara og flest grær um síðir.“ Handafli beitt gegn áfengi Þú drekkur ekki, var vín ekki einu sinni vandamál? „Ég hef aldrei verið örlagabytta en ég byrjaði mjög ungur að drekka, drakk hratt og mér til skaða og þá var allt þorpið lagt undir. Ég vissi ekki hvað ég sagði og vissi ekki almennilega hvað ég gerði. Ég var ekki mjög ofbeldishneigður en stundum þegar ég byrjaði að gera upp málin við hina og þessa á helg- arböllum endaði það með slagsmál- um. Þegar rann af mér eftir nætur- gamanið, sem stóð ekki nema eitt kvöld og eina nótt, þá var ég hálfur maður í tvo til þrjá daga á eftir. Ég þurfti oft að hringja í einhvern dag- inn eftir og biðjast afsökunar. Þetta gerðist ekki nema fimm til tíu sinn- um á ári en var fimm til tíu sinnum of oft. Þrítugsafmælið mitt hefur senni- lega verið fyllirí aidarinnar á Flat- eyri. Þar voru gerðar tvær sjálfsvígs- tilraunir og ein líkamsárás. Þetta var alvöruafmæli. Tæpum 10 árum seinna var ég að skandalísera ein- hvers staðar og hafði reytt marga til reiði. Þá settist ég niður, blind- fullur, og í áfengisvímunni hugsaði ég með mér: Þetta er vont. Það var á þessu augnabliki, aðfaranótt 23. apr- íl árið 1993 sem ég ákvað að hætta að drekka. Þar sem ég vissi að ég yrði hræðilega þunnur daginn eftir ákvað ég að drekka þann dag ískald- an Elefant sem ég átti í ísskápnum. Ég tók sömuleiðis þá ákvörðun að þegar ég hefði drukkið þann bjór þá myndi ég ekki smakka áfengi næstu tvö árin. Þetta gekk allt eftir. Ég vaknaði skelþunnur og titrandi af móral drakk ég bjórinn og það lagaði sálarástandið smávegis. Svo hætti ég. Tveimur árum seinna, 24. apríl 1995, framlengdi ég bindindið um ár og síðan hefur framlenging- in verið árlegur viðburður. Ein- staka sinnum hef ég reyndar ekki munað eftir 24. apríl. Ég hef aldrei skammast mín fyr- ir að vera alki. Ég og áfengið fórum djöfullega saman, þetta var hræði- legur kokteill. Ég þurfti þó engin hjálpartæki eins og AA-fundi til að hætta að drekka. Ég notaðist bara við handaflið.“ Þú ert vinnusamur, myndirðu lýsa þérsem vinnualka? „Já, en samt afskaplega lötum. Ég vinn eins og á sjónum. Ef fiskast þá vinnur maður þar til allt er komið í lest. Ef ekk- ert fiskast þá leyfir maður sér að vera latur. Ég hef gaman af því sem ég er að gera og ef ég byrja á einhverju þá verð ég að ljúka við það til að öðlast sálarró. Eftir að ég fór af sjónum yfir í blaða- mennskuna þá hefur mér varla leiðst eitt andartak - að frátöldum nokkrum mánuðum á DV þegar kommissarinn varþarstaddur.“ Ertu metnaðargjarn? „Ég þoh illa að tapa en þarf samt ekki endilega að vera langfýrstur í mark. Ég vil bara fá eitt af þessu: gull, silfur eða brons.“ kolbrun@vbl.is Rýmingarsala -90% afsláttur! skrifborð • skrifstofustólar • skápar • stólar • ofl. • frá 4.900 kr. mm Ath! Ekki missa af þessu. í dag laugardag er síðasti dagur rýmingarsölunar á húsgagnalager Pennans, Vesturvör 29 Kópavogi. Opið í dag frá kl. 10 til 16. IlUUM.E- Húsgagnalager Pennans, Vesturvör29, Kópavogi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.