blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 35

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 35
Börnin gleymast ekki í EPAL Tripp Trapp® -„vex“ með barninu Tripp Trapp® barnastólinn, hönnun Peter Opsvik og framleiðsla Stokke, hefur þann einstaka eiginleika að hann „vex“ með barninu sem getur farið að nota hann með öryggisslánni strax og það er fært um að sitja óstutt - venjulega 6-9 mánaða gamalt. Börn njóta þess að taka virkan þátt í lífi fjölskyldunnar og þá ekki síst þegar setið er við matborðið. Einmitt þess vegna er enginn bakki á Tripp Trapp stólnum heldur situr barnið við matborðið eins og aðrir í fjölskyldunni. Tripp Trapp stóllinn veitir barninu fullkominn stuðning á hvaða aldri sem það er, enda má hækka og lækka bæði sæti og fótafjöl eftir þörfum. Stóllinn kostar 13.980 kr., sláin 2.450 kr. og púði 3.500 kr. Margt má gera við Trioli-stólinn Finnski hönnuðurinn Eero Aarnio gleymir ekki börnunum eins og best sést á Trioli-stólnum sem ítalska fyrirtækið Magis framleiðir. Trioli má nota sem rugguhest og líka er hægt að stilla honum upp á tvennan hátt þannig að stólsetan er mishátt frá gólfi svo stóllinn hentar börnum á ýmsum aldri. Trioli-stóll kostar 12.800 kr. Puppies kallar Eero Aarnio þessa skemmtilegu fjölskyldu sem hér sést, tvo græna, misstóra hvolpa á göngu með móður sinni. Hvolparnir, sem fást bæði hvítir og grænir, eru heppilegir reiðskjótar fyrir lítil börn og þau hafa líka gaman að veltast með þá, þótt þeir séu reyndar ekki sérlega mjúkir viðkomu. Magnis framleiðir PUPPIES sem kosta 8.370 kr. Skeifunni 6, sími 568 7733/fax 5687744, epal@epal.is, www.epal.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.