blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaöiö Bílavarahlutir l.soo. l.ooo. 0.200. 7.100. Sla'rf) Oii(‘di 171 70101 I.SOO,- 171 0110 1 1.000,- ISl 0110 1 1.100,- 101 OlBll 0.000,- ■ Útvarpsstöð fyrir hunda og ketti Dýravinur í Kaliforníu hefur sett á laggirnar útvarpsstöð á netinu sem ætlað er að lífga upp á tilveru ferfætlinga. Stöðin ber nafnið og veffang- ið DogCatRadio.com og á að veita gæludýrum félagsskap með tónlist á meðan að eigendur þeirra eru í vinnu. Tónlistin sem Adrian Martin- ez, eigandi stöðvarinnar, telur að muni falla dýrunum í geð spannar allt frá Enya til hins sígilda slagara Elvis Presley „Hound Dog.“ Auk þess að leika tónlist, mjálm og gelt munu dag- skrárgerðarmenn stöðvarinnar veita dýraeigendum ýmis góð ráð varðandi ferfætta vini sína. Slökkviliðsmenn ráða niðurlögum eldsvoða í Aulnay-sous-Bois, einu úthverfa Parísar. af tveimur skotum að lögreglumönn- um en enginn særðist. í öðru hverfi, Aulnay-sous-Bois, náðu óeirðaseggir að leggja undir sig lögreglustöð í stutta stund og umturnuðu öllu innandyra. Þá var kveikt í íþróttahúsi og bifreiðaverk- stæði og spjöll unnin á verslunarmið- stöð. Fátækt og glæpir Öll hverfin eiga það sammerkt að þar búa einkum fátækir innflytjend- ur við slæman húsakost og mikið er um glæpi og óaldargengi. Kveikt var í að minnsta kosti 40 farartækjum, þar af tveimur strætisvögnum, og spjöll voru unnin á tveimur skóla- byggingum að sögn lögreglu sem handtók á annan tug. Hópur ung- menna neyddi starfsfólk franskrar sjónvarpsstöðvar til að yfirgefa bíl sinn sem síðan var kveikt í. Jacques Chirac, forseti Frakklands, hvatti fólk til að koma á friði á mið- vikudag og bæði Dominique de Vill- epin, forsætisráðherra, og Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra, hættu við fyrirhugaðar ferðir til útlanda til að taka á vandanum. Villepin sagði þinginu að ríkisstjórnin myndi tryggja almannareglu og beita þeirri hörku sem nauðsyn krefði til að ná því takmarki. ■ Leiðtogafundur Ameríkuríkja hefst í dag: Mikill öryggisviðbúnaður í Mar del Plata Ofbeldi og skemmdarverk í úthverfum Parísar: Ekkert lát á óeirðum Það logaði allt í óeirðum í nokkr- um úthverfum Parísar aðfararnótt fimmtudags, sjöunda kvöldið í röð. Óeirðalögregla vopnuð skjöldum og táragasi tókst á við ungmenni sem köstuðu steinum, flöskum og öðru lauslegu í átt að henni. í einu út- hverfanna La Courneuve var hleypt Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er í bænum Mar del Plata í Argentínu þar sem tveggja daga fundur leið- toga ríkja í Norður- og Suður-Am- eríku hefst í dag. Um 8.000 öryggis- verðir eru á vakt og víða er búið að koma upp vegatálmum. Hefðbundn- ir ferðamenn hafa yfirgefið bæinn en í þeirra stað er kominn fjöldi fólks sem hefur í hyggju að mót- mæla hnattvæðingu og Bandaríkj- unum en George Bush, Bandaríkja- forseti verður á meðal þátttakenda á fundinum. Skipuleggjendur eiga von á að um 40.000 manns taki þátt í mótmælunum og í þeirra hópi verð- ur meðal annars Evo Morales, hinn róttæki forsetaframbjóðandi í Ból- ivíu og hin fallna argentíska knatt- spyrnustjarna Diego Maradona. Starfsmenn neðanjarðarlesta- kerfis Buenos Aires borgar sögðust ætla að fella niður störf á meðan frá fimmtudegi til laugardags af ótta við árásir á meðan á heimsókn Bush stæði. Gestgjafarnir Argentínumenn vilja að leiðtogarnir leggi megin- áherslu á leiðir til að uppræta fátækt og skapa störf en talið er að við- skiptamál verði viðkvæmt málefni sem og spenna á milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Venesúela. ■ Öryggisviðbúnaöur hefur verið aukinn til muna í argentínska strandbænum Mar del Plata þar sem leiðtogafundur Ameríkurtkja hefst í dag. loftur.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.