blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaöiö Katalónía fær aukna sjálfsstjórn Spænska þingið hefur sam- þykkt að veita Katalóníuhéraði í norðausturhluta landsins aukna sjálfsstjórn. Samkvæmt lögunum verður hið efnaða hérað sérstök þjóð og fær rétt til að stjórna skattlagningu og breyta lögum sem þingið hefiír samþykkt. Eftir að umræður höfðu staðið í hálfan sólarhring voru lögin samþykkt með 197 atkvæðum gegn 146 en einn þingmaður sat hjá. Aðeins hinn íhaldssami Lýðflokkur var á móti lögunum en hann telur að þau kunni að leiða til sundr- ungar þjóðarinnar. Tillögu um að veita Böskum sjálfstæði var hafnað með yfirgnæfandi meirihluta af þjóðþinginu fyrr á árinu þar sem það bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Meira en hálf milljón starfa hefur tapast Rauði krossinn vill aðgang að föngum Pólverjar og Rúmenar neita ásökunum um að fangelsi CIA sé að finna innan landamcera þeirra. ■ Gervihnattamynd af húsasamstæðu í Afganistan sem grunur leikur á að sé eitt af leyni legum fangelsum Bandarísku leyniþjónustunnar. Alþjóða Rauði krossinn fór í gær fram á að fá aðgang að öllum út- lendingum sem grunaðir eru um að vera hryðjuverkamenn og eru í haldi Bandaríkjamanna. Dagblaðið Washington Post sagði í fyrradag að Bandaríska leyniþjónustan CIA héldi úti leynilegum fangelsum f átta löndum þar sem meintir hryðju- verkamenn væru í haldi og yfir- heyrðir. „Við höfum áhyggjur af afdrifum óþekkts fjölda fólks sem hefur verið fangelsað í hinu svo kallaða hnatt- ræna stríði gegn hryðjuverkum og er haldið á ótilgreindum stöðum,“ sagði Antonella Notari, aðaltals- maður Alþjóða Rauða krossins við Reuters-fréttastofuna og bætti við að það væri algert forgangsatriði að fá aðgang að föngum og eðlilegt framhald af starfi samtakanna f Afg- anistan, írak og Guantanamo-flóa á Kúbu. Pólland og Rúmenía neita ásökunum Pólverjar og Rúmenar, nánir bandamenn Bandaríkjanna í Aust- ur Evrópu, neituðu í gær að löndin væru meðal þeirra sem hefðu leyft CIA að setja upp leynileg fangelsi á sínu landssvæði. Samtökin Hum- an Rights Watch höfðu haldið því fram að fangelsin væru í löndun- um tveimur og einnig í Jórdaníu, Egyptalandi, Marokkó og Afgan- istan og byggðu þau tölurnar á upp- lýsingum úr flugbókum. ■ Tala starfa sem hafa tapast í kjölfar þess að fellibyljir hafa gengið yfir Mexíkóflóa komst upp í 521.400 í síðustu viku þeg- ar uppsagnir vegna fellibylsins Wilmu voru skráðar í fyrsta sinn. Um 18.000 uppsagnir bættust við í tengslum við feUibylina Rítu og Katrínu og 1400 í tengslum við Wilmu samkvæmt gögnum Vinnu- málastofnunnar Bandaríkj- anna. Þrátt fyrir að um 19.400 atvinnulausir hafi verið skráðir á einni viku hafa ekki jafnfáir verið skráðir atvinnulausir í tengslum við bylina á þeim níu vikum sem áhrif þeirra á vinnu- markaðinn hafa verið könnuð. Japanir þrýsta á Norður-Kóreumenn Japanir og Norður-Kóreumenn hafa tekið aftur upp viðræður sem miða að því að bæta samskipti þjóðanna sem hafa verið heldur stirð. Aðal- umfjöllunarefni viðræðnanna sem fara fram í Peking í Kfna eru afdrif japanskra borgara sem Norður-Kór- eumenn námu á brott á áttunda og níunda áratugnum. Yfirvöld í Norð- ur-Kóreu viðurkenndu árið 2002 að hafa rænt 13 Japönum og notað þá til að þjálfa njósnara á sínum vegum. Fimm þeirra var síðar leyft að snúa aftur til síns heima en Norður-Kór- eumenn segja að hinir séu látnir. Jap- anir telja þó að þeir og hugsanlega margir til viðbótar kunni enn að vera á lífi í Norður-Kóreu. Viðræður þjóðanna um málið runnu út í sand- inn fyrir tæpu ári eftir að Japanir sökuðu Norður-Kóreumenn um lyg- ar. Yfirvöld í Tókýó hafa hótað að beita Norður-Kóreu refsiaðgerðum verði málið ekki leyst og Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði við fréttamenn að Japanir myndu áfram beita Norður-Kóreu- menn þrýstingi út af afdrifum hinna týndu þegna sinna. Son II Ho, embættismaður utanríkisráðu- neytis Norður-Kóreu, talar við fréttamenn við upphaf fundar Japana og Norður-Kór- eumanna um afdrif japanskra ríkisborg- ara sem Norður-Kóreumenn rændu á áttunda og níunda áratugnum. Leiðtogi A1 Kaída hand- tekinn Maður sem grunaður er um að tilheyra A1 Kaída-hryðjuverka- samtökunum var skotinn til bana í Pakistan í vikunni og annar handtekinn sem grunur leikur á að gegni lykilstöðu í neti samtak- anna í Evrópu. Þriðji maðurinn var einnig handtekinn í áhlaupi öryggissveita í borginni Quetta, höfiíðborg Baluchistan-héraðs. Háttsettur embættismaður sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að verið væri að rannsaka hvort að einn hinna handteknu væri Mustafa Set- marian Nasar sem grunaður er um að hafa leikið lykilhlutverk í árásunum í Madrid 11. mars 2004 sem urðu 191 að bana og slösuðu meira en 1500. Leyniþjónustufúlltrúi í borg- inni Quetta sagði að sá sem hefði fallið hefði verið Sádí- Arabíubúinn Shaikh Ah Mo- hammed al-Salim sem búið hefði með Nasar. 1 fyrra hétu bandarísk stjórnvöld 5 milljón Bandaríkjadala verðlaunum hverjum þeim sem gæti veitt upp- lýsingar sem leiddu til handtöku Nasars sem einnig er þekktur undir nafninu Abu Musab al-Suri. Unglingur særist í Jenin Israelskir hermenn særðu palestínskan unghng alvarlega á Vesturbakkanum í gær. Hersveit- ir Israelsmanna skutu í átt að unglingum sem köstuðu steinum í átt að þeim á meðan þær reyndu að handtaka vígamenn í borgmni Jenin. Drenguriim særðist á höfði og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.Átök- in voru þau verstu á svæðinu síðan vopnahlé komst á fyrir níu mánuðum. Ahlaupum ísra- elskra hersveita á bæi og þorp á Vesturbakkanum hefur fjölgað eftir að fimm manns fórust í sjálfsmorðssprengjuárás Jiliad- samtakaima í síðasta mánuði. iuimvfwm Krossinn | Hlíðarmári 5-7 | Kópavogur | sími 5543377 | www.krossinn.is r með Gospel Invasion Group. Gestasöngvari verður Jónsi I svörtum fötum. Frítt inn! Gospel Invasion Groupspilar. Dr Richard Perinchief talar. Gospel Invasion Group spilar. Dr Richard Perinchief talar. Krossinn Allir eru hjartanlega velkomnir! | KROSSINN www.krossinn.is Dalai Lama leitar stuðnings Bush Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets, mun fara þess á leit við George Bush, Bandaríkjaforseta, að hann hvetji Hu Jintao, for- seta Kína, til að auka sjálfstjórn Tíbeta. Fundur Bush og Dalai Lama fer fram á meðan á tíu daga heimsókn trúarleiðtogans til Washington stendur en hún hefst þann 8. nóvember næstkomandi. Lodi Gyaltsen Gyari, sérlegur sendifulltrúi Dalai Lama, sagði að hann myndi leggja á það áherslu á fundi sínum með Bush að Tíbetar sæktust ekki eftir sjálf- stæði heldur „réttinum til sjálfs- stjórnar.“ Hann bætti við að Bush hefði sýnt málinu stuðning og fyrir hann væru Tíbetar honum þakklátir. „Hann gerir það ekki vegna þess að hann er fylgjandi Tíbet eða andvígur Kína heldur vegna þess að hann skilur að með því að leysa Tíbet-málið verður hægt að koma á meira jafnvægi í héraðinu," sagði hann. Bush hefur tvisvar áður fund- að með Dalai Lama og vakti reiði kfnverskra stjórnvalda f bæði skiptin. Búist er við að málefni Tíbets verði tekin fyrir á fundi Bush og Hu í Peking sem hefst þann 19. þessa mánaðar. ■ Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets, mun funda með George Bush, Bandaríkja- forseta, á næstunni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.