blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaðiö Tceknifrjóvganir: Matarskattur Sýnum styrk sjálfstæðismanna og tökum þátt í prófkjörinu - taktu afstöðu og vertii með TWIINLAB Von um farsæla nið- urstöðu Það hefur vakið athygli að það fé sem ætlað var til tækniífjóvgana í ár hrökk engan vegin til. Núgild- andi samningur rennur út innan tíðar og viðræður standa yfir um nýjan samning„Við erum í viðræðum við ráðuneytið á mjög góðum nótum og það er allra vilji fyrir því að reyna að leysa þessi mál,“ segir Kristinn Jón Eysteins- son, formaður Tilveru, samtaka fólks gegn óffjósemi.„Viðræður eru ekki komnar á lokastig ennþá, en við erum bjartsýn um að þetta mál verði leyst fljótlega.“ Kristinn segir málið snúast um tvennt. „Annars vegar er verið að tala um væntanlega aukið ff amlag til næstu ára, hitt máhð er að gera upp það sem vantaði upp á á þessu ári. Eftir að peningarnir kláruðust þá hafa aÚir verið rukk- aðir og það verður gert þangað til það koma meiri peningar í þetta en eins og staðan er núna er ekkert komið á hreint með þetta annað en það að það er vilji fyrir því að leita lausna til að lagfæra þetta.“ Kristinn segist ekki geta nefht neinar tímasetningar í því sambandi. „Ég á von á því að lausn verði fiindin á málum aftur í tímann mjög fljódega. Það er hinsvegar þannig að eins og kerf- ið virkar þá gengur þetta hægt. Samningur þessa árs rennur út þann tófit a þessa mánaðar og við væntum þess að nýr samningur verði í höfn fyrir þann tíma. Við erum í algjörlega lausu lofti effir þann tíma og það er algjörlega óásættanlegt frá okkar hálfu ef ekki verður búið að skrifa undir nýjan samning fyrir þann tíma. Samkvæmt viðræðum okkar við yfirvöld er ekki annað að heyra en að það sé mikill vilji fyrir hendi til að leysa málin.“ þegar árangurinn skiptir máli ■ÖFLUGT FITUBRENNSLUEFNI ■AUKINN KRAFTUR Á ÆFINGUM r: Apótek og heilsustöðum www.medico.is Akralind 3 - 201 Kóp Betra að hækka matarskatta en lækka Lögreglan á Blönduósi: Verðlaunuð fyrir vasklega framgöngu við að sekta Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að lög- reglan á Blönduósi hefur verið flestum öðrum embættum fremri við að nappa menn við of hraðan akstur. Þessi fram- ganga hefur ekki farið fram hjá dómstnálaráðherra sem hefur ákveðið að verðlauna embættið með þeim hætti að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaða verður sett upp á Blönduósi. 1 tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að markmið breytinganna sé að samræma, einfalda og efla inn- heimtu sekta og sakarkostnað- ar á öllu landinu. Einnig kemur fram að breytingunni sé ætlað að efla sýslumannsembættið á Blönduósi „sem lengi hefur getið sér gott orð fyrir skilvirka framgöngu á þessu sviði." Mið- að er við að innheimtustöðin geti tekið til starfa á næsta ári. Eins og staðan er í dag annast allir lögreglustjórar á landinu innheimtu sekta og sakarkostn- aðar og verður staðið þannig að flutningi verkefnisins að ekki komi til uppsagna annars stað- ar. Síminn: Ný starfsstöð á Akureyri Síminn hyggst flytja hluta af starfsemi söluvers síns til Akureyrar um leið og það verður stækkað. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Áætlað er að þessi flutningur muni skapa um 16 hlutastörf á Akureyri á næstunni og mui ungt fólk sérstaklega vera hvatt til að sækja um þau. Lækkun matarskatts skilar sér meira til þeirra tekjuhærri í krónum talið heldur en til þeirra sem minna eiga. Þetta kom fram í skýrslu Rann- sóknarseturs verslunarinnar um neysluskatta sem kynnt var á árs- fundi setursins á Grand Hótel í gær. Það var Jón Þór Sturluson, forstöðu- maður Rannsóknasetursins, sem kynnti skýrsluna en þar er lagt til að afnema beri vörugjöld til að stuðla að auknu gegnsæi í skattlagningu og þ.a.l. aukinni skilvirkni. Tekjumeiri græða í skýrslunni kemur fram að land- búnaðarvörur sem framleiddar eru hér á landi eru mun hærra skattlagð- ar en í nágrannalöndum okkar. Á móti kemur að matvörur á borð við ávexti, kaffi og sykur sem ekki eru í beinni samkeppni við innlenda aðila eru tollfrjálsar. Þá kom fram að þeir tekjulægstu eyða hlutfalls- lega jafnmiklu af tekjum sínum og þeir tekjuhæstu í neyslu matar og drykkjarvara eða um 15,5%. Væri matarskattur lækkaður mundi sú lækkun því skila sér meira í krónum talið til þeirra er meira eiga. Því er Legó í 50 ár Danska leikfangafyrirtækið Lego fagnar nú fimmtíu ára afmæli á fslandi. Af því tilefni opnaði í gær sérstök Legósýning í Smáralindinni. Byrjað var að selja Lego leikföng á fslandi í ársbyrjun 1955 en á þeim tfma voru í giidi ströng innflutning- slög og háir tollar. Af þeim sökum var grip- ið til þess ráðs að framleiða leikföngin hér innanlands og hélst sá háttur á allt til ársins 1977 þegar framleiðslan var flutt til Danmerkur. það niðurstaða skýrslunnar að eðli- legra væri að hækka matarskatt og neysluskatta almennt en þess í stað afnema vörugjöld og lækka tekju- skatt þar sem sú leið væri betur til þess fallin að efla sparnað, stækka fjármagnsstofn þjóðarinnar og þar með efla hagvöxt og kaupmátt. Pólitískt sjálfsmorð 1 máli Árna M. Mathiesen, fjármála- ráðherra, á fundinum kom fram að ríkisstjórnin hefði það markmið að lækka skatta og helst væri horft til tekjuskatts í því samhengi. Hann taldi þó frekar ólíklegt að samstæða næðist um það í þjóðfélaginu að hækka skatta á matvörum og benti á að slíkt hefði ávallt verið óvinsælt og mundi jaðra við pólitískt sjálfs- morð. Þá gagnrýndi Sigurður Jóns- son, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, skattakerf- ið og taldi það bæði vera of flókið, óréttlátt og ýta undir skattsvik. Hann sagði það skekkja samkeppnis- stöðu fyrirtækja og mikilvægt væri að tollar og vörugjöld á matvælum yrði afnumin. Vörugjöld á áfengi eru hæst hér og í Noregi samkvæmt skýrslu Rannsóknarseturs versl- unarinnar Kristján (iuðmundsson, trésmiður oj> varaborgarfulltrúi er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins - Hann er í skipulagsráði, og framkvæmdaráöi Reykjavíkurborgar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.