blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 2
.2.10 2 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaöiö SUSHI T R H I n OPNAR1. DESEMBER [LÆKJARGATA] Viðskipti Góð afkoma Spron Hagnaður Spron fyrstu níu mánuði ársins nam um 2,7 milljörðum fyrir skatta eða um 2,2 milljörðum eftir skatta. Þetta kemur fram í uppgjöri bankans fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs. Þar kemur einnig fram að hagnaður fyrir þriðja ársfjórðung fyrir skatta er 805 milljónir eða um 676 milljónir eftir skatta. Arðsemi eigin f]ár var 51,5% á tímabil- inu og eigið fé f lok þess um 9 milljarðar og hefur hækk- að um rúma þrjá milljarða á þessu ári. Heildarinnlán Spron námu 37 milljörðum og hækkuðu um 1,7 milljarð. Flugöryggi Bíða við- bragða Geirs Slökkviliðsmenn hafa fengið lítil viðbrögð við ályktun sinni um ástandið á Keflavíkurflugvelli. Vernharð Guðnason formaður LSS segist lítið hafa heyrt annað en viðbrögð Flugvallarstjóra vall- arins.„Flugvallarstjórinn hefiir sagt að ekkert sé að, en hann er auðvitað á launum við það. Hann viðurkenndi þó að þetta væri lækkað þjónustustig og ef mönnum finnst það eðlilegt þá segir það ákveðna sögu.“ Skapti Þórisson er slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er bara sama staðan og verið hefur. Við höfum reynt að ná eyrum ráðherra. Við reyndum í heilt ár að ná tali af Davíð Oddssyni en hann svaraði okkur ekki fyrr en daginn sem hann lét af störfum. Við þyrftum að fá að ræða við ut- anríkisráðherra um allskonar mál sem eru í gangi hér á vellinum. Við bjuggumst svo við því að Geir myndi bara kalla okkur á fund eftir þessa ályktun. Við höfúm miklar áhyggjur af þessu máli og flugmenn hafa lýst sig sammála okkur. Flugumferðarstjórar gerðu slíkt hið sama þegar ég hafði samband við þá.“ Ekki náðist í utanríkisráðherra vegna málsins. Breytingá lögum um fœðingarorlof: Greiðsla í fæðingarorlofi í raun 70% af tekjum Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýnir breytingar áfæðingarorlofi. Einstaklingum sem eignast börn með stuttu millibili er refsað í nýju lögunum. Breytingar á lögum um fæðingaror- lof um síðustu áramót hafa þau áhrif að greiðslur til nýbakaðra foreldra nema aðeins um 70% af tekjum í stað 80% eins og verið hafði áður. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður. „Það er alveg ljóst að það er verið að grafa undan lögunum með þessum breytingum og markmiði laganna er stefnt í tvísýnu“ segir Jóhanna. Eftir breytinguna eru tekjur síðustu tveggja framtalsára lagðar til grund- vallar útreikningum Tryggingastofn- unar á upphæð launa í fæðingaror- lofi, í stað 12 mánaða fyrir fæðingu barns áður. Þetta þýðir til að mynda að ef kona eignast barn í dag eru tekjur hennar í fæðingarorlofi reikn- aðar út frá tekjum hennar árin 2003 og 2004. Tapa á því að eignast börn með stuttu millibili Blaðið ræddi við konu sem eignaðist barn árið 2003 og á von á öðru barni á næstu dögum. Sú sagðist hafa tekið þá ákvörðun að taka árs leyfi á 50% launum eftir fæðingu fyrsta barns síns, sem þýddi að tekjur hennar ár- ið 2003 námu um 100.000 krónum á mánuði. Hefðbundin laun hennar eru hinsvegar mun hærri, og miðað við útreikninga hennar verður hún af um 40.000 krónum í útborguðum launum vegna áðurnefndrar laga- breytingar. Blaðið hefur ennfremur heimildir fyrir því að einstaklingar hafi hrein- lega hætt við töku fæðingarorlofs vegna þess hversu mikil launaskerð- ing þeirra verður. ÚtreikningarVR Blaðið fékk Verslunarmannafélag Reykjavíkur til að sýna svart á hvítu hvaða áhrif þetta gæti þýtt. I þeim útreikningum var miðað við 232.000 kóna mánaðarlaun 2005, sem hefðu hækkað frá árinu 2003 í samræmi við meðal kjarahækkanir VR. Útreikningur VR sýnir að sá einstaklingur fengi um 20.000 lægri greiðslu en hann hefði fengið fyrir breytingu á lögunum. Þá er ekki gert ráð fyrir að aukið frí hafi verið tekið á fæðingarorlofstímabili. ■ Fram kemur hjá einum viðmælanda Blaðsins að hann hafi orðið af um 40.000 krónum í útborguðum tekjum vegna breytinga á fæðingarorlofslögum. Yfirtökunefnd: Fylgist áfram með FL Group en segir ekki tilefni til aðgerða Viðar Már Matthíasson, formaður Yfirtökunefndar, telurað breytingar á yfirstjórn FL Group og fyrirhuguð hlutafjáraukninggefi ekki tilefni til afskipta nefndarinnar að svo stöddu Viðar Már segir ekki hafa orðið þær breytingar á eignarhluta stærsta hluthafa, sem kalli á umfjöllun Yf- irtökunefndar. „En við fylgjumst grannt með félaginu hér eftir sem hingað til.“ Það eitt að farið sé út i hlutafjáraukningu með takmörk- unum eða að ný stjórn sé kjörin af meirihluta hluthafa þurfi ekki að hafa nein áhrif í þá veru. 1 lögum um verðbréfaviðskipti eru ákvæði um yfirtökuskyldu. Þetta ákvæði er sett til þess að vernda litla hluthafa fyrir yfirgangi hinna stærri, en miðað er við að yf- irtökuskylda vakni ef einn aðili eða hluthafahópur í samfloti nær 40% atkvæðisréttar í félaginu eða hefur vald til þess að tilnefna eða setja af meirihluta stjórnar. Stjórnir oft sjálfkjörnar I sumar urðu verulegar breytingar á eignarhaldi hluta í FL Group og kannaði Yfirtökunefnd þá hvort yf- irtökuskylda hefði myndast. Niður- staða hennar var að svo hefði ekki verið, þar sem ekki væri sýnt að meirihluti eigendanna hefði haft með sér samstarf um að ná yfirráð- um yfir félaginu. Eins voru margvís- leg eignavensl þeirra ekki talin með þeim hætti að líta bæri á þá sem eina heild. Viðar Már segir að það sé alls ekki óvenjulegt að stjórnir hlutafé- laga séu sjálfkjörnar eftir framboð eða tilnefningu meirihluta eigenda. ,Það að menn séu samstíga eða hafi samið um slíkt fyrir fram, þarf ekki að þýða að þeir séu í samfloti í skiln- ingi laganna. Þar þarf að uppfylla önnur skilyrði.“ Hann bendir á að það sé síður en svo fátítt eða bundið við Island, að minni hluthafar hafi sig lítið í frammi við slíkar ákvarð- anir eða á hlutahafafundum yfir- leitt. „Markmið ákvæðanna um yfir- töku hlutafélaga eru að vernda aðra hluthafa en hinna ráðandi, einkum hinna smærri, sem oft hafa mjög takmörkuð áhrif á gang mála. I þessu tilviki hafa menn ekkert áþreifanlegt fyrir sér um að Odda- flug [félag Hannesar Smárasonar forstjóra] tengist öðrum stórum eigendum með þeim hætti að yfir- tökuskylda myndist," segir Viðar Már. Aðspurður segir hann að slík tengsl kunni að vera milli annarra stórra eigenda og að nefndin muni hafa auga með því. ■ G) Heiðsklrt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað Rigning, lítilsháttar v'/ý Rigning 9^2 Súld Snjókoma Slydda Snjóél ^ ’ Skúr Amsterdam 13 Barcelona 20 Berlín 14 Chicago 12 Frankfurt 13 Hamborg 13 Helsinki 09 Kaupmannahöfn 13 London 13 Madrid 12 Mallorka 22 Montreal 03 New York 11 Orlando 17 Osló 10 París 13 Stokkhólmur 11 Þórshöfn 06 Vín 11 Algarve 18 Dublin 09 Glasgow 11 0° Breytileg '// / // '// / // 3° /// / / -2° Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands 1° / / 3° -2°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.