blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 46

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 46
46 I FÖLK FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaðið STJÓRNMÁLA- FÓLK ER EIGIN- GJARNT OG LYGIÐ * Einstaka sinnum kemur það fyrir að Smáborgarinn verður orða vant, eins og í dag, Smáborgarinn hefur í raun ekkert að segja, það er ekkert sem liggur á honum. En pistillinn verður að birtast engu að síður svo Smáborgar- anum verður að láta sér detta eitthvað í hug. Hugmyndaleysi Smáborgarans á sér kannski samfélagslegar skýringar, I kannski er bara ekkert að gerast í þjóð- félaginu. Thelmu-málið er dautt og allir löngu búnir að gleyma þeim tug- um barna sem eru misnotuð daglega. Vitanlega vorkenndum við Thelmu " og dáðumst að henni fyrir dugnað sinn en við nennum nú ekki að hugsa í um slfkt volæði á hverjum degi, þrátt j ; fyrir að það gæti bjargað einhverjum börnum úr prísundum. Sveitarstjórnar- I kosningar eru framundan og við getum ekki snúið okkur við án þess að sjá risastórt andlit frambjóðenda „ sem eru að ota sínum tota og freista þess að vinna kosningar sinna flokka. Flestir frambjóðendurnir, að mati Smá- borgarans, eru eiginhagsmunaseggir j og einungis í framboði til að hagnast | sjálfum sér. Öll umræða er um að þessi frambjóðandi ætli að laga samgöngur, þessi ætli að taka til í leikskólamálum bæjarfélagsins og enn annar ætli að skoða launamálin. Allt er þetta bull og vitleysa. Um leið og þetta fólk er kom- ið í feitu sætin í borgar-eða bæjarstjórn þá gleymir það kjósendum sínum eins hratt og innistæðan I bankanum hækk- ar.En það er alltaf gott að sitja íþessum stjórnum því þá er hægt að redda vin- um og fjölskyldumeðlimum um greiða. Smáborgarinn er gamall Kópavogsbúi og ber taugar til gamla bæjarins, þrátt fyrir að vera fluttur. Einhvem veginn , tekst Kópavogsbúum alltaf að kjósa einhverja vitleysinga í bæjarstjórn en Smáborgarinn er fullur vonar að I þetta skipti verði breyting á. En óttinn býr alltaf undir niðri og Smáborgarinn ótt- ast sérstaklega að brosmildur maður á grænum væng komist áfram enda ' er sá maður þekktur fyrir að hygla fjöl- skyldu og vinum. En til að enda þenn- f- an pistil á jákvæðum nótum þá vill Smáborgarinn gleðjast með yfirmönn- um KB-banka sem græddu hundruð milljóna. Það eralltaf gaman þegarfólk græðir fullt af peningum vegna vafa- I samra og siðlausra samninga. HVAÐ FINNST ÞER? Össur Skarphéðinsson, alþingismaður. Hvað finnst þér um fréttir af fangaflutningum CIA? „Mér finnst að utanríkisráðherra eigi þegar í stað að banna allar heimildir, til þeirra flugvéla sem vitað er að hafa tekið þátt í þessum ólögmætu fangaflutningum, til lendingar eða yfirflugs hér á landi. Það er svarta lágmark. Ég tel að það sé allsendis óverjandi að minnsti grun- ur leiki á að ísland sé misnotað til þess að flytja meinta hermdarverka- menn til landa þar sem hugsanlega er beitt pyntingum við yfirheyrslur. Ég tel því að við eigum að stappa rækilega niður fæti og láta Bandaríkja- menn heyra það með óþvegnum hætti hversu óstinnt við tökum þessum meintu brotum. Þess vegna tel ég að Alþingi eigi að samþykkja ályktun þar sem því er lýst að ekki komi til greina að ísland tengist slíku athæfi á nokkurn hátt.“ Pamela á móti leðri Pamela Anderson er ein þeirra stjarna sem veit hvað hún vill. Hún er mjög á þarflausum drápum á dýrum og nú hefur hún skrifað til bílaframleiðanda Mercedes-Benz um að framleiða dýravingjarnlegri gerð af lúxuskerrum þeirra. „Dýr sem drepin eru vegna skinnanna þjást vegna einangr- unar, hræðslu og kvalafullra misþyrminga á meðan á flutningi og slátrun stendur, og vöntunar á öllu því sem er náttúrulegt“, skrifaði Pamela til yfirmanns hjá Daimler-Crysler samsteyp- unni. „Ég vil ekki eiga neinn þátt í þessu ferli, en mig langar í Bens. í dag finnst fólki leður ekki endilega vera dæmi um lúxus, heldur dæmi um dautt illa lyktandi skinn.“ bætti hún við. Talsmaður dýraverndunarsamtakanna PETA sagði að Mercedes-Benz hefði tekið mark á þessari athugasemd og í framtíðinni væru allar gerðir bíla þeirra framleiddar leðurlausar. Ozzy heiðraður Ozzy Osbourne og hljómsveit hans Black Sabbath hljóta inngöngu í Heiðurs- klúbb breskrar tónlistar, UK Music Hall Of Fame. Ozzy hafði þetta um málið að segja: „1 fyrsta skipti á ævinni er ég orðlaus, en mjög hamingjusamur og glaður með þetta og að sjálfsögðu er þetta heiður“. Hann íekur við verðlaununum ásamt Bob Dylan, Pink Floyd, Jimi Hendrix, New Order, The Who og The Kinks. John Peel heitinn verður gerður að sérstökum heiðursmeðlimi. Athöfnin mun eiga sér stað í Alexandra Palace í London, þann 16. nóvember næst- komandi. Posh segir David dressa sig upp Victoria Beckham hefur viðurkennt að hún leyfi manni sínum David Beck- ham að velja á sig föt. Hún segir uppáhalds klæðnað sinn á árinu vera bláan og hvítan kjól frá Roberto Cavalli, sem hún klæddist á dansleik sem Elton John hélt. Þegar hún var spurð hvers vegna hún hafi ákveðið þennan kjól svaraði hún: „David finnst hann svo flottur. Hann ákveður oft í hvað ég eigi að fara.“ Victoria segir líka að hún vilji gjarnan að David gangi í Speedo-fötum, en ann- ars fari allt honum vel. Atnetmu Eitt sinn yfirheyrði ég samtal tveggja manna þar sem annar var að tala um uppgang sinn í opinbera geir- anum og gaf hinum yngri, sem var að feta sín fyrstu fótspor í opinbera geiranum ráð. Ég læt hér með fylgja njósnir mínar af þessum fundi til * að gefa fólki innsýn í hugarheim hins opinbera starfsmanns. Sá eldri byrjaði: - „Komdu þér strax inn og reyndu að fá starf sem ‘verkefna- stjóri’ yfir mjög illa skilgreindu verk- efni. Skilaðu síðan strax inn skýrslu þar sem þú ferð fram á heimild til þess að ráða aðstoðarmann til þess að sinna jafn viðamiklu verkefni" Ég fór að velta því fyrir mér hversu illa ég þoli opinbera starfsmenn. Það er ekki vegna þess að ég telji að þeir séu vont fólk eða illa uppaldar mann- eskjur. Það er einfaldlega vegna kerf- isins sem þeir vinna í. Kerfið er alger v plága á þjóðfélagið. - „Þegar þú ert kominn með þennan aðstoðarmann þá skaltu fá hann í það verkefni að - finna fleiri verkefni svo þú getir rétt- lætt það að ráða fleiri starfsmenn. Þegar þeir eru komnir þá ert þú allt í einu orðinn stjórnandi og þarft að hækka í launum“. Kerfið virkar þann- ig að eftir því sem þú hefur meiri mannráð og fjárráð, þess miklu valdameiri og hærra í kerfinu ertu. Það er því markmið hvers metnaðar- fulls manns sem hefur vinnu hjá hinu opinbera að fá eins mikið fé og mögu- legt er í sitt svið og hafa eins mikið af starfsfólki og mögulegt er. - „Fljót- lega kemur í ljós að það þarf að bæta vinnuferla, auka kynningarstarf og efla móralinn á vinnustaðnum. Þá geturðu farið í að ráða til dæmis framleiðslustjóra, markaðsstjóra og mannauðsstjóra til deildarinnar og í framhaldinu geturðu titlað sjálf- an þig ‘deildarstjóra’. Stofnanirnar gömlu sjást ekki svo mikið lengur. 1 stað þeirra eru komnar betur skýrð- ar „stofur“ sem byrja sem litlar sætar tilkynningar í hornglugga blaðanna: „Höfuðborgarstofa opnar dyr sínar fyrir borgarbúum“, „Lýðheilsustofn- un tekur til starfa“. En lifna brátt við sem sjálfstæðar verur sem berj- ast fyrir tilverurétti sínum og krefj- ast stöðugt fleiri króna og aura frá skattborgurum. Man síðan einhver eftir að ríkisstofnun hafi verið lögð niður? Reyndar Þjóðhagsstofnun en þjóðin logaði stafnanna á milli á með- an á því stóð. Man einhver í dag hvað Þjóðhagsstofnun gerði? Óli Örn Eiríksson á deiglan.com „Guð, eru þeir komnir í framlengingu? Þú hlýtur að vera uppgefinn." HEYRST HEFUR... bCnus Mokkur titringur er á mat- vörumarkaðnum eftir að Hagar, sem reka meðal ann- ars Hag- kaúp og Bónus, sendu frá sér afar dapurt uppgjör. Finnur Árnason framkvæmdastjóri fyrirtækisins snéri vörn í sókn strax á fyrsta degi og gaf í skyn að matvöruverð myndi ekki hækka, heldur yrði leitað ann- arra leiða til hagræðingar. í blöðunum í gær var hann held- ur farinn að draga í land og sagði að sú álagning sem væri í matvörugeiranum stæðist ekki til lengdar. Margir óttast að gós- entíð neytenda sé brátt á enda og að verð á matvöru muni hækka sem leiðir aftur til auk- innar verðbólgu. Sagan segir að fjölmennur baráttufundur Gísla Mar- teins í Háskóla- bíói hafi verið styrktur af FL uGr0UP og Hannesi '&Srj Smárasyni. Þessi saga, semerlífs- ■ H seig í bæn- ,it3mh um, hefur ar ekki fengist staðfest en kunnugir segja að það kosti milljónir að halda slíka hátíð. Sé það rétt þá er orðið lítið eftir í buddu frambjóðandans, sem sagði í fjölmiðlum að heildarkostnað- ur við baráttuna yrði undir ío milljónum króna. Pað þykir snilldarbragð hjá BirniBjarnasynidómsmála- ráðherra að staðsetja sérstaka inn- heimtumið- stöð sekta á Blönduósi. Lögreglan þar í bæ hefur nefni- lega stegið Islandsmet í útgáfu umferðarsekta og er svo komið að það þorir ekki nokkur maður að aka á meira en 50 kílómetra hraða þegar hann nálgast þetta lögregluríki norðursins. Björn Bjarna er nú að verðlauna góð störf í þágu ríkiskassans og geta menn því framvegis farið með glóðvolgar sektir beint í innheimtumið- stöðina sem verður handan við hornið. Mikill titringur er á hinum ýmsu fjölmiðlum vegna nýrrar fjölmiðlakönnunar sem Gallup hefur unnið. Sjónvarps- stöðvarnar GallUp hafa lagt allt undir í haust og hefur slagurinn sjaldan eða aldrei verið harðari um þær 300 þúsund sálir sem byggja landið. Blöðin hafa ekki látið sitt eftir liggja og segir sagan að frídreif- ing Morgunblaðsins og DV hafi sjaldan eða aldrei verið meiri en nú. 1 síðustu könnun mæld- ist hún allt að 8 prósent af heild- arlestri þessara blaða og tókst þeim þannig að hífa upp lest- urinn og virðist Gallup lítinn áhuga hafa á að gera eitthvað í málinu, þrátt fyrir að allt hafi ætlað um koll að keyra þegar Stöð 2 vogaði sér um árið að hafa einhverja dagskrárliði í op- inni dagskrá í könnunarviku.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.