blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 14
blaóið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. VOND LAGABREYTING Hugmyndin bak við lög um fæðingarorlof var á sínum tíma ákaflega góð og jafnvel má ganga svo langt að kalla hana göfuga. Einhvernvegin hefur það verið þannig í okkar ágæta nútímaþjóðfélagi að börnin hafa orðið útundan, en með nýjum lögum var reynt að tryggja að foreldrar gætu tekið sér frí til að eyða dýrmætum tíma með nýfæddum börnum sínum. Sú leið sem farin var í upphafi var að miða við tekjur fólks um ár fyrir fæðingu barns, og greiða því svo 80% af þeim launum meðan á fæðingarorlofi stæði. f raun má kannski segja að ofvel hafi tekist til, því fljótlega kom í ljós að kostnaður vegna fæðingarorlofs var mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ennfremur heyrðust háværar raddir sem gagnrýndu þá einstaklinga sem hafa hæst laun í samfélaginu um að þeir nýttu sér kerfið. Sú staðreynd að örfáir einstaklingar fengju greidda um og jafnvel langt yfir eina milljón á mánuði í fæðingarorlof var eitthvað sem margir einfaldlega þoldu ekki. Þessi staðreynd, sem og að í ljós kom að margir nýttu glufur í kerfinu til að ýkja tekjur sínar til að fá hærri greiðslu í fæðingarorlofi en þeir áttu raunverulega rétt á, varð til þess að ákveðið var að breyta lögunum. Breytingin var gerð um síðustu áramót og fólst í tvennu. Annars vegar var sett 600.000 króna þak á greiðslu í fæðingarorlofi. Hin breytingin snýr að því hvernig tekjur einstaklinga eru reiknaðar út, þ.e. þær tekjur sem liggja til grundvallar greiðslum í fæðingarorlofi. I stað þess að skoða síðustu 12 mánuði aftur í tímann, er nú horft á tvö síðustu framtalsár. Á mannamáli þýðir það að ef par myndi eignast barn á morgun, yrðu tekjur þeirra árin 2003 og 2004 lagðar til grundvallar fyrir fæðingar- orlofi þeirra. Hér framar í Blaðinu er sagt frá því að niðurstaðan sé að fólk fái í raun aðeins 70% af launum sínum í fæðingarorlofi, en ekki 80% eins og upp- haflega var gert ráð fyrir. Þeir einstaklingar sem hafa notið þess láns að hækka talsvert í launum á þriggja ára tímabili geta ennfremur staðið frammi fyrir því að fá jafnvel ennþá lægra hlutfall greitt. Miðað við sög- ur foreldra hafa breytingar á umræddum lögum í einhverjum tilfellum þýtt að ekkert fæðingarorlof er tekið. Slíkt er auðvitað í hrópandi and- stöðu við upphaflegt markmið laganna, og verður vart liðið. Félagsmála- ráðherra, og í raun ríkisstjórnin öll ætti að sjá sóma sinn í að endurskoða lögin á ný, svo upphaflegt markmið þeirra nái fram að ganga. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. l éiÍHtf R B V N cMaf D : N , N ISLENSK BLOM Auglýsingar 510 3744 blaðió 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaði6 Sögulegt prófkjör Prófkjör Sjálfstæðisflokksins hefur sett svip sinn á fjölmiðla síðustu vik- ur. Tvennt kemur til; annars vegar yfirburðafylgi Sjálfstæðisflokks í könnunum og svo er þetta fyrsta prófkjör flokksins í átta ár. R-list- inn er horfinn og flokksbrotin sem mynduðu hann hafa ekki náð áttum sínum. Kjósendur hafa misst trú á þeim og horft er til Sjálfstæðisflokks- ins. Tuttugu og fjórir hæfir einstak- lingar bjóða sig fram og er fengur fyr- ir borgarbúa að þessir einstaklingar séu tilbúnir til starfa. Prófkjör geta verið viðkvæm þegar samherjar tak- ast á, en þau eru lýðræðisleg leið þar sem tengsl við almenning eru hvað mest. Tveir ólíkir en sterkir frambjóð- endur takast á um fyrsta sætið og hefur það lyft prófkjörinu í hugum fólks. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gefur í fyrsta sinn kost á sér til að leiða borgarstjórnarflokkinn í kosn- ingum, en hann hefur aukið fylgið úr 40% í 57% fylgi á sama tíma og R-listinn gafst upp og dó. Framboð Gísla Marteins hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli og hefur hleypt ferskum anda í borgarpólítík- ina. Hann hefur sannað það að hann nær til fólks, enda er mjög mikill fengur af honum í borgarmálin. Um annað sæti keppa Hanna Birna borgarfulltrúi og Júlíus Vífill fyrrverandi borgarfulltrúi. Hanna Birna hefur sannað sig sem skelegg- ur stjórnmálamaður og Júlíus hefur breidd sem söngvari og stjórnandi úr atvinnulífinu, en bæði voru lengi orðuð við fyrsta sæti listans. Kjartan Magnússon borgarfull- trúa hef ég þekkt frá barnæsku og er hann einn að stefna á 3. sæti listans. Traustari mann er ekki hægt að fá í borgarstjórn og borgarráð. Fjölmargir aðrir góðir frambjóð- endur hafa gefið kost á sér og hefur prófkjörið farið málefnalega fram. Framsetning Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur á skólamálum og skemmtileg kosningabarátta hefur Eyþór Arnalds ekki farið fram hjá fólki. Þá er að öðrum ólöstuðum tveir mjög góðir kostir sem gefa kost á sér í 5. sætið, þeir Bolli Thoroddsen formaður Heimdallar og Ragnar Sær Ragnars- son fyrrum sveitarstjóri. Báðir hafa þeir vakið athygli fyrir skemmti- lega kosningabaráttu. Þá eru þau Kristján Guðmundsson og Jórunn Frímannsdóttir varaborgarfulltrúar og fleiri mætti nefna. Best væri að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 24 borg- arfulltrúa, eða alla vega 15, en það mun víst ekki ganga að sinni. Það er samt ljóst að meirihluti þessa góða fólks verður hluti af öflugum borg- arstjórnarflokki sem efalaust mun sigra í vor, Reykjavík til heilla. Flestir kjósa Sjálfstæðisflokkinn í mínum huga er ekki eingöngu verið að velja framboðslista, heldur einnig þann hóp sem mun taka við dánarbúi R-listans eftir 12 ára hnign- un borgarinnar. Það er mikilvægt að í þeim hópi fari saman bjartsýni, áræðni og reynsla. Þegar litið er yfir lista frambjóðenda er ekki annað að sjá en þessi listi uppfylli allt það. Borgin er breytt. Á sama tíma og skuldir borgarinnar nálgast eitt hundrað milljarða, er Kópavogur að skila tveggja milljarða hagnaði! 14 einbýlishúsalóðum var úthlutað i fyrra á meðan 830 íbúðir eru byggð- ar í Reykjanesbæ! Skipulagsmálin eru með þeim hætti að ekki einn ein- asti maður hefur fundist sem mælir þeim bót. Ingibjörg Sólrún og Helgi Hjörv- ar komu sér burt úr borgarstjórn og berjast nú fyrir upptöku evrunn- ar og skattahækkunum á Alþingi. Eftir standa ótrúverðugir kostir vinstri flokksbrota sem eiga það eitt sameiginlegt að vera á móti Sjálf- stæðisflokknum. Sumir einörðustu stuðningsmenn R-listans munu án efa skoða þann kost nú að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í fyrsta sinn, enda styðja 3 af hverjum 5 Reykvíking- um Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt könnunum. Með sigri Sjálfstæðis- flokksins í vor verður ráðdeild, skipu- lag og valfrelsi að veruleika í stað stöðnunar. Þetta vilja Sjálfstæðis- menn. Þetta velja Reykvíkinga Höfundur erframkvcemdastjóri. Klippt & skoríð Sú frétt að Bubbi Morthens hefði stefnt 365 prentmiðlum og fyrrverandi ritstjóra Hér og nú vegna sérkenni- legrar umfjöllunar um sig hefur vitaskuld vak- ið nokkra athygli, enda hefur Bubbi talsvert unnið fyrir 365. Eins hefur mönnum orðið starsýnt á bótakröfuna, þvíhún nemur20 milljónum króna, en lögmað- ur Bubba, Sigríður Rut Júlíusdóttir, segir að minna dugi ekki til ef 365 miðlar eigi að láta dóminn sér að kenningu verða. Hugmyndin kann að vera rétt, en aðrir benda á að 365 hafi látið sér stórfellt tap ýmissa miðla sinna í léttu rúmi liggja. Wi Bubbamálið á sér þó ýmsar birting- armyndir. Þegar Stöð 2 greindi frá þessari frétt (fyrrakvöld brá mörgum í brún þegar þeir sáu mynd- skreytinguna. Að baki frétta- manninum mátti nefnilega sjá Bubba... á forsíðu Séðs og heyrðs! Nú er það svo að sumir systurmiðlar Stöðvar 2 þykja ekki par fínir á þeim bæ, en það hlýtur þó að mega sýna þau óhreinu börn þegar fréttin snýst um þá, frekar en að klína þessu á samkeppnina. Guðmundur Magnússon fjallar í Frétta- blaðinu í gær um sfmhringingar frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðis- manna. Þarminnist hann á ómarkvissar„blindar hringingar"frá kosningaskrifstofum þeirraGísla Marteins Baldurssonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálms- klipptogskorid@vbl.is sonar, þar sem bláókunnugt fólk hringir til þess að kynna sinn mann á fremur vélrænan hátt. Hins vegar hrós- ar hann Júlíusi Vífli Ingvarssyni, sem hringi sjálfur í sem flesta til þess að kynna sig. (þessu samhengi má svo minna á eina glæsilegustu úthringiherferð stjórnmála- sögunnar, en það var þegar Bill Clinton bauð sig fram í síðara skiptið. Þá var kynnt að herferðin væri að hefjast og að Bill sjálfur myndi taka þátt (henni. Síðan var farið að hringja. I hvert sinn, sem símsvari eða talhólf varð fyrir svörum, drógu sjálfboðaliðarnir sig í hlé en settu segul- band af stað: „Hæ, þetta er Bill Clinton! Mig lang- aði til þess að ræða við þig um forsetaembættið og kosningamar, en þú varst ekki við..." Þannig „misstu" tugþúsundir Bandaríkjamanna af sím- tali við forsetann og þeir kusu hann víst allir.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.