blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 24
24 I WEYTEWDUR + FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaðiö Lærum að tala saman, á öllum norrænu tungumálunum Nordklúbburinn, ungmennadeild Norrœna félagsins, stendur um þessar mundir fyrir tungumálanámskeiðum undir formerkjum „Tölum saman“. í þetta skiptið verður boðið uppá kennslu í rússnesku og samísku og verður kennt eftir aðstœðum á ensku og/eða ís- lensku. Engin kunnáttuskilyrði er settfyrir þátttöku heldur er einungis krafist áhuga að hálfu þeirra sem skrá sig. Nordklúbburinn býður upp á kynningarnámskeið í norrænum tungumálum. Til þess gerð að vekja áhuga Að sögn Virpi Jokinen, verkefna- stjóra hjá Norræna félaginu, þá er um að ræða mjög stutt námskeið eða einungis þrjú kvöld. Námskeið- in eru aðallega hugsuð til þess að fólk hafi gaman af því að kynnast nýjum tungumálum og fái jafnvel áhuga á að heimsækja það land sem um ræðir eða jafnvel fari að læra málið af meiri alvöru. „Það er ekki stefnan að fólk læri tungumálin fullkomnlega heldur frekar að nám- skeiðin kveiki áhuga," segir Virpi. Hún segir ástæðuna fyrir því að boðið sé uppá kennslu í samísku í þetta sinn, einfaldlega vera að sam- ískan væri eina norðurlandatungu- málið sem þeir hefðu ekki kennt á þessum námskeiðum. Við höfum reyndar ekki verið með dönsku og sænsku því það eru mál sem við teljum að allir ættu að þekkja,“ seg- ir Virpi en bætir við að þau hafi nú þegar verið með svona námskeið þar sem grænlenska, færeyska, norska og finnska hafi verið kynnt. Þá hafi þau einnig verið með námskeið í tungumálum Eystrasaltslandanna Eistlands, Lettlands og Lítháens. Þá stóð félagið einnig fyrir tungumála- maraþoni nýlega þar sem tíu evr- ópsk tungumál voru kynnt á einu og sama kvöldinu. Rússneskunámskeiðin vinsæl Virpi segir að Nordklubburinn hafi byrjað að bjóða uppá rússnesku- námskeið í fyrravetur og að þau hafa notið það mikilla vinsælda að halda þurfti aukanámskeið. Vegna ítrekaðra fyrirspurna var ákveðið að halda námskeiðið aftur núna þar sem ljóst var að síðast komust færri að en vildu. Virpi segir að pláss sé fyrir um 20 manns á hverju nám- skeiði ef að vel á að fara um fólkið. „ Það hafa verið fleiri á einhverjum námskeiðum og þá hefur verið svolít- ið þröngt, en á milli 10-20 manns er sá fjöldi sem við stefnum að hérna á skrifstofunni." Hægt er að skrá sig á námskeiðin á skrifstofu Norræna félagsins og er skráningarfrestur til 7. nóvembér. t.juliusson@vbl.is • Smurþjónusta ■ • Peruskipti ■ ■ Rafgeymar- FRAMLENGJUM íNOKKfíA DAGA Þú færð heilsársdekk með 20% afslætti hjá Bílkó. ■ÚIMCtJ COODjfYÍAR JimjGiamiE Zp^unny High Performanct Tyrms MjOQdddd GÖOMmm? BUEKO Betri verð! bilkoHs Smiójuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Simi 557-9110 Evrópska neytenda aðstoðin Á alþjóðavæddum tímum þá er verslun ekki lengur bundin við þær verslanir sem eru innan landamæra neytandans. Nú er hægt að panta sér vörur allstaðar að úr heiminum án sérstaklega mikillar fyrirhafnar hvort sem er í gegnum netið eða með ann- arskonar fjarskiptatækni, enda er heimurinn á góðri leið með að verða að einu markaðssvæði. Þó kemur fyrir að menn verði fyrir vonbrigðum með viðskiptin þar sem að vörurnar gætu verið gallaðar eða jafnvel skemmdar þegar að þær skila sér til neytand- ans. Þá virðast mörgum öll sund lokuð en svo er ekki, eða allavega ekki innan stórs hluta evrópska efnahagssvæðisins. 17 aðildarríki Til er stofnun sem sett var upp af rík- isstjórnum 17 landa í Evrópu, þar á meðal íslands, í samvinnu við fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins sem ber nafnið Evrópska neytenda- aðstoðin. Hún hefur verið sett upp í aðildarríkjum hennar til þess að gera neytendum það auðveldara fyr- ir að fá upplýsingar og aðstoð við að leysa úr deilum vegna viðskipta við fyrirtæki í þeim löndum sem eiga að- ild að þessum samningi. Hún hjálp- ar neytendum að takast á við þær hindranir sem verða á vegi þeirra ef þeir þurfa að nota úrskurðarnefndir í öðrum löndum en sínu eigin heima- landi. Þessar hindranir geta verið af ýmsum toga en þær helstu eru aðal- lega upplýsingaskortur um erlendar úrskurðarnefndir og tungumála- og landfræðilegar hindranir sem gera neytandanum erfitt fyrir að koma kvörtun sinni áleiðis. Neytendaað- stoðin hjálpar neytandanum með upplýsingar og styður hann í kröfu- gerð án þess að fara í gegnum dóms- kerfið í því landi sem viðkomandi vara er framleidd eða þjónusta veitt. Hún býður líka ney tandanum upp á það að fylgjast með framvindu máls síns og tilkynnir honum um niður- stöðu þess. Ekki nógu margir sem vita af þessu Á íslandi annast Neytendasamtökin rekstur Evrópsku neytendaaðstoð- arinnar á grundvelli samnings við íslenska ríkið. Að sögn írisar Aspar Ingjaldsdóttur, lögfræðings hjá Neyt- endasamtökunum og stjórnanda Evrópsku neytendaaðstoðarinnar á íslandi, er þessi þjónusta einungis fyrir einstaklinga, ekki fyrirtæki, sem finnst á þeim brotið á einhvern hátt í viðskiptum milli þeirra landa sem aðild eiga að þessum samningi. Hún segir að það séu bæði útlending- ar sem hafa átt viðskipti hér á landi og Islendingar sem hafa keypt vörur erlendis frá sem snúa sér til aðstoð- arinnar. „Það er nú eitthvað um það að fólk leiti til okkar, en náttúrulega ekki eins mikið og við vildum enda virðast ekki margir vita af Evrópsku ney tendaaðstoðinni," segir íris. Hún segir að helstu umkvörtunarefni hingað til hafi verið varðandi ferðir af ýmsum toga og snúa kvartanirn- ar þá vanalega að einhverjum flug- félögum eða bílaleigum. Ef að fólk hefur þörf fyrir aðstoð við að koma kvörtunum sínum í rétta farvegi þá er hægt að setja sig í samband við Neytendasamtökin á Islandi sím- leiðis eða í eigin persónu eða senda Evrópsku neytendaaðstoðinni tölvu- póst á netfangið ena@ena.is. 7 0 meginreglur Neytendavemdar Evrópusambandsins 1. Kauptu það sem þú vilt, hvar sem þú vilt 2. Reynist það gallað, skilaðu því til baka 3. Háir öryggisstaðlar fyrir matvæli og aðrar neysluvörur 4. Þú átt að vita hvað þú borðar 5. Samningar eiga að vera sanngjarnir gagnvart neytendum 6. Stundum geta neytendur skipt um skoðun 7. Auðveldur verðsamanburður 8. Neytendur eiga ekki að vera blekktir 9. Vernd ífríinu þínu 10. Úrlausn ágreinings í viðskiptum yfir landamæri Löndin sem eru aðilar að Evrópsku neytendaaðstoðinni: Austurríki Danmörk Frakkland Grikkland írland Lúxemborg Noregur Spánn Bretland Belgía Finnland Þýskaland (sland Ítalía Holland Portúgal Svíþjóð

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.