blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 40

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 40
40 I AFÞREYING FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaöiö Fleiri hringja á netinu Þriðjungur íbúa Bandaríkjanna og Evrópu munu hætta að nota fastlínusíma og taka upp farsíma og netsíma í staðinn á næstu fjórum árum samkvæmt greiningarfyrirtækinu Gartner. Netsími á borð við Skype hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn undanfarin misseri og æ fleirum líkar vel við þessa ódýru aðferð til að hringja á milii landa. Einnig er búist við að kaup eBay uppboðsvefsins á Skype komi til með að efla fyrirtækið til muna auk þess sem háhraða nettengingar eru í mikilli sókn. Gartner hefur reiknað út að árið 2009 fari 70% allra símtala í heimin- um um þráðlaust kerfi. Da Vinci lykillinn í tölvur Metsölubók Dan Brown, Da Vinci lykillinn, hefur ekki farið framhjá mörgum og ljóst er að þeir fáu sem ekki vita út á hvað hún gengur komast að því þegar kvikmyndin kemur út á næsta ári með Tom Hanks í aðalhlutverki. Til þess að gulltryggja að enginn missi af þessu æði hefur 2K leikjafyrirtækið gengið frá samningum um rétt á Da Vinci tölvuleiknum. Lítið er gefið upp um þennan nýja leik en fyrirtækið lofar spennu. Kaffibjór Eins skemmtilega og orðið hljómar er í raun ekki um að ræða áfengt kaffi. Kaffibjór er kaffi sem hegðar sér á allan hátt eins og bjór án þess þó að vera áfengt. Það er dótturfyrirtæki Nestlé risans sem hefur farið fram á einkaleyfi á kaffibjórn- um en hann er framleiddur með því að láta kaffi gerjast með geri og súkkósa rétt undir 220 C þannig að varan freyðir án þess að mynda etanól (áfengi). -Spurning hvort hækkandi hitastig jarðar nái ekki að auka hitann um nokkrar gráður og þá er hægt að djamma fram á nótt, eins og segir í laginu. 109 SU DOKU talnaþrautir Leiðbeiningar Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eöa lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa.þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 7 4 8 3 6 8 2 6 9 4 5 7 8 9 4 1 6 5 8 2 3 5 1 7 7 4 9 1 2 Lausn á siðustu þraut 9 3 6 8 4 2 7 5 1 4 5 8 9 1 7 3 6 2 7 2 1 5 6 3 9 4 8 6 4 9 2 3 1 8 7 5 3 8 7 6 5 4 1 2 9 5 1 2 7 9 8 4 3 6 2 7 3 1 8 6 5 9 4 1 9 4 3 2 5 6 8 7 8 6 5 4 7 9 2 1 3 Fullir og berir í búðinni Sífellt fleiri Bretar fara í versl- unarleiðangur á netinu þegar þeir snúa heim af pöbbnum samkvæmt nýrri rannsókn. Nú halda 7% Breta því fram að þeir þekki einhvern sem hefur verslað undir áhrifum áfengis. Öllu skemmtilegra er að 6% segjast þekkja einhvern sem hefur verslað á netinu án fata. Nasa hefur alltaf haft augastað á geimnum og núna leyfir geimvísindastofnunin sauö svörtum almúganum aö líta á tungliö meö aöstoð tölvu og hins almáttuga internets. Nasa notar þrívíddarvél sem notuð hefur verið til að skoða gervihnattamynd- ir af jörðinni til verkefnisins en hefur snúið myndavélunum aö tunglinu. Mynd- irnar eru í mjög góðri upplausn og hjálparhnappar gefa kost á að vita hvað L svæði tunglsins heita. Músin er notuð til þess að skoða svæðið. Verk- ^ efnið heitir World Wind en frekari upplýsingar um það er að finna á A www.worldwindcentral.com. Æ Sony opnar leið veira í tölvur Tónlistararmur stórfyrirtækisins Sony hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarna daga vegna búnaðs sem það hefur dreift með geisladiskum sínum. Diskarnir eru með svokall- aðri afritunarvörn sem kemur í veg fýrir að hægt sé að afrita diskana og dreifa þeim um internetið. Vörn sem þessi hefur verið til í mörg ár en ávallt hafa óprúttnir aðilar getað snúið á stórfyrirtækin. Nýjasta út- spil Sony hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á tölvunotendum þar sem vörnin kemur sér fyrir í kjarna stýri- kerfis tölvunnar og felur sig þar svo engin leið er að vita af henni. Þetta er talið gefa tölvuþrjótum greiða leið fyrir tölvuveira en hægt er að dulbúa veira svo veiruvarnarforrit finni þá ekki með hjálp afritunar- varnarinnar. Berskjaldað Ljóst er að dreifingarnet geisladiska Sony er gífurlega stórt og búast má við að fjölmargar tölvur innihaldi afritunarvörnina þegar og séu þar með viðkvæmar fyrir veirum. Sér- fræðingar eru margir hverjir æfir vegna þessa uppátækis Sony og hóta lögsóknum þar sem skaðinn getur orðið gífurlegur. Aðalrökin eru að þrátt fyrir að Sony segist ætla að gefa út plástur (patch) sem lokar leið veiranna sé hættan á veirufaraldri þegar orðin gífurlega mikil. Sony hefur staðið sig illa í að svara ásökun- um en m.a. hefur fyrirtækið sagt að það sé fyrst núna sem einhver kvarti yfir vörninni þrátt fyrir að diskar hafi verið búnir í henni í átta mán- uði. Þau rök eru þó ómerkileg í ljósi þess að engin leið var fyrir jafnvel helstu sérfræðinga í Windows stýri- kerfinu að vita af tilveru hennar. Flykkjumst nordur Á sama tíma og Esjan safnar gráu að í Tindastóli í dag og í Hlíðarfjalli hárunum í rólegheitunum sunnan á morgun. Undir með nagladekkin heiða eru fjöllin fyrir norðan að og leggjum af stað, síðasti bíll norð- standa sig eins og hetjur. Ef veður- ur er fúlegg. spá helst góð verður nefnilega opn-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.