blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 34

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 34
34 i FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaðið Tónleikar með Ylfu Lind Söngkonan Ylfa Lind kemur með sína fyrstu plötu sem heitir „Petite Cadeau". Utgáfutónleikar henn- ar verða á Classic Rock í Ármúla, klukkan 22:00 laugardagskvöldið 5. nóvember. Helgi Valur hitar upp og miðaverð er 1.200. Þá verður ball með Kalla Bjarna. Miðar seldir á midi.is. Margir þekkja Ylfu Lind frá því að hún bræddi hjörtu íslendinga með söng sínum í Pop Idol þar sem hún náði langt. ■ Sýningarlok í Nýlistasafninu Grassroad, sýningarlok og útgáfupartí verður á morgun 5. nóvember kl.19 í Nýlistasafninu. Undanfarið hefur gestum safnsins gefist kostur á að skoða vaxtarbrodd íslenskra sjónlista. Sýningunni lýkur í sölum safnsins nú um helgina en tekur þá hamskiptum og nýr vettvangur lista og menninga mun líta dagsins ljós. Grasrótarritið verður gefið út í fyrsta skipti og býður Nýlistasafnið til hófs af því tilefni. Húsið opnar kl 19:00 þar sem gestum er boðið að líta frumburðinn augum og kveðja sýningu safnsins. Uppákomur verða af ýmsum toga meðal annars mun Haukur Már Helgason lesa upp úr verkum sínum, Arnaldur Máni Finnsson fremur gjörning og Böðvar Ingi Jakobsson/Brútal tekur lagið. Klukkan 21:00 verður III. ísland þjörkum skorið / Terraformer. Þá munu hetjur tónlistageirans heyja einvígi í ofuruppsetningu Baldurs Björnssonar og Kolbeins Huga Höskuldssonar Vinir að eilífu / Buddies Forever. í ritinu verða birtir metnaðarfullir textar og myndverk eftir fólk úr hinum ýmsu menningarheimum. ■ Útgáíutónleikar Hjálma á Flúðum Föstudaginn 11. nóvember kl. 21 heldur hljómsveitin Hjálmar útgáfu- tónleika í félagsheimilinu á Flúðum. Miðasala hefst 2.nóvember og fer fram í verslunum Skífunnar og BT út um allt land og á midi.is. Húsið opnar kl. 19.30 og tónleikarnir hefj- ast stundvíslega kl. 21. Gert er ráð fyrir glaumi og gleði langt fram eftir kvöldi og fram á nótt og er allt eins líklegt að fjörið haldi áfram á hinum alræmda Útlaga fram undir morgun. Nýjasti geisladiskur sveitarinnar kom út fyrir skemmstu og heitir hann því stutta og laggóða nafni Hjálmar. Diskurinn var einmitt tek- inn upp í félagsheimilinu á Flúðum og má því segja að hvergi sé meira viðeigandi að halda útgáfutónleika en einmitt þar. Disknum hefur ver- ið einkar vel tekið og þeir dómar sem þegar hafa birst verið mjög jákvæðir. Lögin Geislinn í vatninu og Ég vil fá mér kærustu hafa verið mikið í spilun á útvarpsstöðvunum. Geimsteinn gefur plötuna út. ■ Upplestur í Ið n uin helgina Á laugardaginn hefst upplestur í bókabúð Iðu í Lækjargötu. Barnabóka- upplestur hefst klukkan 14:00 og þá verður dagskráin eftirfarandi: Laugardagur Sunnudagur spilar á gítar og syngur bakraddir, Gudmar Hansen sér um bassaleik 4. nóv. Gaukurinn með Dimmu. 15:20 Opnun Opnun og Magnus Hansen spilar á tromm- ur og syngur bakraddir. Að eigin sögn er SIC vinsælasta Thrash Met- Fyrst klukkan 5, “all-ages” show þar sem frítt er inn. 15:25 Hera Hj. LeoneTinganelli al-bandið í Færeyjum. í 48 Pages eru Frans Arge Galán 4. nóv. Gaukurinn með Dimmu. Seinni tónleikar seint um kvöldið. 15:30 Upplestur Upplestur sem sér um gítarleik og syngur, Edmund 1 Garði spilar á gítar, Útgáfutónleikar Dimmu, þeir spila uppúr miðnætti og síðan færeysku 15:35 Hera (lag 2) Tinganelli (lag 2) hljómborð og syngur, Bartal Læars- son leikur á bassa og Eyðun Muller böndin. 500 kall inn. 15:55 JóhannaVigd JóhannaVigd Thomsen sér um trommuleik og for- ritun. Hljómsveitin er tveggja ára, 5. nóv. Hellirinn í Tónlistarþróunar- miðstöðinni kl. 20.00. 500 kall inn. 16:00 Upplestur Upplestur en skipti um gítarleikara síðasta sumar. Hún spilar þungt pönkrokk. Fram koma, auk færeysku sveitanna, Vonbrigði, Modern Day Majesty og 16:05 Ljóð Ljóð Hljómsveitirnar munu spila með hinum og þessum listamönnum Bulldozer. 16:10 Hansa (JóhV) Hansa um helgina, en svona er dagskráin þeirra: 6. nóv. Dillon kl. 21.00 48 pages, SiC og Sign. Frítt inn. ■ Hvíldardagskvöld Grandrokk og Laugarás- vídeó með Bob Dylan Hvíldardagskvöld með Bob Dylan Næsta Hvíldardagskvöld fer fram á Grandrokki á sunnudagskvöldið 6. nóvember. I þetta skiptið verður haf- ist handa við að taka fyrir einhvern helsta læriföður rokksins, Bob Dyl- an. Yfirferð um slíkan meistara rúm- ast engan veginn á einu kvöldi og því verður sérstakur seinni hluti á dagskrá strax að viku liðinni, þann 13. nóvember. Eitt áhrifamesta söngva- skáld Bandaríkjanna Bob Dylan er eitthvert áhrifamesta söngvaskáld Bandaríkjanna, fyrr og síðar. I meinleysislegri lognmollu dægurtónlistarinnar, í upphafi sjöunda áratugarins, steig skáldið fram á sjónarsviðið, vopnaður kassa- gítar og opinberaði einlægni sína í lagasmíðum og orðfæri sem átti eng- an sinn líka. Dagskrá á hvíldardags- kvöldi er eftirfarandi: 20:00 - 20:50 Popppunktur. Jan Mayen og Rokksveit Rúnars Júl. keppa. 20:50 - 22:40 No Direction Home: Fyrri Hluti. Heimildamynd, úr smiðju Martin Scorsese, þar sem fjallað er um upphafsár Bob Dylans í bransanum. Seinni hlutinn verður á dagskrá að viku liðinni. 22:40 - 01:00 Ýmsar tónleika- og sjónvarpsupptökur frá 1963-66. Sýningar hefjast stundvíslega kl. 20:00 á 2.hæð Grandrokks og er að- gangur ókeypis. Allir sannir tónlist- arunnendur eru eindregið hvattir til þess að fjölmenna á þessa metnaðar- fullu dagskrá sem einungis fer fram í þetta eina sinn á risaskjá og í góðu hljómkerfi. ■ Fœreyska innrásin Færeysku hljómsveitirnar 48 pages og SIC eru staddar hér á landi í stuttri tónleikaferð. Þetta er í ann- að skipti sem þær koma hingað til spilamennsku, en SIC kom í janúar á þessu ári, en 48 pages voru hér um sumarið 2004 og spiluðu um allt fs- land á 10 dögum. Meðlimir SIC eru Mikkjal Gaard Hansen sem syngur, Eddie Jacob- Tónleikar á Gauknum Craze og MC Armanni Reign á Gauknum laugardagskvöld Dagskrá helgarinnar Á morgun verður stórviðburður í heimi neðanjarðartónlistar þegar kynntur verður þrefaldur heims- meistara plötusnúða DJ Craze og MC Armanni Reign á Gauknum. DJ Craze er með færustu plötu- snúðum heims en hann er þrefaldur DMC (Disco Mixing Club) heims- meistari í einstaklingskeppni. Hann er einn af máttarstólpunum í því sem í seinni tíð hefur verið kallað turntableism (stundum kallað skíf- uskank á íslensku) en í því felst að líta á tvo plötuspilara og mixer sem meira en bara tól til að spila tónlist annarra heldur að nota þessi hefð- bundnu tæki plötusnúða til eigin tónlistarsköpunar. Craze hóf ferill sinn sem hip hop plötusnúður en í seinni tíð hafa drum & bass og bre- akbeat tónar orðið stór hluti af spila- mennsku hans. Honum til halds og traust verður MC Armani Reign með hljóðnemann við hönd og mun sjá um halda dansgólfinu gangandi. Tónleikar og annað: Föstudagurinn 4.nóvember 2005 KI.17:30 Pub Quiz á Grandrokk, Kynnir er Páll Guðmunsson, mæting stundvíslega. Kl. 18:00 í Smekkleysu Plötu- búð / Gallerí Humar eða frægð, Bandaríska hljómsveitin Kl. 20:30 Idol á risaskjá The Foghorns leikur. Á Dillon munu Vaginas leika. Á Grandrokk er Ijóð, fönk og rapp. Laugardagurinn S.nóvember 2005 Kl. 15:00 í Smekkleysu Plötubúð / Gallerí Humar eða frægð, Kira Kira Johnny Poo og We Painted The Walls. Kl. 22:00 Á Grandrokk leika Amon Amarth, Sólstafir, Nevolution og Dark Harvest. 20 ára aldurstakmark og miðaverð er 1.200 krónur. Dansleikur með hljómsveitinni Logar frá Vestmannaeyjum i Klúbbnum við Gullinbrú Plötusnúðar á skemmti- stöðunum: Föstudagurinn 4.nóvember 2005 Dillon Dj Andrea Jónsdóttir sér um að þeyta skífurnar A Kaffibarnum munu Hadda og Edda þeyta skífurnar Kl. 0:00 Á Prikinu eru dj Blue lagoon og dj Árni. Á Bar 11 verður Palli í Maus. Á 22 verður Gulli í Ósóma. Laugardagurinn 5.nóvember 2005 21:00 Á Prikinu eru Franz og Kristó þá tekur Dj Benni Bóner við Dillon Dj Andrea Jónsdóttir sér um að þeyta skífum Á Kaffibarnum verður Kári Á bar 11 verður Krummi í Mínus. Á 22 verður Gulli í Ósóma.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.