blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 4
4 I IWWLEWDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 bla6iö Aðbúnaður aldraða: Opinberum þjónustu- markmiðum ekki náð Ríkisendurskoðun sendi í gœr frá sér stjórnsýsluúttekt á þjónustu ríkisins við aldraða. Fram kemur að ýmislegt vanti upp á að markmiðum hafi verið náð. Ástþór Magnússon: 150 þúsund í miskabætur Hæstiréttur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða Ást- þóri Magnússyni 150 þúsund krónur í bætur fyrir frelsissvipt- ingu. Ástþór var handtekinn árið 2002 eftir að Alþjóðastofn- unin Friður 2000 sendi 1.200 tölvupósta til ýmissa aðila þar á meðal til lögreglu og fjölmiðla, þar sem hann varaði við hugs- anlegum hriðjuverkaárásum gegn íslenskum flugvélum. Hann sat í fjóra daga í gæslu- varðhaldi og var ákærður fyrir að dreifa „tilhæfulausri viðvör- un um sprengjutilræði gegn ís- lenskri flugvél.sem hefði verið til þess fallin að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð manna.“ Hæstiréttur taldi tilefni hafa verið til þess að handtaka Ást- þór og setja hann í gæsluvarð- hald, en ekki hafi verið gefnar nægilegar skýringar á því hversvegna skýrsla heföi ekki verið tekin af vitni sem Ástþór bar að kveikt hefði hjá sér hug- myndina um yfirvofandi hættu. TEPPI A r AIFABORG Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 I úttektinni segir að stjórnvöld hafi á undanförnum árum unnið að því að auka og bæta þá þjónustu sem veitt er öldruðum. Nokkuð vantar upp á að opinber markmið sem ríkið hef- ur sett sér hafi náð fram að ganga þannig að öldruðum sé veitt viðeig- andi aðstoð til að búa sem lengst á eigin heimili. Ennfremur hafi ekki tekist að tryggja öldruðum aðstöðu á öldrunarheimili þegar þeim reyn- ist ekki mögulegt að búa heima lengur. Ríkisendurskoðun tók til at- hugunar þrjú meginmarkmið stjórn- valda í öldrunarmálum. I fyrsta lagi það markmið að fólk í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými þurfi ekki að bíða lengur en í 90 daga eftir vistun. Það markmið hefur náðst samkvæmt úttektinni. I öðru lagi er markmið stjórnvalda að 75% fólks 80 ára og eldra sé við svo góða heilsu að það geti með viðunandi stuðningi búið heima. Ef miðað er við tölur frá 2003, og þeir teknir með í reikning- inn sem voru þá í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými, vantar nokkuð upp á að það takmark náist. Þriðja mark- mið stjórnvalda felur svo í sér að til séu í landinu hjúkrunarrými fyrir 25% aldurshópsins 80 ára og eldri. Fólk undir áttræðu hefur reyndar nýtt um 30% rýma á undanförnum árum og ef sá hópur er tekinn með f reikninginn vantar því einnig tölu- vert upp á að þetta markmið náist. Þó er tekið fram að hjúkrunarrým- um hafi fjölgað í landinu um 54 um- fram áætlun árin 2002-2004. Nauðsyniegt að efla heimaþjónustuna Ólafur Ólafsson, formaður lands- sambands eldri borgara, segir nið- urstöður skýrslunnar ekki koma sér á óvart. „Það er meginvandi okkar að við höfum ekki fylgt eftir þeirri þróun í nágrannalöndum okkar að bjóða upp á nægilega þjónustu utan stofnanna, eins og þeir hafa gert. Við höfum aftur lagt meiri áherslu á stofnanirnar. Þar á ég við þjónustu- íbúðir og heimaþjónustu en þar höf- um við dregist verulega afturúr. Við höfum bent á þetta og ég held að það sé aukinn áhugi hjá ráðherra með að bæta úr þessu þó það hafi gengið hægt. Meginmálið er það að ríkið greiðir stofnanirnar en sveitarfélög- in greiða fyrir heimahjálpina. Því er skiljanlegt að sveitarfélögin reyni að koma fólki inn á stofnun til að minnka kostnaðinn við heimahjálp- ina.Við höfum bent á að þessum lög- um verði að breyta þannig að sveitar- félögin fái meira fé til að sinna þessu verkefni. Menn hafa sagt að sveitar- félögin séu stærri í nágrannalönd- um okkar og þarafleiðandi betur í stakk búin til að sinna þessum mála- flokki, en okkur finnst að Reykjavík og stærri kaupstaðir hafi ekki staðið sig nægilega vel heldur.“ Ólafur bæt- ir því við að þó hlutfall þeirra sem dvelja á öldrunarstofnunum og í íbúðum tengdum þeim sé svipað og í Noregi svo dæmi sé tekið verði menn að greina á milli stofnana og þjónustuíbúða. 1 nágrannalöndun- um séu hlutfallslega fleiri í slíkum íbúðum á stofnun. Þar að auki eigi aðeins helmingur þeirra sem dvelj- ast þurfa á stofnun hér á landi kost á einbýli, á meðan sú tala sé yfir 90% í löndunum í kringum okkur. „Lík- lega er vinnuálagið svo mikið hér á landi að við viljum helst koma börn- um sem fyrst á leikskóla, og gamla fólkinu inn á stofnun." ■ . www.diza.is Velkomin í eins árs afmælið okkar! 15% afmælisafslátttir 2. - 5. nóvember Bútasaumsefni, prjónagarn, náttfatnaður ofl.ofl. (Diza eftf Ingólfsstræti 6 sími 561-4000 opið 11-18 virka daga, 12-16 laugardaga Ogfjarskipti verður Dagsbrún Nr. 39194 Stærðir: 40 - 47 Litir: svart/hvitt Kringlan 553 8050 ECCOES OF THE WORLD Nr. 39124 Stærðir: 40 - 47 Nr. 39883 Stærðir: 35 - 42 Litir: svart/hvítt/ljósbrúnt Aukinn hagnaður Hreinn hagnaður Og fjarskipta hf nam 554 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins 2005. Þetta kem- ur fram í níu mánaða uppgjöri fyr- irtækisins sem lagt var fram á hlut- hafafundi í gær. Um leið var nafni fyrirtækisins breytt í Dagsbrún. Dagsbrún er móðurfyrirtæki Og Vodafone, 365 fjölmiðla og færeyska fjarskiptafyrirtækisins Kall sem fyr- irtækið keypti á dögunum. Meiri hagnaður Hagnaðurinn á þessu tímabili er um 200 milljón krónum betri en fyr- ir sama tímabil í fyrra. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 673 milljónum en var 448 milljónir í fyrra. Hand- bært fé frá rekstri án fjármagnsliða nam 1,9 milljarði. Þá kemur fram í uppgjörinu að eigið fé nam um 9 milljörðum í lok september og hef- ur vaxið um 1,4 milljarð frá áramót- um. Skuldir félagsins voru um 13,5 milljarðar þar af um 9 milljarðar langtímaskuldir og 4,5 milljarðar skammtímaskuldir. Sé horft á tekjuskiptingu milli þjónustuliða kemur í ljós að um 30% tekna Dagsbrúnar koma til vegna farsímaþjónustu. Um 26% þeirra koma til vegna ljósvakamiðla og um 19% vegna prentmiðla. Þá koma um 11% tekna vegna fastlínuþjónustu og loks 9% vegna gagnaflutninga. I fréttatilkynningu frá félaginu segir Eiríkur S. Jóhannson, forstjóri Dags- brúnar, gengi þess vera í takt við áætlanir og að stöðugur vöxtur sé í öllum þáttum starfseminnar. ■ Viðskipti Góð afkoma hjá Marel Hagnaður Marels fyrstu níu mánuði ársins nam rúmum 360 milljónum og telst vera um 70 milljón krónum lakari en fyrir sama tímabil í fyrra. Þetta kem- ur fram i uppgjöri félagsins fyr- ir mánuðina janúar til septemb- er á þessu ári sem birt var í gær. Þá kemur fram í uppgjörinu að salan nam um 7,5 milljörðum og eykst um 13,3% frá fyrra tímabili. Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi fyrir utan rekstrargjöld nam um 165 millj- ónum samanborið við 247 millj- ónum í fyrra. Þetta telst vera næstbesti ársfjórðungur að þessu leyti í sögu fyrirtækisins. TWiniab þegar árangurinn skiptir máli ’Hl 'ÖFLUGT FITUBRENNSLUEFNI 'AUKIN ORKA Á ÆFINGUM ' HELDUR ÞÉR VAKANDIVIÐ - LESTUR, - AKSTUR/*... Útsölustaðir: Apótekog Ffeiisusttlðum www.medico.is Akralind 3-201 Kóp Nr. 39543 Stæröir: 35

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.