blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 32
32 I TÍSKA FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaðið Spjall við Agnieszku: Fjölhœíur stilisti Agnieszka er pólskur stílisti sem hefur unnið í tísku og tónlistariðnaðinum til skiptis á Islandi og í París nokkra mánuði í senn. Hún er annáluð fyrir fallegan klæðaburð og það lá vel við að Blaðið ræddi við hana um hverjir væru uppáhalds hönnuðir hennar og hvar hún versli helst. Agnieszka dvaldist í París í átta ár samfleytt en þar vann hún í tískuiðnaðinum en er að öllu leyti sjálflærð í iðnaðinum. Fjölhæfur stílisti Agnieszka vinnur hér á landi sem stílisti og sér meðal annars um stíliseringuna á búðarglugganum hjá Sævari Karli. Þá vinnur hún í tónlist og hannaði meðal annars hulstur á disk Bubba Morthens. Agnieszka er fjölhæf og hefur meðal annars unnið fyrir ritið Málið, Icelandic Review og Atlantica. „Versla mikið af antíkog skipti um stíl eins og kamelljón" ,Ég fer alltaf í antíkbúðir eins og Fríðu frænku þegar ég versla föt en ég er mikið fyrir föt frá árunum 1920 og 1930 og Gréta Garbo, Marlene Dietrick eru mikið við mitt hæfi. Ég breyti um stíl eins og kamelljón. Mér finnst ótrúlega gaman að versla í París og versla oft eins og óð. „Þá hef ég fengið mikið gefins frá hönnuðum sem ég hef sýnt á tískusýningum fyrir og má þar nefna Kenzo. Hún segist hafa fengið mikið af fötum frá hinum ýmsu hönnuðum. Af íslenskum hönnuðum nefnir hún Steinunni og Thelmu í Kron. Af ljósmyndurum nefnir hún Silju Magg en hún hefur mikið unnið með henni og segir hana hafa gott auga fyrir tísku. Uppáhalds erlendur hönnuður Agnieszku er Karl Lagerfeld. Sjálflærður stílisti Agnieszka er sjálflærður stílisti og segir ástæðuna fyrir vali á atvinnu upphaflega vera að: „Þegar ég var lítil þá vildu foreldrar mínir alltaf ráða í hverju ég átti að vera við öll tækifæri eins og til dæmis þegar fór að heimsækja ömmu og afa. Mér fannst það hræðilegt og fór í uppreisn. Þá vann ég í búð sem heitir Collect í París en þar var hægt að kaupa föt eftir hönnuði áður en þeir urðu frægir þannig að ég var sífellt að hitta fólk í tískugeiranum í búðinni og lærði margt af þeim. Reynir að komast inn til eldra fólks á fslandi Agnieszka hefur leitað óvenjulegra leiða við leit á fötum hér á landi. „Hér á íslandi reyni ég að komast eins mikið og ég get í geymslur hjá eldra fólki því ömmur á íslandi eiga ótrúlega flott föt. Amma kærasta míns gaf mér til dæmis ótrúlega fallegan kjól og alveg eins og kjóll frá Chanel en hann er gerður af ömmu á Islandi, það er ótrúlegt.“ Fyrir þá sem vilja fá innsýn í verk Agnieszícu er bent á vefsíðu hennar: http://www.ladyagnieszka.com sara@vbl.is Ný komið kbuxur.fab Grímsbævið Bústaðarveg • Ármúta 15 • Hafnarstræti 106 600 Akureyri • Sími 588 8050. 588 8488, 462 4010 emait: smartgina@simnet.is Vortískan 1996 frá Karl Lagerfeld Vortískan 1996 frá Karl Lagerfeld Karl Lagerfeld er einn helsti tískufrömuður heims. Hann hefur ný- lega komið með vorlínuna og hér birtast myndir frá tískusýningu hans. Þess má geta að Karl Lagerfeld er einmitt uppáhalds fata- hönnuður Agnieszku.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.