blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 45

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 45
blaðiö FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 DAGSKRÁ I 45 ■ Stutt spjall: Linda Blöndal Linda Blöndal er með dægurmálaútvarpið á Rás 2 milli kl. 4 og 6 alla virka daga. Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það mjög rólegt. Svaf mjög djúpt í nótt. Hvenær hófstu fyrst störf í útvarpi? Það eru svona sjö ár síðan. Fyrst var það á Bylgjunni með Þorgeiri Ástvalds- syni, og svo var ég líka með þáttinn „Pokahornið" á sunnudögum. Þar beitti ég mér í kvenfrelsisbaráttunni, enda kúgun kvenna mér ofarlega í huga. Svo færði ég mig yfir á RÚV fyrir fjórum árum, og þá i morgunútvarp Rásar2. Er starfið öðruvísi en þú hafðir ímyndað þér? Nei, ég hafði bara ímyndað mér að þetta væri tómt fjör og það er það. Stundum er þetta tómt fjör og stundum eru þetta reyndar tóm leiðindi. Starfið er hamingja og óhamingja í bland. Ætlaðirðu að starfa við fjölmiðla þegar þú varst lítil? Nei, ég ætlaði að verða fræg söngkona. Mjög heimsfræg. Það er svona ár eftir af draumnum, ég á ár eftir og þá er ég brunnin inni. Það er stöðumat- ið í dag. Gætir þú lýst dæmigerðum degi í lífi Lindu Blöndal? Klukkan hringir á morgnana, og ég lendi (mikilli baráttu við að komast fram úr rúminu. Baráttu við afsakanir og alls konar undanþágur sem ég vil veita mér. Oftast vona ég að ég sé komin með flensu. Svo fer ég fram úr og ég er mjög óhamingjusöm á morgnana. Ég er búin að drekka tvo kaffibolla þegar ég er orðin afar sæl með lífið. Svo fer ég annað hvort upp í útvarp eða upp á Fróða, en ég vinn líka á Mannlífi. Þar hitti ég fólkið sem mér finnst skemmtilegast, og reifa nýjar hugmyndir eða tek viðtöl fyrir útvarpið eða Mannlíf. Um klukkan fimm er ég svo farin að hugsa um hvað ég eigi að fá mér (kvöldmat. Ég er rosa mikið ein í huganum allan daginn, en ég bý ein. Ég fer svo oftast í matvörubúð og ráfa um í svona fjörutíu mínútur, þefa af öllu sem ilmar vel í búðinni og les fullt af tfmaritum og svona. Ég á yfirleitt mjög góða stund í matvörubúðum. Svo fer ég heim, og horfi svo- lítið út í loftið. Spái (því hvort ég eigi að elda eitthvað grand eða eitthvað eðlilegt á miðað við að það sé mið vika. Svo er ég eitthvað að dútla mér. Hvað er það neyðarlegasta sem hefur komið fyrir þig í útvarpi? Það var (fyrra, þegar ég óskaði manni nokkrum til ham- ingju með útgáfu á fyrsta geisladisknum sínum, en þetta var þá hans áttundi! Þetta var Ingvi Þór Kormáks- son, og ég lagði sérstaka áherslu á það í kynningunni að það væri nú kominn tími til að hann gæfi út tónlistina sína. Þetta er svo hræðilegt að það er ekki einu sinni hægt að fara í fýlu út af þessu. Ertu hjátrúarfull? , Já, vegna þess að ég er haldin alveg sjúk- legum kvíða einsog öll mín fjölskylda. Ef ég fer að hugsa út í það, þá tek ég ekki sénsinn á að trúa því ekki. Annars verð ég ómöguleg. EITTHVAÐ FYRIR... Sjónvarpið, Meistaraþjófar, Kl. 22.25 Þýsk glæpamynd frá 2001 um bræðurna Franz og Erich Sass, alræmda innbrotsþjófa í Berlín á þriðja og fjórða áratug síðustu ald- ar. Leikstjóri er Carlo Rola og meðal leikenda eru Ben Becker, Jiirgen Vog- el, Henry Htibchen, Frank Sieckel og Karin Baal. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Stöð 2 Listen Up kl. 21:35 Nýir gamanþættir með hinum eina sanna George úr Seinfeld í aðalhlut- verki, leikaranum hársnauða, Jason Alexander. I þáttunum leikur hann Tony Kleinman, þekktan fjölmiðla- mann sem stjórnar spjallþætti um íþróttir. Leyfð öllum aldurshópum. Er eitthvað að marka veðurspána í sjónvarpi? Ragnhildur Kristjánsdóttir Brynja Skúladóttir Já og nei. Stundum og Oftast, já. stundum ekki. Guðrún Gunnarsdóttir f flestum tilfellum held ég. Kristján Jón Pálsson Já já, er það ekki? Ég veit það eiginlega ekki. Kannski. Ragnheiður Jónasdóttir Já. AuðurÝr Þórðardóttir Mérfinnstþað. Kannski ekki mikið langtímaspána, en hina. Stjömur streyma á MTV hátíð Stjörnur hafa þegar tekið að streyma til Lissabon á leið á tónlistarverð- launahátíð MTV. Þar má nefna hljómsveitirnar Coldplay og Gorillaz sem eru báðar með fimm tilnefningar. Robbie Williams, Green Day og Madonna eru meðal þeirra sem munu koma fram á hátíðinni. Það verður meðal annars The Sugarbabes, leikkonan Brittany Murphy og portúgalskar fótboltastjörnur sem kynna og má þar helst nefna Luis Figo. Teg 2001 Teg 299/6 106.000.-stgr. 19.600,-stgr. Teg 704 79.100,- stgr. Teg 43 Teg 44 Teg 287 21.400.-stgr. 10.500.-stgr. 9.400.-stgr. Skápar, stólar, kommóóui sófaborö.. alltfulltafhúsgögnum Rococo stólar margir litir Teg 2064 frá kr. 24.900,- stgr. Teg 544 25-900-‘ st9r- HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVlKCIRVEQI 66 HAFMARFIRDI SlMl 565 4100 ffYfj j§^Í n P V H Sápuóperuliísstíll Jude Law heiur áhrif Litið var á Jude Law sem næstu súperstjörnu Hollywood. En þessa dagana hafa verið uppi gagnrýnisraddir sem tengjast kvennamálum hans. Framleið- endur myndarinnar „All the King's Men“ þar sem leikararnir Sean Penn og Jude Law eru í aðalhlutverki hafa vonast til að vinna Óskarinn fyrir kvik- myndina. Nú hafa þó efasemdaraddir komið fram þar sem myndin átti að koma út í desember en útgáfu hennar hefur verið frestað fram á næsta ár. Ástæðan er sögð vera að myndin sé ekki fullgerð en þeir sem vinna að henni hafa sagt gagnrýnisraddir gagnvart kvennamálum Jude Law vera ástæðuna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.