blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 26
26 I SAMSKIPTI KYWJAWNA FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaöiö Samskipti unglinga Sigríður Birna Valsdóttir er kennari og leiklistarmeðferð- arfræðingur og kennir leiklist í Hagaskóla, hún hefur unnið tals- vert með unglingum bæði hérlendis og í Bandaríkjunum. Fyrir tveimur árum kom út bók eftir Sigríði og Berglindi Sigmarsdóttur sem heit- ir Hvað er málið? Bókin fjallar um ýmislegt sem við kemur ungu fólki, m.a. samskiptum og er notuð í lífs- leiknikennslu í sumum grunnskól- um. Sigríður segir að stærsti hluti ung- linga eigi heilbrigð samskipti við hvort annað. “Lykillinn að góðum samskiptum er góð sjálfsmynd,” seg- ir Sigríður og bætir við að ef sjálfs- myndin sé í lagi og unglingarnir ánægðir með sjálfa sig þá vinni þeir vel saman. Sigríður hefur mest unn- ið með hóp 13-15 ára unglinga og m.a. sett upp með þeim leiksýningar. „Ég veit að sumir krakkarnir eiga kær- ustur eða kærasta en auðvitað breyt- ist þetta meira þegar þau eru komin upp í menntaskóla,“ segir Sigríður. Hún segir suma krakka á þessum aldri byrjaða að stunda kynlíf en að meirihluti stundi það með einhverj- um sem þau þekkja. „Það getur eng- inn ákveðið hvenær unglingar eigi að byrja að stunda kynlíf nema þeir sjálfir," segir Sigríður. Sterk sjálfsmynd er grunnur að góðum samskiptum. Sigríður segir sjálfsmynd unglinga skiptir miklu máli í öllum samskipt- um. „Ef sjálfsmynd er góð verða öll samskipti heilbrigð en léleg sjálfs- mynd getur valdið óheilbrigðu sam- skiptamynstri,“ segir Sigríður. Hún segir þá sem hafa slaka sjálfsmynd lenda í því að reyna að gera öðrum til hæfis, þetta verður síðan til þess að unglingar ganga auðveldlega fram að sjálfum sér og gera jafnvel hluti sem þá langar ekki til að gera. „Þetta á kannski meira við um stelp- ur sem eru komnar í samband og láta jafnvel ýta sér út í kynlíf án þess að vera tilbúnar,“ segir Sigríður. Hún segir dæmi þess að ungt fólk ræði ekki opinskátt um kynlíf við hinn aðilann í sambandinu og allt í einu séu þeir jafnvel komnir út í að- stæður sem þeir ráða ekki við. Sigríður segir lykilatriði að ung- lingar tali saman og segi hvernig sér líði og bætir við að sér finnist sms skilaboð og tölvusamskipti að sumu leyti hafa staðið í vegi fyrir eðlileg- um samskiptum. „Það vill enginn láta segja sér upp með sms skilaboð- um,“ segir Sigríður. Hún segir að unglingar þori meiru þegar þeir eru ekíci nálægt hverjir öðrum og þá sé hægt að segja hluti sem þeir sjá síð- an eftir. Sigríður segist ekki sjá mikinn mun á samskiptamynstri unglinga nú og þegar hún var að alast upp en segir mátt auglýsinga og fjölmiðla vissulega meiri núna. Fjölmiðlar hafa áhrif á sjálfmyndina á neikvæð- an hátt, auglýsingar ýta á það að þú þurfir að eiga það nýjasta af öllu. Sigríður segir nokkuð um að sam- bönd unglinga endist lengi, jafnvel upp í menntaskóla. „Að vera á föstu er hluti af uppvext- inum og enginn getur sagt að þetta sé eitthvað sem unglingar eigi ekki að gera,“ segir Sigríður. Hún hefur mikla trú á ungu fólki, og veit að það er heilbrigt, skynsamt og ábyrgð- arfullt upp til hópa. Hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is BlaÖiÖ/Steinar Hugi ATVINNA UMBROTSMAÐUR OSKAST í fullt starf hjá Blaðinu Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðiö eftir að ráða umbrotsmann í fullt starf, WAUÐYNLEG KUNNATTA Reynsla af hönnun/ umbroti Tæknileg þekking InDesign Illustrator Photoshop Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst . ÍT., ^ VOG 23. SEPTEMBER - 23. OKTÓBER HVAÐ SEGIR FREYJA UM KYNIN? Fólki í vogarmerkinu er yfir- leitt félagslynt og jákvætt. Vogin er yfirveguð og flestir i þessu merki eru dipíómatiskir og hafa mikla þörf fyrir að halda frið- inn við annað fólk. Þó að þetta séu sterk einkenni Vogarinnar hefur hún oft frumkvæðið á félagslegum sviðum og mikla hæfileika til stjórn- unarstarfa. Það má segja um margar Vogir að þær séu ljúfar frekjur. Það á illa við Vogina að beita hörðu og hætt við að hún nái þá ekki settu marki. Vogin ætti að hafa það hugfast að í ástarmálum ráða oftast tilfinning- arnar en ekki skynsemin. Önnur mál skoðar hún oftast frá mörgum sjónarhornum og af þeim sökum er hún oft lengi að gera upp hug sinn. Að því loknu stendur hún fast á mein- ingu sinni sem nálgast þrjósku. Vogin á erfitt með að horfa upp á óréttlæti, hún stendur því oft ein á móti mörgum og er föst á skoðun sinni. Margar Vogir eru frægar fyrir að gera ekki mannamun. Vogin get- ur verið mjög skapstór en í flestum tilfellum kann hún vel að fara með það. KARLMAÐUR í VOG Karlmaður í þessu merki getur verið afar geðstirður ef honum finnst aðr- ir haga sér heimskulega. En hann eins og konan vill hafa allt angandi af hreinlæti í kringum sig, bæði heima og á vinnustað. Þú getur eins vel átt von á því að Vogarkarlinn að- hyllist gamaldags verkaskiptingu á heimilinu. Helst af öllu vill hann að konan sé heima og hugsi um heimil- ið og allt angi af hreinlæti og köku- bakstri þegar hann kemur heim. Þessir menn þurfa að varast of mikla viðkvæmni í sambandi við at- vinnu sína og þá sérstaklega ef þeir eru með sjálfstæðan rekstur. í klæðaburði er hann afar smekk- legur þó svo að hann hafi kannski ekki efni á að ganga i merkjafatnaði sem honum myndi líka best. Hann PEKKTFÓLK íVOGAR- MERKINU: Jóhanna Sigurðardóttir Friðrik Sophusson Ellert B. Schram Birgitte Bardot John Lennon Eleanor Roosevelt Áhrifastjörnur þessa merkis eru Venus, Tunglið og Júpíter. Happadagur er miðvikudagur. Happalitir er grænt og rautt. Heillasteinar eru ópal og agatar. Happatölur eru oftast 4 og 6. er jafnt smart í gallabuxum og köfl- óttri skyrtu og dökkum jakkafötum. Svo undarlegt er það. Vogarkarlinn elskar að ganga með flott belti með áberandi sylgju og hann hefur gam- an af því að skreyta sig t.d. með arm- bandi, bindisnælu og einhverju um hálsinn. Líkamlega erfið störf höfða ekki til þessarra manna, miklu fremur eitthvað skapandi og listfengt. Hann þarf að muna að hjónaband- ið leggur honum á herðar ábyrgð og skyldur sem ekki er hægt að hliðra sér hjá. Hann þarf að vera vel á varð- bergi með að gefa ástvinum ekki átyllu til afbrýði eða tortryggni sem gæti sært þá sem hann elskar án þess að gerir sér það ljóst. KONAlVOG Heimili Vogarkonunnar er venju- lega smekklegt og angar af hrein- læti. Hún er hugmyndarík og hefur mikla sköpunargáfu. Hún hefur gaman af að punta upp hjá sér. Þeir sem þekkja konur í þessu merki verða ekki hissa á því að hún sé búin að gera jólaþrif á eldhússkápunum snemma í október. Það er líka ótrú- lega algengt að þessi kona setji blúnd- ur framan á allar hillur í skápunum þar sem því verður komið við. Vogarkonan getur verið yndisleg og afar þokkafull, næstum sama hverju hún klæðist, hún er alltaf smart. Flestar konur í þessu merki eru sportlegar í klæðaburði en geta auðveldlega gengið um í glæsilegum samkvæmiskjólum og verið tignar- legar. I mannfagnaði finnst þeim gaman að láta skína í vitsmuni sina og vertu viss að áður en langt líður munu karlmenn sópast að henni til þess að koma sínum áhugamálum á framfæri. Vogarkonan er sérstak- lega góður hlustandi og hún kann að nýta sér þær upplýsingar sem hún fær í þessum samtölum. Það getur verið erfitt að vera gift- ur Vogarkonu, en þær eru yfirleitt trygglyndar og verða bæði undrandi og sárar þegar eiginmaðurinn finn- ur að þvi hvað mikið af karlmönn- um hópast í kringum þær. Vissulega var hún ekki að hugsa um neitt ann- að en að tala við skemmtilegt fólk.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.