blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 30
30 I TRÚMÁL ' ‘ ->:*í ^S9BSBKKSSSBHK^0'i- «198 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaðiö Diwali: Indversk hátíð ljóss og friðar Meðfylgjandi myndir voru teknar sl. þriðjudag, en af þeim að dæma mætti ætla að sjálfur Clark W. Griswold hefði komist í þessar fallegu indversku hallir og jólaskreytt óumbeðinn, af sínu alræmda óhófi. Það er hins- vegar ekki tilfellið, heldur voru hallirnar - og reyndar flest híbýli Indlands - skreytt snemma í vik- unni sem liður í hátíð sem kallast Diwali á frummálinu. Hátíðinni er fagnað af nær öllum trúfélög- um á Indlandi sem og af fólki af indverskum uppruna um heim allan, en henni svipar lítillega til jólahátíðar vesturlandabúa, þar sem hún á sér stað yfir nokkurra daga skeið og hefur m.a. þann tilgang að fagna sannleika, birtu, friði og nýju upphafi og er rétt- nefnd ljósahátíð. Þetta má meðal annars sjá á nafninu sem oftast er notað til þess að vísa til hátíðarinnar - orðið Diwali er afbökun á sanskrítska orðinu „De- epavali", en „Deepa“ merkir í þessu samhengi ljós og „Avali“ röð. Diwali er tekin mjög hátíðlega á nær öllum landssvæðum Indlands og fagnað af áfergju, en auk allra trúar- og goðsögulegu tenginganna er henni einnig (og jafnvel fyrst og fremst í huga sumra) ætlað að marka komu nýs árs. Þrátt fyrir að mismunandi stéttir, menningarhópar og trúfélög leggi hver sína merkingu í hátíðina og tengi við hana ólíkar goðsagnir og hefðir er meginstef þeirra allra að fagna endurnýjun lífs - því fylgir t.d. að gengið er í nýjum fötum yfir hátíðina. Göfug markmið - hreingern- ing á líkama, sál og heimili Fyrir Diwali fer fram vandleg hrein- gerning á hverju heimili og í þá fimm daga sem hún stendur yfir eru nær öll indversk heimili skreytt af mikilli natni; frá opnum gluggum slær appelsínugulum, lágstemmd- um bjarma frá lugtum og lömpum sem m.a. hafa það táknræna gildi að bjóða Lakshmi, gyðju auðs og vel- ferðar, velkomna í bæinn. Að auki er siður Indverja að skiptast á gjöfum meðan á henni stendur, en óhætt er að fullyrða að Diwali sé indverjum ekki minna mikilvæg en jólahátíðin vesturlandabúum. Vegna þess hve Indland er víð- feðmt og fjölmennt, að ekki sé minnst á ólíkt milli landssvæða, tek- ur Diwali á sig margar ólíkar mynd- ir. í að minnsta kosti einu svæði hefst hátíðin á „Dhanteras", degi sem ætlað er að fagna áðurnefndri Lakshmi, gyðju auðs og velferðar. Þess má geta að í indverskri menn- ingu er ekki litið á ríkidæmi sem spillingarvald, heldur eru ríkir álitn- ir verðskulda ríkidæmi sitt vegna góðverka í fyrri lífum. Að sjá það góða í óvinum sínum Á sumum svæðum er annar dagur Diwali helgaður Kali, gyðju styrk- leika, en tilgangur hans er m.a. að varpa á brott leti og illsku. Á þriðja degi (sem er síðasti dagur tunglárs- ins) er kveikt á lömpum og kertum á hverju heimili, eins og áður sagði. Lamparnir tákna þekkingu og eiga m.a. að hvetja til þess vangaveltna um tilgang hvers dags hátíðarinnar. Er þar markmiðið að minnast hans út árið og viðhalda þannig upplýst- um og vökulum huga. Fjórði dagur Diwali er jafnframt sá fyrsti í nýju tunglári. Þá er víða siður að ganga frá gömlum við- skiptareikningum og opna nýjar bækur, sem síðan eru tignaðar í sérstakri athöfn þar sem þátttakend- ur eru hvattir til þess að fjarlæga reiði, hatur og öfundsýki úr lífi sínu. Fimmti og síðasti dagur hátíðarinn- ar er svo sumstaðar helgaður Bali, fornum indverskum konungi. Bali þessi er sagður hafa á sínum tíma lagt í rúst aldagamlar siðareglur og heimspekihefðir þjóðfélagsins, en hans er einnig minnst fyrir að vera örlátur mannvinur. Því má segja að markmið dagsins sé að sjá það góða í öðrum, m.a. óvinum sínum. haukur@vbl.is Teppi upplifðu muninn Teppi gefa heimilinu hlýlegt yfirbragö. Þau eru hljóöeinangrandi og mjúk. Notalegt er að ganga berfættur á teppi og börn elska að leika sér á teppalögðu gólfi. Við seljum afar vönduð og endingargóð c teppi úr ull. Teppin okkar eru þægileg, 1 ofnæmisprófuö og á góðu verði. ! § n d c i I < Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is Óhp/JíA/ Þversögn Zenons: Akkiles og skjaldbakan Það er alltaf hressandi að takast á við góða þversögn. Þær geta fengið heilann til að hiksta eitt augnablik, en verða yfirleitt á endanum til þess að hreinsa hann rækilega og geta jafnvel búið til pláss fyrir nýjar hug- myndir. Þær eru líka voða pirrandi. Hér er ein sem kennd er við fornald- arheimspekinginn Zenon frá Eleu. Þessi er reyndar ein af hans þekkt- ustu, en Zenoni fannst fátt skemmti- legra en að færa viðmælendur sína á barm taugaáfalls með þverstæðum á borð við þessa: Gríska hreystimennið Akkiles fer í kapphlaup við skjaldböku og gefur henni - eðlilega - forskot. Þegar Akkiles kemst á staðinn sem skjaldbakan lagði upp frá er hún komin eitthvað áleiðis á veginum. Þegar hann kemur svo að þeim stað er skjaldbakan komin enn lengra. í hvert skipti sem Akkiles nær á stað- inn þar sem skjaldbakan góða var örstundu áður er hún komin spöl lengra. Því lítur út fyrir að Akkil- les þurfi að vinna upp óendanlega mörg bil áður en hann nær blessaðri skjaldbökunni. Og hvernig ætti Akk- illes að geta unnið upp óendanlega mörg bil á tíma sem er sannanlega endanlegur. Nær þetta annálaða Þessi brjóstmynd er sögð vera af Zenoni hreystimenni aldrei skjaldbökunni? Skjaldböku?!?? Svör óskast á: haukur@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.