blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 28
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaðiö 28 I Ástríðufullur frœðimaður sœkir ísland heim Konur tjá sársauka sinn i gegnum þjóðsöngva Makunda Raj Pathik er maður sem lætur hjartað ráða för. Hann er ástríðufullt skáld, áhugasamur tungumálamaður sem talar átta tungumál, forvitinn rannsakandi og metnaðarfullur baráttumaður mannréttinda. Makundahefur verið í mánaðarlangri heimsókn á íslandi en hann býr að jafnaði í Nep- al. Tíma sinn á íslandi hefur hann nýtt til að halda fyrirlestra um trúarbrögð og alþjóðlega tungumál- ið Esperanto enda er hann forseti Esperanto-félagsins í Nepal auk þess að vera kennari í tungumála- deild í þarlendum háskóla. Blaðið spjallaði við Makunda um vændi barnungra stúlkna, heimanmund, þjóðsöngva og margt fleira. Makunda talar nepölsku, japönsku, Sanskrít, rússnesku, ensku og Esper- anto reiprennandi ásamt fleiri tungu- málum enda segist hann vera mjög áhugasamur um tungumál. „Um leið og ég læri eitthvað í tungumálum þá nota ég það strax,“ segir Makunda um leið og hann sannar mál sitt með nokkrum íslenskum orðum. ,Mér líkar vel við tungumál og þetta er mitt áhugamál. Esperanto er eitt einfaldasta tungumál í heimi og það er hægt að læra það á einum mánuði, auðveldlega.“ Makunda hef- ur skrifað nokkrar bækur á Esperanto og hans von er sú að Esperanto nái sterkari stöðu í heiminum heldur en enskan og að það verði annað tungu- mál flestra í heiminum. Um 125 tungumál í Nepal Það eru um 27 milljónir manna sem búa í Nepal af 61 mismunandi þjóð- ernum. Opinberlega eru töluð um 70 tungumál í Nepal en samkvæmt Ma- kunda er alls töluð um 125 tungumál óformlega. „Ekki eru öll tungumálin töluð af öllum og stundum er bara ein fjölskylda sem kann eitthvert til- tekið tungumál. Þjóðartungumálið er Nepalska og auk þess er enska mikið töluð,“ segir Makunda og bætir við að auk þess séu mörg mismunandi trúar- brögð stunduð í heimalandi sínu. „1 Nepal er hindúismi, búddismi og kristin trú stunduð. Hindúismi er algengast en búddisminn kemur þar fast á eftir.“ Makunda segir að það sem einkenni Nepal helst sé þó mikil fátækt. „Meirihluti fólks í Nepal er fá- Makunda hyggst skrifa bók um fsland þegar hann snýr aftur til Nepal enda hreifst hann mjög af fslandi og fslendingum. lega er til ríkt fólk en fátæktin er áber- andi. Það er því mjög algengt að unga fólkið okkur fari til erlendra landa til að þéna peninga sem síðan er sendir nvex=> Til nQi and st Fyrst sást i skapahár á siðum blaðsins i nóvember 1971 Fer í hús á laugardaginn til stelpna 18-25 ára. heim til fjölskyldunnar." Barnavændi mikið vandamál Barnaþrælkun er bönnuð í Nepal en það kemur þó ekki í veg fyrir hana samkvæmt Makunda sem segir að um fimmtíu þúsund börn séu látin vinna í Nepal. „Um 40% barna á aldrinum 5-14 ára eru á vinnumark- aðnum f Nepal. Börn- in vinna á hótelum, veitingahúsum og verk- smiðjum, jafnvel um kvöld og nætur. Oftsinn- is gerist það að börnin hreinlega sofna við vinn- una enda löngu orðin upp- gefin. En það er líka mikið um að barnungar stúlkur selji sig og ég tel að það séu um 25 þúsund stúlkna sem selja sig i Nepal. Þetta er því mikið vandamál." Makunda er um þessar mundir að gera rannsóknir á barnaþrælkun og barnavændi í Nepal en þeim er ólokið vegna skorts á fjármagni. „Ég er að reyna að gera eitthvað frá hjartanu enda vil ég gera eitt- hvað fyrir samfélagið, fyrir land- ið mitt. Ég get miðlað þekkingu minni og menntun til margra landa enda helga ég mig starfi mínu,“ segir Makunda með áherslu og bætir við að stjórnvöld í Nepal séu svo sannar- lega að gera eitthvað til að sporna við þrælkuninni og vændinu en þau nái ekki að rót vandans. Börn virða foreldra sína og ?iftast ókunnugum nepölsku stjórnarskránni er ákvæði um jafnrétti til handa kynjunum en Makunda segir að það sé frekar í orði en á borði enda séu konurnar minna menntaðar en karlmennirnir. Hann viðurkennir þó að aukin vitund um málefni annarra landa hafi mikil áhrif á samfélagið. „í Nepal finna foreldrar ennþá maka fyrir börn sín en það er þó miklu algengara í dreif- býlinu og í miklum meirihluta þar. Foreldrar ákveða þá hverjum börnin skulu giftast en oftast eru einhverjir milliliðir sem koma sambandinu á. 1 höfuðborginni er einungis um helmingi hjónabanda hagrætt af for- eldrum. Unga kynslóðin kýs að gift- ast þeim sem þau elska en þau þurfa samt sem áður að fá leyfi beggja for- eldra.“ Aðspurður að því hvort börn- in séu ekki oft ósammála þessum ráðahag segir Makunda að það sé vissulega svo. „Unga fólkið er byrjað að fara í menntaskóla þannig að það fær vitneskju um heiminn og það bregst við þeirri vitneskju. Þau vita um mannréttindi sín og að það eigi að vera jafnrétti milli kynjanna. En þau virða foreldra sína.“ Brúður myrt vegna lélegs heimanmundar Þegar gengið er í hjónaband í Nepal þá fylgir brúðinni ætíð heimanmund- ur. „Þetta geta verið gjafir eins og sjónvarp og fleira. Einnig eru stund- um gefnir peningar en einstaka sinn- um hafnar hin fjölskyldan heiman- mundinum og finnst hún ekki þurfa á honum að halda. Einnig kemur það fyrir að foreldrar brúðgumans séu óánægir með heimanmundinn og þá getur það oftar en ekki bitnað á stúlkunni.“ Makunda segir að það þekkist dæmi þess í Nepal að brúður- in hafi verið myrt af fjölskyldu maka síns vegna lélegs heimanmunds en slíkum glæpum fari þó fækkandi. „Hefðir eru mjög sterkar í Nepal og all- ir í fjölskyldunni hafa ákveðnum hlut- verkum að gegna,“ segir Makunda og bætir því við að þegar dauðsfall er í fjölskyldunni þá er mikil sorg en þó getur líka gleði svifið yfir vötnum. „Mágkona hins látna gleðst því eigin- maður hennar mun öðlast fleiri eign- ir þegar einn af bræðrunum fellur frá. Þegar faðir missir son þá grætur hann í ár en móðirin grætur það sem eftir er ævi sinnar.“ Mikil hefð fyrir þjóðsöngvum Makunda er að taka doktorsgráðu í þjóðsöngvum og hefur því ferðast um alla Nepal til að safna þeim. Ekk- ert af söngvunum var til á skrá held- ur gengu þeir manna á milli, kynslóð fram af kynslóð enda segir Makunda að Nepal sé þekkt fyrir þjóðsöngva- hefð sína. „Þjóðsöngvarnir eru not- aðir til að tjá tilfinningar og sorgir. Söngvarnir eru svo tilfinningaríkir og sungnir af það mikilli tilfinningu að áhorfendur bresta oft í grát. Til að mynda er ein hátíð í Nepal sem er helguð konum og einu sinni á ári fá konur að tjá sársauka sinn um kvenréttindi, kynferðisofbeldi og önnur vandamál. Þær tjá sig í gegn- um söngvana.“ Þjóðsöngvarnir eru þó ekki einungis sungnir á hátíðum heldur segir Makunda að mikið sé sungið við vinnuna, til dæmis á hrís- grjónaakrinum. Skrifar bók um ísland Senn líður að lokum þessara löngu heimsóknar Makunda til íslands en hann segist ekki fara ósnortinn heim enda hafi hann hrifist svo mjög af íslandi. Hrifningin var það mikií að hann hyggst skrifa bók um Island og íslendinga þegar hann snýr aftur til Nepal. „ Ég fékk góða tilfinningu fyrir Islandi og íslensku fólki þegar ég kom hingað. Fólk hér er mjög vin- samlegt, greiðvikið og góðhjartað. Ég hef notið hvers einasta dags hér, segir Makunda klökkur. svanhvit@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.