blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 20
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaöið 20 Kuldaofnœmi er sjaldgœfur sjúkdómur Fólkhefur dáið úr kuldaofnœmi Það hafa ekki margir heyrt um kuldaofnæmi enda er það sjald- gæfur sjúkdómur. Þrátt fyrir það þjáist hópur íslendinga af kuldaof- næmi sem gerir það að verkum að það má ekki borða ís eða drekka kalda drykki. Einkennin eru oft væg en geta líka leitt til dauða. Björn Rúnar Lúðvíksson, dósent í klínískri ónæmisfræði við Háskóla íslands, segir að kuldaof- næmi geti meira að segja valdið því að fólk flytjist búferlum. Björn Rúnar segir að til séu nokkrar tegundir kuldaofnæmis. „Kuldaof- næmi er stór flokkur sjúkdóma og hann er til í nokkrum formum. Það eru bæði til form þar sem þetta ger- ist bara upp úr þurru, eins og margir aðrir sjálfsofnæmissjúkdómar sem við flokkum þetta með. Það eru líka til form af þessu sem eru fjölskyldu- bundin og erfast, ríkjandi arfhneigð og víkjandi arfhneigð.“ Upphleypt útbrot og stórir flekkir Björn talar um að aðrir sjúkdómar geta fylgt kuldaofnæminu. „Þarna 99......................... Svo eru einstaka ein- staklingar sem þola til dæmis ekki að borða ís eða að drekka mjög kalt vatn og fá þá ofnæmisviðbrögð á varir, tungu eða í kok. er um mjög stóran flokk sjúkdóma að ræða sem er með margskonar og mismunandi einkenni en algeng- asta formið er að fólk fái upphleypt útbrot og stóra flekki sem eru fljót- ir að hverfa og skilja lítið eftir sig. Það er þetta klassíska kuldaofnæmi, síðan getur fólk verið með aðra sjúkdóma sem gætu haft sjúkdóms- einkenni sem eru ekkert ósvipuð og þessi klassíski flokkur tilheyrir. Sérstaklega þegar fólk er að fram- leiða svokölluð kuldamótefni en þá falla mótefni út í vefjum líkamans við ákveðna kælingu. Mótefnin eru þá tengd gigtsjúkdómum, sjálfs- ofnæmissjúkdómum og jafnvel krabbameini. Það er að mörgu sem þarf að huga enda er þetta flokkur sjúkdóma sem geta haft margskonar ástæður og ein af þeim geta verið þetta kuldaofnæmi.“ Flutt af norðlægum slóðum Björn Rúnar segir að þó einkenni kuldaofnæmis séu misjöfn þá getur ofnæmið líka verið lífshættulegt. „Það hefur gerst að fólk hefur dáið úr kuldaofnæmi vegna þess að það hefur fengið ofnæmislost. Þá verður blóðþrýstingsfall og það getur lok- ast fyrir öndunina. Það eru líka til það slæm einkenni af kuldaofnæmi að fólk hefur ekki getað verið á norðlægum slóðum og þurft hrein- lega að flytja,“ segir Björn Rúnar og bætir við að það hafa ekki verið gerðar rannsóknir á hve algengt kuldaofnæmi sé á íslandi en þetta sé tiltölulega sjaldgæfur sjúkdóm- ur. „Einkenni kuldaofnæmis koma fram þegar snögg kæling á yfirborði Mikill kuldi getur valdið einkennum hjá þeim sem hafa kuldaofnæmi og þvi er nauðsyn legt að klæða sig vel. húðar verður. Svo eru einstaka ein- staklingar sem þola til dæmis ekki að borða ís eða að drekka mjög kalt vatn og fá þá ofnæmisviðbrögð á var- ir, tungu eða í kok.“ Ofnæmið komið til að vera Samkvæmt Birni Rúnari er hægt að greinast með kuldaofnæmi hvenær sem er en þegar um ættlægan sjúk- dóm er að ræða þá er langalgengast að það greinist strax í barnæsku eða á unglingsárum. „Þegar kuldaof- næmi gerir vart við sig hjá einstak- lingi þá er það yfirleitt komið til að vera. Það er þó einstaka einstakling- ur sem losnar við það og þá helst einstaklingar sem eru með áunna formið. Hluti þeirra getur læknast af sjálfum sér.“ Björn Rúnar segir að það sé ekki vitað nákvæmlega hvað valdi kuldaofnæmi en erfðir og umhverfisþættir ráði örugglega einhverju. Alltaf vel klæddur Þegar Björn Rúnar er spurður hvort fólk með kuldaofnæmi á íslandi sé inni í 9 mánuði á ári hlær hann og segir: „Nei, það er einn og einn sem er mjög slæmur en flestir ná að halda þessu niðri með því að passa sig og með lyfjagjöf. Einfaldasta leiðin er ofnæmistöflur sem ná að halda ansi mörgu niðri. Það þarf alltaf að vera vel klæddur, með trefil fyrir vitum þannig að ekki verði mikil kæling við það að anda að sér. Það er svoleið- is atriði sem fólk með kuldaofnæmi passar sig á.“ svanhvit@vbl.is TVviinlab COLON CARE Gegn maga- og ristilkvillum Langtum meira en bara trefjar Útsölustaðir: Apótek og heilsuverslanir www.medico.is Akralind 3, 201 Kóp Nýtt frá dr. Gillian McKeith, pEDjl |\| flf) EfefW iínni\inimön LIQUID NUTRIENT SHOT Hráir og óunnir blágrænir þörungar í vökvaformi. Næringarefnin í þörungnum eins vítamín, steinefni, prótein, amónísýrur og fitusýrur nýtast allt að 90% þar sem þeir eru í vökvaformi. ,.*íé.°DUCTs«í?\ ii BEST fi "Næringarskotið er %pbSdoctJJ orkubomba einstaklega næringarrikt, meltanlegt og '--••••... nýtanlegt jurtabætiefni sem heldur mér og sjúklingum mínum orkumiklum og HRAUSTUM, Gillian... Dropamir eru einstaklega ríkir af steinefnum, próteinum og vítamínum. Mjög mikið er af B-12 vítamíni, eitt það mesta sem hægt er að fá úr náttúruríkinu. Hentar öllum frá eins árs. Utsölustaðir eru: Lyfja, Lyf & heilsa, sjálfstæð apótek um allt land, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Yggdrasill, Maður lifandi, Lyfjaval, Blómaval, Heilsubúðin Njálsgötu, Heilsuhornið Akureyri. Þú ertþað sem þú borðar ið hefur kynhvöt Dr. Gillian McKeith segir óhollustu stríð á hendur. áhrifá Dr. Gillian McKeith er klínískur næringarfræðingur sem hefur öðlast heimsfrægð vegna mikill- ar baráttu sinnar við matarræði Breta. Sjálf segist hún hafa alist upp á óhollu mataræði en það breyttist snögglega eftir að hún komst í kynni við konu sem losn- aði við krabbamein með því að breyta mataræði sínu. Árið 2004 gaf Gillian út bók sem nefnist í ís- lenskri þýðingu: „Þú ert það sem þú borðar“ og á hún að breyta lífi þeirra sem lesa. í bókinni fer Gillian í gegnum mataræði og hollustu auk þess sem hún fjallar heilmikið um almenna heilsu og vellíðan. Til að fólk átti sig betur á hve mikla óhollustu það borðar tekur Gillian sem dæmi súrsætt svínakjöt með steiktum hrísgrjónum, en að neyta þess er líkt og að borða 14 teskeiðar af sykri og einn tuttugasta úr svína- feitisstykki. 1 hamborgaramáltíð, hamborgara, frönskum og gosdrykk eru 38 teskeiðar af sykri og 1/5 af svínafeitisstykki. Þetta er óneitan- lega áhugaverður samanburður og gefur nýja sýn á mataræði margra. Matur hefur áhrif á kynþokka Gillian segir að hollur matur sé ekki einungis mikilvægur til að grenna sig heldur örvi hann líka hugarafl, létti skapið, dragi úr streitu, auki lífskraft auk þess að stuðla að heil- brigðara hjarta. Að sama skapi segir hún að óhollur matur hraði öldrun, rugli einbeitingu, veiki ónæmiskerf- ið, hafa neikvæð áhrif á kynhvöt og svo mætti lengi telja. Gillian leggur auk þess mikla áherslu á að hollur matur bæti ekki einungis skap og Hð- an heldur hefur hann töluverð áhrif á kynþokka lika. Minniháttar breytingar jörbreyta líðan bókinni eru ýmsum kvillum sem meðalmaðurinn glímir við lýst og bent á leiðir sem leysa vandamálið. Sem dæmi má nefna flösu sem get- ur verið óttalega þreytandi vanda- mál en Gillian segir að með því taka tvær teskeiðar af hörolíu á dag hverfi vandamálið eins og dögg fyr- ir sólu. Gillian tekur fram að hún leggi ekki áherslu á það sem fólk á ekki að borða heldur vill hún vekja athygli á hundruðum nýrra fæðuteg- unda sem fæstir hafa kannski heyrt minnst á. Jafnvel minniháttar breyt- ingar á matarvenjum getur gerbreytt allri líðan samkvæmt Gillian. Ávextir hollir og góðir 1 bókinni kemur fram að gott mata- ræði getur rofið vítahring löngun- ar, sykurs og þyngdaraukningar og eina lausnin er að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat. Hollur matur nærir ekki einungis líkamann held- ur kemur líka reglu á blóðsykurinn svo einstaklingur sökkvi ekki í lægð. Ekki sé þó ætlunin að svipta einstak- linginn öllum sætindum enda séu ávextir bæði hollir og góðir auk þess að uppfylla eðlilega sætuþörf. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.