blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 18
18 I ¥EIM FðSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 blaðiö Laxveiðimarkaðurinn: Veltir þremur milljörðum árlega Laxveiðimarkaðurinn veltir hærri og hærri upphæðum á á hverju ári og leiga á laxveiðiánum hefur hækk- að stjarnfræðilega síðustu tvö, þrjú árin. Slegist er um þær ár sem losna, og nú er svo komið að leigutakar reyna ávallt að semja áður en leigu- samningar falla úr gildi og fáar veiði- ár eru því á „lausu“ þessa dagana. Markaðurinn tók kipp, eftir að leigan á Víðidalsá í Húnavatnssýslu hækkaði úr 31 milljón króna í 52 milljónir og fleiri veiðiár fylgdu í kjölfarið eins og Miðfjarðará í Húna- vatnssýslu. Hún er komin í svipaðar upphæðir og Víðidalsá hvað leigu- verð varðar á ánni. Stórfyrirtæki kaupa Reyndar hefur gengið vel að selja í Víðidalsá og er hún víst næstum upp- seld næsta sumar. Gera má ráð fyrir að ein ástæðan fyrir því að hægt sé að selja veiðileyfi á eins háu verði og raun ber vitni er að stórfyrirtæki eins og íslensku bankarnir eru með- al viðskiptavina. En veiðimenn sem hafa veitt í Viðidalsá í fjölda ára hafa ekki keypt veiðileyfi í ánni í sumar, þeir ætla margir annað til veiða. „Mér dettur ekki hug að kaupa veiðileyfi fyrir 90 þúsund daginn, sem ég keypti á 40 þúsund fyrir ári síðan. Við ætlum annað að veiða næsta sumar,“ sagði veiðimaður sem hefur veitt í Víðidalsá í 20 ár. Þegar leið á sumarið, var ekki möguleiki á að kaupa veiðileyfi í veiðiánum, þau voru öll fyrir löngu uppseld. Það hefur ekki gerst í mörg ár, alltaf hefur eitthvað verið til af veiðileyfum þegar veiðitíminn var úti. Veiðin var reyndar mjög góð og árnar gáfu fína veiði. 54 þúsund lax- ar á land, er meiriháttar. „Við erum búnir með veiðileyfin fyrir löngu, færri komust að en vildu, þú getur reynt næsta sumar,“ sagði leigutaki sem er með þrjár veiðiár, þegar við höfum samband við hann í ágúst og reyndum að fá eina stöng. Það gekk ekki með nokkru móti. Veltir gríðarlegum Qármunum Leigan á laxveiðiánum og sala á þeim veltir um 2 milljörðum árlega. Ekki er eingöngu um beina sölu á veiðileyfum að ræða því ýmislegt er í kringum þennan iðnað, svo sem rekstur veiðihúsa, leiðsögumenn og fleira. Sá hluti laxveiðiiðnaðar- ins veltir á hverju ári um einum milljarði, en almennt má segja um þennan geira að upphæðir í honum og velta fari hækkandi með hverju árinu. Veiðifélagið Laxá er stærsti aðilinn á markaðnum, en gera má ráð fyrir að hann sé með um helmingi meiri veltu en Stangaveiðifélag Reykjavík- ur sem kemur næst. Síðan koma Strengir, Sporður, Pétur Pétursson, Brynjólfur Markússon og fleiri. Sala næsta sumars gengur vel Veiðileyfasalan er komin á fullt fyr- ir nokkru sem er töluvert fyrr en í venjulegu ári. Hefðin er að salan hefjist af fullum krafti í nóvember mánuði. Veiðimenn innlendir og er- lendir ætla greinilega að tryggja sér veiðileyfin tímanlega eftir metveiði í sumar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur verið með veiðileyfi í forsölu og hefur það gengið vel. Verðskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur kem- Níu rjúpur eftir fimm daga ferð Það voru margir sem fóru á rjúpu um síðustu helgi, þrátt fyrir frek- ar slæma spá og síðan slæmt veð- ur. Af einum fréttum við sem fór út á Fellsströnd og varð næstum úti vegna veðurs. Það var hins- vegar nokkur sárabót að sá fékk ur út eftir nokkra daga og verður spennandi að sjá hvað er boðið og hvaða verð eru í gangi. Stanga- veiðifélagið gaf þá yfirlýsingu fyrir skömmu að veiðileyfin myndu ekki hækka mikið hjá þeim fyrir næsta sumar nema í fáum tilfellum. Þrátt fyrir að sala á veiðileyfum sé löngu hafin er að sjálfsögðu eng- in leið að spá fyrir um hvernig veið- in muni verða næsta sumar. Veiði- menn vona hinsvegar að tveggja ára laxinn mæti í meira mæli en í sumar. Þrátt fyrir að gaman sé að veiða 2,5 til 3,5 punda laxa er glíman við þá stærri miklu skemmtilegri. Það vita veiðimenn mætavel. þó nokkuð af fugli. Hópur einn fór norður í Fljót á föstudaginn og lenti í margs konar hremming- um og komst ekki heim fyrr en seint á þriðjudaginn. Fimm daga ferð og rjúpurnar voru níu, sem er nú ekki mikið. En það er ekki aðalmálið að veiða sem mest, held- ur að hafa gaman af ferðinni og útiverunni sem getur fylgt svona vetrarferðum um landið. SPORTBÚÐ TÍTAN SKOTVEI0AR ÚTIVIST & KAJAKAR Rjúpnaskot + skotbelti á 990.- Rjúpnaskot 790.- Krókháls 5a 110 Revkiavík Sími: 517 8810 Fax:517 8814 SDortbud@sportbud.is WWW SP0RTBUD iS Veðurfarið setti strik í reikninginn „Ég fór á rjúpu síðastliðinn sunnu- dag, en það stóð stutt yfir. Það var bylur og ófærð og við snérum til baka í bæinn þar sem veður fór versnandi,“ sagði Arnar Hjaltested, sem var einn af þeim fjölmörgu sem fór til rjúpna um síðustu helgi. „Við vorum búnir að fara nokkr- um dögum áður og þá fengum við nokkrar rjúpur. Ég reikna ekki með að fara aftur fyrr en eftir nokkra daga, en þá er ég að fara norður,“ sagði Arnar ennfremur. „Við vorum í næsta nágrenni við Húsavík og fengum ágæta veiði, það voru nokkrir að skjóta þar sem við vorum og flestir voru að hafa eitt- hvað af fugli,“ sagði skotveiðimaður á Húsavík. Tveir félagar fóru á Öxnadalsheið- inaogfengumi2fugla,þarhefurver- ustu daga, en misjafnt hvað menn ið slæðingur af mönnum á rjúpu síð- hafa verið að fá. Arnar Hjaltested og Rúnar Vilhjálmsson með rjúpur sem þeir fengu fyrir nokkrum dögum. .isnes.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.