blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 21
blaðið FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005
l 21
Fíkniefnaneysla er sjúkdómur
skortur á meðferðarúrrœðum ífangelsum
Michael Levy er aðstoðarprófess-
or við háskólann í Sydney. Hann
starfar í fangelsi í New South Wa-
les-fylki sem hýsir meðal annars
höfuðborgina Sydney. Hann er
staddur á íslandi um þessar mund-
ir og heldur fyrirlestur um áfengis-
og vímuefnameðferð í fangelsum
á morgunverðarfundi sem er hald-
inn er fyrir tilstilli samráðsnefnd-
ar varðandi málefni fanga á Grand
Hotel í dag. Fyrirlesturinn sjálfur
fjallar um það hvernig skuli taka
á þeim einstaklingum sem koma
inn í fangelsi með vímuefnavanda.
Blaðið kynnti sér málið nánar.
Er heilbrigðisvandamál
Michael segir að um 8o% fanga sem
sitja í fangelsum í New South Wa-
les hafi notað fíkniefni og um 40%
þeirra lendi í fangelsi vegna brota
sem tengjast beint fíkniefnum eða
fíkniefnaneyslu. Hann segir að hlut-
verk hans sem læknis sé að takast á
við þessi vandamál út frá heilbrigðis-
sjónarmiði. „Dómskerfi allsstaðar í
heiminum eru afar óumburðarlynd
í garð fíkniefnaneyslu, hvort sem
hún fer fram í samfélaginu eða innan
fangelsanna. Til þess að taka á fíkni-
efnavanda eru því tvær leiðir: önnur
er sú að neyða fangana i afeitrun með
því einfaldlega að klippa algerlega á
neysluna. Það er leið sem er farin og
studd mjög dyggilega af til dæmis
bandarískum fangelsismálayfirvöld-
um og er afar vinsæl í fátækari ríkjum
heims og þá sérstaklega í Afríku og
Asíu. Hin leiðin, sem er samúðarfyllri
gagnvart neytandanum og veitir hon-
um heilbrigðisþjónustu í samræmi
við veikindi hans, er svokölluð stað-
gengilsmeðferð.“ Michael segir seinni
kostinn afar árangursríkan í sinu
umhverfi þar sem heróinfíkn er aðal-
vandamálið. „Heróin erstærsta vanda-
málið hjá okkur í Sydney og það er
hægt að meðhöndla þannig fíkn með
til dæmis meþadón-meðferð þar sem
að föngunum er gefið meþadón undir
ströngu eftirliti lækna til að aðstoða
þá við að sigrast á heróinfíkninni eða
allavega að halda henni í skefjum."
Michael segir að meþadón-meðferðir
hafi verið notaðar innan þess kerfis
sem hann starfar síðan 1986 og því sé
komin löng reynsla á þannig meðferð
þar. í dag er einn af hverjum sjö föng-
um í fylkinu á meþadóni. Önnur lönd,
meðal annars í Vestur-Evrópu, hafa
tekið þessi meðferðarúrræði í sína
þjónustu í fangelsum sínum með góð-
um árangri að sögn Michaels. Hann
segir að þetta sé vissulega heilbrigðis-
meðferð og í eðli sinu ekkert ósvipuð
insúlinmeðferðum sem beitt er gegn
sykursýki. „Insúlin læknar ekki syk-
ursýki en heldur henni niðri á sama
hátt og meþadón læknar ekki heróin-
fíkn en heldur henni niðri. Meðferðin
skilar því árangri ef hún dregur úr
eða kemur í veg fyrir heróín-notkun
jafnt á meðan að viðkomandi situr í
fangelsi og sérstaklega þegar að hann
kemur aftur út í samfélagið.”
Vandamál samhliða fíkniefnaneyslu
Annað stórt heilbrigðisvandamál sam-
hliða fíkniefnaneyslu eru ýmiskon-
ar veirusýkingar sem smitast milli
neytenda. Þetta eru sýkingar eins og
HI V-veiran og lifrabólga B og C. Þetta
er ekki einungis vandamál á meðal
fíkniefnaneytendanna sjálfra heldur
einnig innan samfélagsins. Michael
segir að það sé því hagur allra að fund-
in sé leið til þess að draga úr þessum
veirusýkingum því að þær smita fleiri
en fíkniefnaneytendurna sjálfa. „ Ég
hef aldrei kynnst fangelsiskerfi þar
sem fíkniefnaneysla þrífst ekki. Þvi
geta svona veirusýkingar breiðst út
mjög hratt i jafn litlu og samþættu
samfélagi og fangelsin eru. En fang-
arnir koma líka aftur útí samfélagið
og þá eykst smithættan þar lika,“ seg-
ir hann ennfremur. Michael segir að
það sé ekki hægt að ætlast til þess
að fólk sem er langt leitt af fíkniefna-
neyslu hætti einfaldlega án nokkurs
konar aðstoðar þegar að það er dæmt
í fangelsi, einfaldlega vegna þess að
fangelsisyfirvöld og jafnvel samfélag-
ið geri þær kröfur. „Fólk hefur áfram
langanir og þær hverfa ekkert þegar
að fólkið er lokað inni. Til að svala
þessum löngunum þá setur það
þrýsting á ættingja og vini að út-
vega því fíkniefni og setur um leið
það fólk í hættu. Að auki stuðlar
auðvitað áframhaldandi fíkniefna-
neysla að aukinni veirusýkingar-
hættu innan veggja fangelsisins,"
segir Michael.
Ætti að bjóða upp á endurhæf-
ingu við byrjun afplánunar
Michael segir að hann sé á þeirri skoð-
un að það myndi líklega skila meiri
árangri ef boðið væri upp á endurhæf-
ingarmeðferðir í upphafi refsidóma.
Það er þveröfugt við það sem er í boði
á íslandi þar sem boðið er upp á þann
kost að bjóða föngum með fíkniefna-
vandamál upp á það að ljúka afplánun
sinni í meðferð utan við fangelsið sem
getur staðið allt frá 6 vikum og uppi
6 mánuði eftir eðli dóms og fíkniefna-
vandans. Það eru hins vegar óveruleg
úrræði í boði á meðan að fangarnir
sitja inni sem skilar sér í of mikilli
neyslu innan fangelsa landsins. „ Mér
finnst að fangar sem eiga við fíkni-
efnavanda að stríða eigi að vera boðið
upp á meðferðarvalkosti: annað hvort
að fara í algera afvötnun eða gangast
undir staðgengilsmeðferð með lyfjum.
Það veldur mér miklum áhyggjum
sem lækni að það sé víðast hvar mikill
þrýstingur frá fangelsisyfirvöldum að
fangar afeitrist án aðstoðar þvi að slík
meðferð hefur tilhneigingu til þess að
skila ekki viðunandi árangri nema að
neytandinn sjálfur gangist undir hana
af eigin ósk,“ segir Michael að lokum.
t.juliusson@vbl.is
Michael Levy
Virkar tannkrem
sem freyðir nánast ekkert?
Rest tannkrem innlhatda efni sem
freyða talsvert miklð í munninum.
zendium inniheldur hins vegar
einungis mild freyðiefnl. Ástæðan er
einfaldlega sú að það er ekki
freyðlefnið sem hreinsar tennurnar.
zendium virkar vel þótt það freyöi
lítið vegna þess að góð tannhirða
snýst ekki um mikla froðu og bragð.
Profið einnig nýja tannkremið
Fresh+White Hvítari tennur Frísklegt bragð Inniheldur zink sem vinnur gegn andremmu 1 1
zendium inniheldur mild efni sem
vinna með náttúrulegum hreinsi-
eiginleikum munnholsins.
Nýja zendium tannkremið inniheldur
ensím, zink og colostrum
(broddmjólk) og veitir tönnunum
mjög góða vörn gegn bakterlum.
Með zendium tannkremi verður
tannhirðan hvort tveggja í senn,
mild og árangursrík.
zendiu
STYRKIR VARNIRNAR I MUNNINUM
o
www.zendium.no