blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 22
22 I BESTI BITIWM FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 Maöi6 Gómsœt gœðamáltíð Fylltar pönnukökur á franska vísu Frakkar hafa án efa haft mikil áhrif á matarmenningu í heiminum - að minnsta kosti að eigin mati. Þeir hafa vissulega boðið upp á margt misjafnt eins og froskalappir og snigla en virðast hafa hitt naglann á höfuðið með því að framleiða crépes, stórar pönnukökur fylltar með alls kyns hnossgæti. Nýja kökuhúsið í Borgarkringlunni sálugu bauð fyrst upp á þessa nýjung en nú eru fleiri kaffihús farin að gefa við- skiptavinum sínum kost á að smakka þessa sígildu frönsku matseld sem finnst á hverju götuhorni Parísarborgar. Þrátt fyrir að pönnukökur séu í hugum flestra íslendinga sætur eftirréttur er einnig að finna matarmiklar pönnukökur sem virka fullkomlega sem gómsæt heit máltíð. Blaðið ákvað að fá sér hollan hádegismat og smakkaði því crépes á fjórum góðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. agnar. burgess@vbl. is Stórgóð og falleg máltíð Café Adesso er ungt kaffihús í verslunarmiðstöðinni Smáralind sem státar af fagmönnum í eldhúsinu. Matseðillinn er fjölbreyttur og hvort tveggja má finna gómsætt bakkelsi sem stærri máltíðir. Mikið er gert úr crépes matseðli staðarins en þar er að finna 12 mismunandi fylltar pönnukökur auk þess sem gestum er velkomið að velja innihaldið eftir eigin höfði. Vin- sælustu pönnukökurnar eru skinku crépes og kjúklinga crépes sem kosta 850 krónur en Blaðið ákvað að gæða sér á flaggskipi matseðilsins, BBQ kjúk- lingabringu crépes. Maturinn var glæsilega framreiddur í mjúkri og bragð- góðri pönnuköku. Satt best að segja kom fyrsti bitinn verulega á óvart þar sem maturinn var mun ljúffengari og saðsamari en ég þorði að vona og átti ljósmyndarinn erfitt með að slíta mig frá matnum. Sósan var vel dreifð sem og maturinn allur innan fallega samanbrotinnar kökunnar. Bragðið var mjög góð blanda BBQ sósunnar og meðlætisins og gerði gífurlega vel við bragðlaukana. Til þess að toppa veisluna var boðið upp á banana crépes í eftirrétt með ís ávöxtum og berjum sem rétti magann af eftir góða máltíð. Á framsetningunni og bragðinu mátti vel merkja að kokkurinn er meðlimur í eftirréttalandsliði Islands. Pönnukökurnar á Adesso eru fyllilega þess virði að fara sérferð í Smáralindina fyrir alla sælkera og áhugafólk um góðan mat, að ekki sé talað um svanga. ne '>'«<• I I- VWUHDKK. Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góð á saltkexið meö rifsberjahlaupi og sem ídýfa. Góð með kjúklingi, svínakjöti, reyktum laxi, graflaxi, sem salatsósa og í kalt pastasalat hverskonar. BBQ kjúklingabringu crépes með hrísgrjónum, gulum baunum, rauðlauki og salati kostar 1.180 krónur á Café Adesso. Banana crépes með ís og berjum kostar 720 krónur. Alveg eins og París Kaffi París er rótgróinn staður í hjarta bæjarins sem Reykvíkingar þekkja vel. Eins og við er að búast af stað sem kennir sig við höfuðborg Frakklands er boðið upp á crépes og má með sanni segja að vel hafi tekist að endurskapa stemninguna sem einkennir bistro menningu Par- ísar. Þar getur maður setið meðal jakkafataklæddra bankastjóranna og gætt sér á einni af fjórum matar- miklu crépes pönnukökunum sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Hin sígilda skinku og osta pönnukaka á sinn stað á matseðlinum sem og ein með pepperoni, pasta og sólþurk- uðum tómötum. Sú þriðja er fyllt með karríhrísgrjónum, rækjum og osti en ákveðið var að smakka crépes með eggjahræru, beikoni og osti. Það verður að segjast að þessi „frönsk matargerð kynnist enskum morgunverði" hittir beint í mark og verður Kaffi París fyrsta stopp á næsta sunnudagsbíltúr. Vel er gef- ið af beikoni og eggjahræran alveg eins og þær eiga að vera. Pastasalat sem fylgir með er gott á milli bita sem tryggir að maginn ræður vel við þessa saðsömu pönnuköku. Mað- ur gengur mettur og sáttur í Austur- strætið, beint inn í iðandi mannlíf miðborgarinnar. Crépes með eggjahræru, beikoni og bræddum osti á Kaffi París kostar 850 krónur. Einnig má fá gamaldags upprúll- aða pönnuköku með sykri á hundraðkall. Frum- kvöðullinn Hún Björk á Nýja kökuhúsinu var upphafsmaður crépes á íslandi í Borgarkringlunni sem var og hét. Þar var ávallt nóg að gera og hafa vinsældirnar engan veginn dalað með nýrri staðsetningu við Stjörnu- torgið í Kringlunni. Greinilegt er að Björk er stolt af þeim áhrifum sem pönnukökurnar hafa haft á Islendinga þar sem stórt skilti sýnir matseðilinn við innganginn. Seðillinn hefur að geyma einar tíu crépes auk þess sem nýjungin, Tikka Masala kjúklinga crépes, er kynnt á hógværum miða. Vinsæl- asta pönnukakan er með skinku, osti, hrísgrjónum, papriku, púrru og sósu að eigin vali og verður að segjast að bragðið er ólíkt því sem annars staðar fékkst. Það er mjög greinilegt að frumkvöðlinum er umhugað um að halda byltingunni áfram og fannst það enn betur á tikka masala pönnukökunni sem reyndist skemmtileg blanda af Ind- landi og Frakklandi. Vel var gefið á diskinn og var maturinn seðjandi og bragðgóður. Til að setja punkt- inn yfir i-ið var bragðað á einni sætri crépes með banönum, Grand Marinier, rjóma og súkkulaði í eftir- rétt en hún bráðnaði gjörsamlega í munninum svo maður gekk vígrei- fur en ánægður mót ljóma ótíma- bærra jólaskrey tinga Kringlunnar. Crépes með skinku, osti, hrísgrjónum, papriku púrru og sósu kostar 760 krónur á NK Café. Sæt crépes með banönum, Grand Marinier, rjóma og súkkulaði kost- ar650ásamastað. Hátíð fyrir bragðlaukana Babalú er yngsta og að mínu mati vinalegasta kaffihús borgarinnar um þessar mundir. Nánast eins og að amma gamla hafi skellt sér í int- errail, kynnst fullt af góðu fólki og boðið því að opna kaffihús á efri hæðinni. Úrvalið á matseðlinum kemur á óvart miðað við stærð eld- hússins en þar má finna fjölmarga rétti, og einnig crépes. Eins og ann- ars staðar er boðið upp á nokkrar matarmiklar pönnukökur og nokkr- ar sætari sem eftirrétt. Þær mat- armiklu sem í boði eru innihalda skinku, ost og egg (650 krónur), Serr- anoskinku, ost og egg (690 krónur), 3 osta og krydd (670 krónur) og spín- at, fetaost og sólþurrkaða tómata (650 krónur). Ákveðið var að skella sér á þá síðastnefndu og var engin eftirsjá í því. Framsetningin var ein- föld en smekkleg og brotið á pönnu- kökunni var samskonar og gert er á fínni veitingahúsum Parísar. Bragð- ið svíkur engann því innihaldið gaf ítalskan keim og pönnukakan var bragðmikil og safarík, gaf seyðandi og gott bragð. Crépes með þessari samsetningu var sú skemmtilegasta og besta sem smökkuð var í þessari ferð. Skammturinn var alveg mátu- legur þar sem vel má ímynda sér að ekki sé hægt að torga miklu af pönnukökum sem þessum. Crépes með spínati, fetaosti og sólþurrk- uðum tómötum kostar 650 krónur á Babalú við Skólavörðustíg. Sætar pönnu- kökur bjóðast einnig fyrir rétt rúmar 300 krónur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.