blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 38
38 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 biaðiö Japanskt Formúlu i lið stofnað Kumite-mót ámorgun Á morgun laugardag verður keppt í Kumite (frjálsum bar- daga) í Fylkishöllinni, Árbæ. Mótið hefst kl. io:oo í fyrra- málið og að þessu sinni er það frekar fámennt og mun því ekki taka langan tíma. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Kumite karla -70 kg. Kumite karla -75 kg. Kumite karla -80 kg. Kumite karla +80 kg. Kumite karla opinn flokkur. í liðakeppni karla verður keppt í 3 manna liðum +1 varamað- ur og í Kumite kvenna verður keppt í opnum flokki. Skýringin á fámenni kepp- enda á þessu móti er annars vegar sú að á síðasta þingi sambandsins var settur 18 ára lágmarksaldur keppenda á ÍM-kumite. Hins vegar eru ýmsar hefðbundnar skýringar svo sem nám, og annað slíkt. DHL-deild- iníkvöld Þrír leikir eru í DHL-deildinni í handknattleik karla i kvöld. Þór Akureyri og FH mætast í íþróttahöllinni á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 19.00. Þórsarar eru í 8.sæti með 7 stig en FH er í næstneðsta sæti með 4 stig. Það verður því hörkurimma á Akureyri í kvöld. Klukkan 20 eru tveir leikir. HK og Víkingur/Fjölnir leika í Digranesi en HK-ingum hefur ekki gengið vel það sem af er. Aðeins 5 stig í i2.sæti en Víking- ur/Fjölnir er í neðsta sæti með 3 stig. Selfoss og Fram mætast á Selfossi. Framarar eru í öðru sæti með 11 stig en Selfyssingar eru í 9.sæti með 7 stig. Á þessu má sjá að það verða án efa hörkuleikir allsstaðar í kvöld og ekki má gleyma viðureign Vals og Fram í DHL-deild kvenna sem fer fram í Laugardals- höll og hefst klukkan 18.00. Fyrrum Formúlu 1 ökumaður frá Japan, Aguri Suzuki hefur stofnað nýtt Formúlu 1 lið sem er ætlað að koma Japan almennilega á kort- ið í kappakstri. Aguri mun njóta tæknilegs stuðnings frá Honda og tilkynnti formlega um tilurð liðsins í Tokyo í gær sem nefnist Super Ag- uri Honda. Super Aguri bílarnir verða með Honda vélum. Stefna liðsins er að keppa á næsta ári, en til þess þarf hann að hafa hraðar hendur. Hann hefur þegar lagt fram 48 miljón dala tryggingu fyrir þátttöku til FIA, alþjóða bílasambandsins. Lík- legt er að Japaninn Takuma Sato og Anthony Davidson verði ökumenn liðsins, en þeir hafa ekið fyrir BAR síðustu ár. Hjá BAR verða Jenson Button og Rubens Barrichello sem áður ók Ferrari. Nico Rosberg, sonur Finnans Keke Rosberg fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1 var staðfestur sem öku- maður Williams í dag. Hann mun aka með Mark Webber hjá Williams árið 2006 og hefur gert langtíma- samning við liðið. Rosberg er heims- meistari í GP2 sem er næsta móta- röð fyrir neðan Formúlu 1. Rosberg er aðeins 20 ára gamall og er fæddur í Þýskalandi. Faðir hans er finnskur en móðirin þýsk og hann telst þýskur. Þó er ljóst að Finnar muni vilja eiga sinn skerf í pilti. „Ég hef trú á að margir séu spenntir fyrir komu Rosberg í Formúlu 1. Rosberg á eftir að verða stór hluti af sögu Formúlu 1“, sagði Frank Williams í morgun um ráðn- ingu Rosberg. Faðir hans Keke varð meistari í Formúlu 1 með Williams á árum áður. Rosberg verður yngsti ökumaður- inn á ráslínunni á næsta ári og sá fjórði af þýskum ættum sem keppir 2006, en fyrsta mótið er í Barein í mars. Rosberg var aðeins 17 ára gam- all þegar hann prófaði Williams bíl í fyrsta skipti og þá þótti hann geysi- lega flinkur og hafði mikið tækni- legt innsæi. „Við erum í viðræðum við Sato og það er ljóst að Japan verður í önd- vegi í öllu í framsetningu liðsins. Við viljum sjá japanska fánann á efsta þrepi verðlaunapallsins“, sagði Aguri Suzuki í gær. Þá er hugsanlegt að japanski ökumaðurinn Kosuke Matsuura eigi möguleika á sæti í stað Davidson, en Matsuura hefur keppt í bandarískri mótaröð við góð- an orðstír. „Það kemur til greina að vera með tvo japanska ökumenn, eða tvo öku- menn frá öðrum löndum. Það er allt opið, enn sem komið er. Aðalmálið er að koma málinu heim og saman og ná á ráslínu fyrir mars 2006 og við erum ekki B-lið Honda, við ætl- um á toppinn.“, sagði Suzuki í gær á fréttamannafundi þegar hann til- kynnti þessa ákvörðun sína. B Rosberg mun aka með Williams á æfingum í lok nóvember, en þá reynir liðið nýja V8 vél frá Cosw- orth. „Ég hlakka til samstarfsins með Williams og vonast til að læra sem mest fyrir fyrsta mótið“, sagði hinn ungi Rosberg í morgun. Pabbi Rosberg vann fimm sigra í Formúlu 1 og varð meistari 1992. „Ég vonast til að gera betur. Ég tel að ég geti orð- ið betri en pabbi, þó ég ætli mér ekki að bera mig saman við hann öllum stundum", sagði finnski ökuþórinn Nico Rosberg sem verður í Formúlu 1 kappakstrinum á næsta ári. ■ HHBe Laugardaginn 5. nóvember kl. 10 Komið og sjáið bestu karatemenn landsins berjast um íslandsmeistaratitilinn! Aðgangur ókeypis KARATESAMBAND ÍSLANDS Rosberg staðfestur hjá Williams omsTumHusiB Manchester United-Chelsea á sunnudag: Tapar United þriðja leiknum á viku? Manchester United og Chelsea mæt- ast á sunnudag í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu og fer leikurinn fram á Old Trafford í Manchester. United sem er í 7.sæti deildarinnar fékk háðuglega útreið í deildinni síð- astliðna helgi þegar Middlesbrough vann rauðu djöflana 4-1. í vikunni lék svo United gegn Lille í Frakk- landi í Meistaradeildinni og þar unnu frakkarnir 1-0. Eftir leikinn þar gerðist það að 5.000 áhangendur Manchester United sem fóru á leik- inn í Frakklandi bauluðu á leikmenn síns liðs þegar þeir fóru af velli. Sir Alex Ferguson framkvæmdastjóri hefur þurft að þola harða gagn- rýni að undanförnu vegna ákveð- inna leikmanna og fyrirliði liðsins Roy Keane lét taka viðtal við sig á MUTV sjónvarpsstöðinni sem síð- an var slegið af. Sir Alex sagðist eftir leikinn í Frakklandi skilja viðbrögð áhangenda félagsins. Án nokkurs vafa þá vilja þessir áhangendur sjá okkur sigra. Þeir hafa fylgt okkur í gegnum súrt og sætt. Þeir voru líka svona þegar við höfðum ekki unnið titilinn í 20 ár og ég er viss um að þeir verða svona áfram. Við erum ekki í okkar besta formi þessa dag- ana en við verðum að berjast í gegn- um þetta", sagði Sir Alex Ferguson eftir tapleikinn gegn Lille. Um leikinn sem er framundan gegn Chelsea á sunnudag sagði Sir Alex. „Það verður ekki auðveldur leikur, einfaldlega vegna þess að Chelsea er í stórkostlegu formi þessa dagana. Þeir eru langefstir í deild- inni en við höfum getu til að breyta því. Það mikilvægasta fyrir okkur er að fá aftur sjálfstraustið og komast aftur á sigurbraut", sagði Sir Alex Ferguson framkvæmdastjóri Manc- hester United. B Poll dæmir United-Chelsea Dómarasamband Englands hefur valið Graham Poll til að dæma stór- leik Manchester United og Chelsa sem fer fram á sunnudaginn i ensku úrvalsdeildinni. Poll sem er 42ja ára gamall hefur verið í tveggja leikja banni eftir uppákomu í æfingabúð- um dómara fyrir keppnistímabilið sem var haldið í Áldershot. Þar ákvað Poll að fara með fjölskylduna til Jamaica. Þetta var nokkuð sem dómarasambandið sætti sig ekki við og setti Graham Poll í tveggja leikja bann. Poll sem er talinn einn besti ef ekki besti dómari Englands, hefur verið settur á þennan stórleik Manchester United og Chelsea í úr- valsdeildinni á sunnudag en hann kemur einnig til með að dæma í úr- slitakeppni HM í Þýskalandi næsta sumar. Við fáum því toppleik og toppdómara á sunnudaginn í enska boltanum. _ Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is HPI Nitro MT-2,2,5 mótor, 4x4, hámarkshraði 70km/klst.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.