blaðið - 24.11.2005, Side 8

blaðið - 24.11.2005, Side 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaöiö Sprenging í efnaverksmiðju í Ktna dregur dilk á eftir sér: Vatnsskortur vegna eiturefnaleka Vatn var flutt til borgarinnar Harbin í Kína á vörubílspöllum í gær eftir að vatnsveitu borgarinnar var lokað í kjölfar sprengingar í efnaverksmiðju í nágrenninu. Þá var skólum og fyrir- tækjum lokað í borginni af heilbrigðis- ástæðum. 1 Rússlandi voru menn einnig við öllu búnir en áin rennur um hluta landsins. Sprengingin í efnaverksmiðjunni átti sér stað í nágrannaborginni Jilin fyrir nokkrum dögum og barst bensen, sem er hættulegt leysiefni, í Songhua-ána en hún er aðalvatnslind Harbin-borgar. Magn efnisins í ánni er langt yfir hættumörkum og því veruleg hætta talin stafa af því. Ibúar í borginni Songyuan, sem er 150 km suðaustur af Harbin, segja að einnig hafi verið skrúfað fyrir vatnið í hluta borgarinnar en yfirvöld neita því. Vatn hamstrað Yfirvöld reyndu að draga úr ótta almennings og sögðu að von væri á drykkjarhæfu vatni frá öðrum borgum. Tilkynning umyfirvofandi lokun varð til þess að íbúar borgar- innar, sem eru tæplega fjórar millj- ónir, urðu sér úti um aukabirgðir af vatni á flöskum, mjólk og aðrar drykkjarvörur. Víða tæmdust hillur verslana af drykkjarvörum. Skrúfað var fyrir vatnið á miðnætti á þriðju- dagskvöld og er gert ráð fyrir að vatnslaust verði í fjóra daga. ■ fbúi borgarinnar Harbin í Kína birgir sig upp af vatni. HJÁ OKKUR BRU N/B0 BILABTÆPI OO 0OTT A&&BN&! Forsetakosningarnar í Líberíu: Kjör Johnson- Sirleaf staðfest Hert afstaöa til samkynhneigöra prestsefna Ellen Johnson-Sirleaf varð í gær fyrsta konan sem kosin hefur verið þjóðhöfðingi Afríkuríkis þegar kjörnefnd staðfesti kjör hennar í kosningunum sem fram fóru 8. nóvember. Johnson-Sirleaf hlaut tæplega 60% atkvæða í kosn- ingunum en andstæðingur hennar, knattspyrnustjarnan George Weah, rúm 40%. „Mér líður mjög vel. Ég er ánægð með kosningarnar og þakka líber- ísku þjóðinni fyrir stuðninginn," sagði Johnson-Sirleaf sem er 67 ára hagfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. Kjör- stjórn staðfesti sigur hennar í gær þrátt fyrir að hún ynni enn að rannsókn á kvörtun Weah um að brögð hefðu verið í tafli. I síð- ustu viku stóðu stuðningsmenn knattspyrnumannsins knáa að mótmælum víða um landið sem enduðu sums staðar með átökum við lögreglu. Alþjóðlegir eftirlitsmenn hafa sagt að kosningarnar hafi verið frjálsar og réttlátar en þær voru þær fyrstu síðan borgarastyrjöld- inni lauk í landinu. ■ Ellen Johnson-Sirleaf fagnaði því að hafa verið kosin forseti Líberíu ásamt stuðn- ingsmönnum sínum í gær. Vatíkanið mun herða afstöðu sína til samkynhneigðra karlmanna sem sækjast eftir prestsembætti. Þeir sem hafa fundið til slíkra kennda í fortíðinni verða að hafa haldið þeim í skefjum í að minnsta kosti þrjú ár. Þetta kemur fram í leiðbeiningum sem kaþólsk fréttastofa á Ítalíu birti nýlega á Vefnum og verða gerðar opinberar í næstu viku. íhaldssamir kaþólikkar sem hafa fordæmt lífsstíl samkynhneigðra í prestaskólum munu að öllum lík- indum fagna stefnu Vatíkansins þar sem hún taki af vafa um það hvers er búist við af prestsefnum og kennurum þeirra. Gagnrýnendur stefnunnar vara aftur á móti við því að ef stefnunni verður hrint í framkvæmd mun það líklega leiða til þess að prestsefni ljúga um kynhneigð sína og að kaþólskum prestum muni fækka enn frekar í Bandaríkjunum. ■

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.