blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 15

blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 15
blaöiö FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 I LESENDUR I 15 Byggðastofnun deyfð af Framsóknarflokknum n Sigurjón Þórðarson Bág fjárhagsstaða Byggðastofnunar hefur verið talsvert í umræðunni í kjölfar þess að stjórn stofn- unarinnar ákvað að hætta öllum lánveit- ingum. Þingmenn stjórn- arandstöðunnar vissu af skýrslu um stofnunina, skýrslu sem ekki var farið að ræða, og um hana var beðið. Eftir nokkra eftirgangsmuni tókst að draga skýrslu um framtíðarþró- un Byggðastofnunar út úr iðnaðarráðu- neytinu. Efni skýrslunnar hefur ekki enn sem komið er fengið mikla athygli í fjölmiðlum og ég er á því að fjölmiðl- ar hafi í umfjöllun sinni hlaupið yfir þá miklu gagnrýni sem er að finna í skýrsl- unni á frammistöðu Framsóknarflokks- ins í byggðamálum. 1 skýrslunni kemur fram að starfs- menn og stjórnendur Byggðastofnunar hafi skilað góðu starfi en að skipulagi og hlutverki í stjórnkerfinu sem er á ábyrgð Valgerðar Sverrisdóttur sé veru- lega ábótavant. Sérstaklega er rakið að stjórnvöld hafi ekki nýtt krafta stofnun- arinnar sem skyldi við almenna stefnu- mótun stjórnvalda. 1 skýrslunni eru rakin raunaleg átök Kristins H. Gunnarssonar, sem gegndi starfi stjórnarformanns Byggðastofnun- ar, og fyrrum forstjóra sem settu innra starf stofnunarinnar í uppnám. I umfjöllun um stjórn Byggðastofnun- ar kemur fram gagnrýni á að hún sé of fjölmenn og einnig þá staðreynd að vafa- samt sé að setja starfandi stjórnmála- menn i stjórn stofnunarinnar. Það er sagt ýta undir grunsemdir og ásakanir um að pólitísk sjónarmið ráði ákvörðun í einstaka málum í stað faglegra sjónar- miða þar sem jafnræðis væri gætt. Það er hægt að taka undir margt í skýrslunni. Ég er á því að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi einmitt ekki viljað að stofnunin væri með frumkvæði, hvað þá að hún fjallaði gagnrýnið um vonda stefnu í byggðamálum. Ég efast til dæmis um að fulltrúar þessara flokka hafi fagnað skýrslum og álitum um hið vonda kvótakerfi sem hefur lamað sjávarbyggðirnar en þó eru til dæmi um að einstaka skýrsluhöfund- ar hafi slysast til að fjalla um þau mál. Ábyggilega hafa þeir fengið bágt fyrir. Ég hef einhvern tímann sagt að lands- byggðin þarfnaðist málsvara í kerfinu. 1 umfjöllun í þinginu koma fram kröftug álit frá Náttúrufræðistofnun sem ég er ekki alltaf sammála en er engu að síður sáttur við. I álitum Náttúrufræðistofnunar er oft gefið sterklega í skyn að ákveðin lagasetning geti verið afdrifarík fyrir ákveðna dýrategund, t.d. rjúpuna. En þessu er ekki að heilsa með álit Byggða- stofnunar þar sem flokkspólitísk stjórn virðist veikja þá rödd sem berst frá Byggðastofnun um ýmsar vafasamar ákvarðanir stjórnvalda, s.s. vonda fisk- veiðistjórn, hækkun flutningskostnaðar og hækkun rafmagnsverðs. Ég vona svo sannarlega að iðnaðarráð- herra svari ekki gagnrýninni sem fram kemur í skýrslunni með því að segjast einfaldlega vera ósammála henni, held- ur taki mark á gagnrýninni og leiti leiða til þess að auka sjálfstæði stofnunarinn- ar, efli hana eins og þarf. Athyglisvert er að skýrslan kom út í byrjun maí og af því má ráða að ráðherra byggðamála hafi alls ekki viljað að þessi gagnrýni kæmi fyrir sjónir almennings. Þetta vekur upp þær spurningar hvort ráð- herrann sitji á fleiri skýrslum, s.s. um jöfnun flutningskostnaðar. Höfundur er alþingismaður Aldraðir á íslandi Kjör eldri borg- ara á íslandi eru skammarlega lág. Um þriðjungur aldraðra, þ.e. um 11.000 manns er með um 110.000 kr. á mánuði eða minna og af þessum peningum þarf gamla fólkið að greiða 13% skatt. Kaupmáttur ráð- stöfunartekna gamla fólksins hefur heldur ekki fylgt kaupmætti launa- fólks skv. nýjum útreikningum Landsambands eldri borgara, sem samráðsnefnd um öldrunarmál sem í sitja fulltrúar frá fjármála- ráðuneytinu og heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðuneytinu hafa staðfest. Fasteignagjöld og skattlagning eftir- launafólks er allt of þungur baggi á eldri kynslóðinni. Lyfjakostnaður og margvíslegur kostnaður vegna sjúkdóma sem leggst á fólk þegar það eldist er gríðarlega hár. Hjúkr- unarrými eru af skornum skammti og ég gæti haldið áfram lengi og við vitum þetta, en viljum við virkilega hafa þetta svona? Öll eigum við foreldra, ömmur og afa sem unnið hafa baki brotnu að því að gera ísland að því samfé- lagi sem það nú er. Viljum við koma svona illa fram við þetta fólk? Ég efast stórlega um að nokkur vilji að nákominn ættingi hafi það skítt en eldri kynslóðin vill gleymast þegar veitt er úr pottinum. Ég byrjaði mjög ung að leggja til hliðar í viðbót- arlífeyrissparnað til að tryggja það að ég persónulega muni ekki hafa það svo slæmt í ellinni, en eldri borg- arar núna höfðu ekki þennan val- möguleika. Einnig var kerfið annað á þeirra yngri árum og konur á margfalt lægri launum en karlar, en eigum við að refsa þeim fyrir það? Nei, við eigum að sjá sóma okkar í að hugsa vel um þetta fólk. Þetta fólk byggði upp landið og þá velsæld sem nú er og á skilið að líða vel í ellinni en ekki vera með hnút í maganum vegna fjármála. Það er einnig nauð- synlegt að upphefja þennan hóp í stað þess að niðurlægja hann eins og gert er t.d. með því að kalla eldri kynslóðina ellilífeyrisþega en ekki eftirlaunafólk. Mér finnst einnig aga- legt að heyra af eldra fólki sem þarf á aðhlynningu að halda og kemst inn á hjúkrunarheimili og er þá kallað „vistmaður" og af því eru teknir allir þeirra peningar og þeim borgaðir „vasapeningar“ og skiptir þá engu hve miklar ráðstöfunartekjur fólkið hefur. Einnig borgar það sömu pró- sentu af ráðstöfunartekjum sínum til hjúkrunarheimilisins sama hvort það deilir herbergi með öðrum eða er í sér herbergi. Mér finnst þetta skammarlegt fyrir eina af ríkustu þjóðum heims. Mín tillaga er sú að haft sé meira samráð við Lands- amband eldri borgara um málefni þeirra þegar um þau er fjallað. Fjóla María Ágústsdóttir www.tikin.is • , Betri notaðir Corotla í toppformi, www.toyota.is Corolla Sedan á kostakjörum. Betri notaðir Corolla Sedan eru bestu kaupin í nóvember og eru langt mikið dekraðir og undir stöðugu eftirliti. Ef þú vilt úthaldsmikinn bíl á frá því að vera útkeyrðir. Sem fyrrverandi bílaleigubílar hafa þeir verið hagstæðu verði fyrir veturinn þá er Corolla Sedan bíllinn fyrir þig. ^=Glitnir * m.v. 10% útborgun og 75 mánaða bílasamning hjá Glitni. Gildir aðeins út nóvember. BETRI NOTAÐIR BÍLAR TOYOTA Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Toyota Nýbýlavegi 4 KÓPAVOGUR Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 AKUREYRI Sfmi: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 REYKJANESBÆR Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 SELFOSS Sfmi: 480-8000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.