blaðið - 24.11.2005, Síða 24

blaðið - 24.11.2005, Síða 24
24 I MATUR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaðið Austurlensk búð á Laugavegi íslendingar borða ekki það sem þeir þekkja ekki Á Laugaveginum gefur að líta nýja og skemmtilega búð sem ber nafnið Mai Thai og sérhæfir sig í austurlenskri mat- og gjafavöru. Linda Lek Thieojanthuk á búð- ina ásamt manni sínum og hún segir að þau hafi ákveðið að slá til þegar þau sáu plássið auglýst. Búðin hefur verið opin í tvo mán- uði og hefur strax fengið gott orð fyrir mikla fjölbreytni í austur- lenskri matvöru. Linda segir að verslunarrekstur- inn hafi gengið mjög vel hingað til og hún sé hæstánægð. Þau hjónakornin eru ekki vön verslunarrekstri en hafa rekið heildsöluna Eir ehf, Bílds- höfða, í einhver ár. „Við sáum að plássið var auglýst og slóum bara til. Við vorum ekki lengi að hugsa um þetta enda hefur þetta ekld verið mikið mál.“ Ekki dugleg að baka kökurr Linda hefur verið á Islandi í 17 ár og hún segir að það hafi verið frekar skrýtið fyrsta mánuðinn eða svo. „Það var kalt og mér fannst allt frekar skrýtið." Linda talar líka um að það hafi vantað mikið af hrá- efnum í asíska matargerð á Islandi fyrir 17 árum en viðurkennir að vöruúrvalið sé alltaf að batna. „Ég er mjög dugleg að elda allan mat en ég er ekki dugleg að baka kökur. Ég er svo mikið fyrir mat. Mér finnst ís- lenskur matur mjög góður, ég elska hann. Það er mikið af hrís- grjónum, kryddi og grænmeti í asískum mat. Ég borða því lítið af feitum mat en oft borða ég mjög sterkan mat. Ég borða lítið af kjöti •••••••••• en helmingur disks- ins er grænmeti. Ég er svo mikil grænmetiskona.“ Alltaf fleiri og fleiri til í nýjungar Linda segir að alls konar fólk komi og versli hjá henni, bæði íslendingar og fólk ættað frá Asíu. „Það eru fáir Islendingar sem borða tælenskan mat. Islendingar þekkja samt tæ- lenskan mat enda hafa margir þeirra heimsótt Tæland. Auk þess er hægt að fá tælenskan mat á Islandi. Sumir koma hingað, segja mér af tæ- lenskum rétti sem það prófaði og ég segi þeim hvað er í honum. Ég hef haldið námskeið í tælenskri mat- argerð en það er búið að vera svo mikið að gera í búðinni að ég get það ekki þessa dagana.“ Linda segir að þeir sem vilji 99................. Ég borða lítið afkjöti en helmingur disksins ergrænmeti. Ég ersvo mikil grænmetiskona. læra að elda tælenskan mat ættu að byrja á einhverju einföldu og auð- veldu, eins og kjúklingiíkarrý og kókosmjólk. ........•••••• ^{slendingar borða ekki það sem þeir þekkja ekki,“ segir Linda og hlær. „Sumir vilja alls ekki kaupa eitthvað nýtt og smakka en aðrir eru alveg til í það, en mjög fáir samt. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem vilja prófa nýja hluti og ég sé mikinn mun á þeim sautján árum sem ég hef búið hér.“ svanhvit@vbl.is Linda Lek Thieojanthuk heldur mikið upp á islenskan mat BMiS/Frikki Lífsreynslusai 23. nOvember 2005. Glæsilegar tertur sem þú veröur Sö prófa! Sætabrauð Smákökur Heitir réttir Brauð Heilsukökur Konfekt uihan - goð vinkona Matarmenning og uppskriftir nýrra íslendinga Á íslandi býr í dag fólk af um 140 þjóðernum sem hefur auðgað og breytt okkar samfélagi. Snæfríður Ingadóttir og Þorvaldur Örn Kristmundsson tóku hús á nýjum Islendingum frá þrettán löndum sem kynna sína matarmenningu í bókinni Opið hús. Opið hús er ekki bara matreiðslubók því í bók- inni eru alls kyns skemmtilegar lífsreynslusögur af spennandi fólki. Snæfriður segist hafa tekið eftir því hvað borgin er orðin fjölbreytileg. „Bara hér í miðbænum hafa sprottið upp alls kyns framandi veitingastaðir og verslanir á undanförnum árum. Ég átti nágranna sem voru af erlendu bergi brotnir og það var oft ilmandi matarlykt í húsinu sem vakti forvitni mína. I kjölfarið af þessu kviknaði þessi hugmynd í samtali við kunn- ingja minn,“ segir Snæfríður og bætir við að allir viðmælendurnir tóku henni af stakri gestrisni. Kynntist viðmælanda í sundi Snæfríður segist ekki hafa átt í erfið- leikum með að komast í samband við viðmælendur sína. „Það datt í raun- inni í hendurnar á mér hvernig ég valdi þetta fólk. Ég kynntist einum viðmælandanum í sundi, öðrum á bar og sá þriðji tók mig upp í þegar bíllinn minn bilaði. Þetta sýnir líka það að fólk sem er af erlendu bergi brotið er alls staðar að finna og er orðið hluti af þjóðinni." Snæ- fríður segir að þetta hafi verið mjög skemmtileg lífsreynsla og segja má að hún hafi verið á stöðugu mat- reiðslunámskeiði síðustu mánuðina. ,Ég held að ég sé loksins búin að læra að elda,“ segir Snæfríður hlæjandi. ,Það var nú kannski kominn tími til. Það eru margar góðar uppskriftir í bókinni sem ég hef nýtt mér. Það ættu því allir að geta fundið sér rétt við sitt hæfi í bókinni.“ Stálpottasett á góðu verði Brúðhjónalistar og gjafakort <fSs5&r búsáhöld KRINGLUNNI Stmi: 568 6440 I busahold@busahold.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.