blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 24
24 I BÆKUR LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 bla6Í6 Steinarnir tala er bók um hina gríðarlega vinsœlu hljómsveit Rol- ling Stones sem bókaforlagið Sögur útgáfa gefur út. Charlie Watts, Dora Loewenstein og Philip Dodd unnu bókina upp úr nýjum og ítarlegum viðtölum. Blaðið birtir brot úr bókinni sem kemur út 2. desember. „Miðaldrakreppa" Ég skipulegg aldrei neitt og þar liggur sennilega mesti munur- inn á okkur Mick. Hann verður alltaf að vita hvað hann á fyrir höndum daginn eftir, en ég er alveg sæll með að vakna bara inn í nýjan dag og taka þvi sem að höndum ber. MICK ER ROKKIÐ, ÉG ER RÓLIÐ! Keith Richards RONNIE: Dirty Work-tímabilið var það erfiðasta á allri vegferð hljómsveitarinnar. Það er hægt að sjá það á því að ég á fjögur lög á plötunni og því á hreinu að laga- maskína þeirra Keith og Mick var ekki að virka sem skyldi. Sam- bandið á milli þeirra versnaði stöð- ugt, sérstaklega þegar við vorum að taka plötuna upp. Þetta náði hámarki á þessum tíma og það var ekki fyrr en að Jagger/Richards vélin byrjaði aftur að mala með eðlilegum hætti að maður vissi að þetta fley var komið aftur á réttan kjöl. í millitíðinni var ég alltaf til- búinn að stökkva til og veita þá að- stoð sem þurfti. Ég á alltaf helling af lögum í pokahorninu. Á Undercover var ég meira og minna undir stjórn Mick, hann kom með hálfkaraðar hugmyndir af lögum og við unnum svo úr þeim. Á Dirty Work var þetta allt öðru vísi. Við Keith vorum þar mjög nánir. Þótt þetta tímabil hafi verið bandinu erfitt reyndist það æðislegt fyrir okkur Keith. Á þessum tíma gekk ég að eiga Jo og Keith var annar svaramanna minna. Charlie var hinn. Ég var með hús á leigu í Chiswick, þar sem var að finna píanó og gítar og við Keith eyddum löngum stundum þar og unnum að lög- unum á Dirty Work, hönnuðum form þeirra og lögðum niður riffin. Steve Lillywhite, sem hafði fram að þessu unnið með Peter Gabriel, U2 og Simple Minds, kom við sögu á þessari plötu sem aðstoðarupp- tökustjóri. Það var Mick sem kom því í kring, enda hefur hann alltaf FEGURÐ verið á útkikki eftir nýjum upp- tökustjórum og nýjum straumum til að laga bandið að, allt eftir því hvaða áratugur er í gangi. Hann ákvað að notast við Steve og það reyndist farsælt. Keith mætti í stúdíóið og spurði: „Jæja, hvern er Mick búinn að fá í þetta sinn? Það er eins gott að hann sé í lagi.“ Þetta gerði það að verkum að atvinnu- viðtalið, hérna vantar mig eigin- lega skárra orð, var Steve mjög erfitt, þvi hann þurfti að komast yfir ýmsar hindr- anir sem Keith lagði fyrir hann. Keith spurði stöðugt: „Á þessi gaur eftir að standast prófið?“ Steve slapp í gegn og hann og konan hans, Kirsty Mac- Coll, sem er indæl kona, urðu mjög góðir vinir okkar á sama hátt og Don Was hafði orðið. Ég held að Keith hafi að lokum tekið hatt sinn ofan fyrir Mick fyrir að hafa fengið Steve til starfa og Steve er enn góður vinur okkar, þótt svo undarlega hátti til að við höfum aldrei notað hann aftur. CHARLIE: Á þessum tíma var ég sjálfur í algjöru klandri og því fór þessi rimma á milli Mick og Keith alveg framhjá mér, sem og óviss framtíð hljómsveitarinnar. Ég var helvíti illa á mig kominn, dópaði og drakk eins og skepna. Ekki veit ég hvað varð til þess að ég tók upp á þessu svona seint á lífsleiðinni. Reyndar fannst Keith þetta allt of snemmt! Þegar ég horfi til baka finnst mér sem þetta hafi verið einhver miðaldrakreppa. Ég hafði aldrei verið í hörðu efnum áður en á þessum tímapunkti í lífinu hugs- aði ég bara: „Andskotinn hafi það, nú ætla ég að taka þetta út.“ Og ég varð fullkomlega ábyrgðarlaus. Það sem hræddi mig mest var að ég breyttist í allt annan persónuleika við þetta, allt annann karakter en fólk hafði þekkt þessi tuttugu ár. Sumir geta alveg höndlað þetta en þetta reyndist mér skeinuhætt, því ég er greinilega einn af þeim sem geta KEA jólaskyr HREYSTI HOLLUSTA auð- veld- lega drepið sig á þessu. Ég hef bara ekki upplagið í þetta. Þetta tíma- bil varaði í svona tvö ár, en bæði ég og fjölskylda mín vorum langan tíma að ná okkur eftir þetta. KEITH: Charlie er mjög vöðva- sterkur og maður vill ekki verða fyrir hnefa nokkurs trommara. Hann kýldi Mick þvert yfir borð- stofuborð í Amsterdam eitt sinn á þessum tíma. Við Mick höfðum verið á djamminu og ég hafði lánað honum jakkann sem ég gifti mig í. Mick varð drullufullur og þegar það gerist verður hann mjög Teg 2001 106.000,- stgr. Teg 299/6 19.600,- stgr. Teg 704 79.100,- stgr. Teg 43 Teg 44 Teg 287 21.400.- stgr. 10.500,- stgr. 9.400,- stgr. Skúpar, stóhY, kommóður,sófaborö.. alltfullt afhúsgögnum Rococo stólar margir litir T __ Teg 2064 frá kr. 24.900,- stgr. Teg 544 25-900-' st9L □ □□□□□ HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKORVEQI 66 HAFNARFIRÐI SlMI 565 4100 slappur. Við fórum aftur heim á hótelið og Mick þurfti eitthvað að ná tali af Charlie. Hann hringdi í hann á herbergið og sagði eitthvað í líkingu við: „Hvar er trommarinn minn?“ CHARLIE: Þetta fór í pirrurnar á mér og ég rauk því upp stigann og sagði honum að láta sér ekki slíkt aftur um munn fara. KEITH: Það var bankað á dyrnar og þarna stóð Charlie Watts, uppáklæddur í Savile Row-jakkaföt og með bindi, hárið vel greitt, nýrakaður og með kölnarvatn. Hann gekk í átt- ina að Mick, læsti hramminum í hann og sagði: „Kallaðu mig aldrei aftur trommarann þinn,“ og bang. Það var stór silfurbakki á borðinu með reyktum laxi. Allt í einu lá Mick á silfurbakkanum sem þaut af stað eftir borðinu og í átt að glugganum sem var gal- opinn. Þar sem ég sat þarna og horfði á Mick hugsaði ég með mér að best væri bara að leyfa honum að fara alla leið, en svo mundi ég að hann var í giftingarjakkanum mínum og greip í hann! CHARLIE: Skilaboðin eru þessi, ekki pirra mig. Ég er síður en svo eitthvað stoltur af þessu og ef ég hefði ekki verið búinn að djúsa stíft hefði þetta ekki gerst. RONNIE: Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika hjá bandinu í kringum Dirty Work áttum við samt dýr- mætar stundir, eins og þegar við fengum Bobby Womack og Don Covey til að syngja með í „Harlem Shuffle". Stones hafði tekið upp eigin útgáfu af lagi Don Covey, „Mercy Mercy“ í Chess-hljóðverinu árið 1964 og Bobby hafði, auk þess að vera frábær söngvari, verið í hljómsveitinni Valentinos þegar Stones hljóðrituðu lagið hans „It’s All Over Now“, en það var einmitt fyrsta lagið með Stones sem sló í gegn. f þessu lagi vildum við votta þessum mönnum virðingu okkar. Ég fékk sérstaklega mikið út úr þessu, því báðir höfðu þessir menn reynst mér afar vel. Bobby hafði unnið með mér að sólóplöt- unum mínum og mér fannst það vera persónulegt afrek að hafa átt þátt í því að fá þá til samstarfs, en að hluta til var það ég sem kom þessu í kring og að hluta til Mick, sem samþykkti að fá þá til starfa. Það er eins og samstaða hafi ríkt um að velja „Harlem Shuffle“. Við höfum alltaf verið mjög hrifnir af því lagi og þegar einhver stakk upp á því að taka það, undum við okkur bara beint í það án málalenginga. Bobby og Don settu einhvern lít- inn galdur í lagið með allri þeirri sögu sem raddir þeirra búa yfir. Það er dálítill Don Covay í rödd- inni hjá Mick, ekki það að hann sé eitthvað meðvitaður um það, sennilega heyrum við hinir það miklu betur en hann sjálfur. Það er eins og barkakýli þeirra séu svipuð smíði, röddin hefur sams- konar lit. Bobby hefur alltaf haft svo fallega rödd og það hjálpar við að lyfta laginu upp í hæðir og mig minnir að hann hafi líka gefið Mick góð ráð fyrir önnur lög á Dirty Work, til dæmis „Back To Zero“, „Winning Ugly“ og „One Hit“ ásamt „Harlem Shuffle". Mick hafði spurt mig hvort ég héldi að Bob myndi vilja hjálpa sér og ég svaraði, „Hann er boðinn og bú- inn.“ I laginu „Too Rude“ fékk ég að spila á trommurnar. Charlie var seinn fyrir í stúdíóið og þá heyrð- ist í Keith: „Allt í lagi, þú verður á trommunum, Ronnie.“ Ég hef alltaf fílað vel að spila á trommur og því settist ég við settið og var búinn að spila klukkutímum saman þegar Charlie mætti loksins. Ég hætti að spila og sagði: „Hérna eru kjuðarnir þínir, Charlie,“ en hann bara: „Nei nei, leyfðu mér heldur að fylgjast með þér spila.“ Og við renndum því í nokkrar tökur í viðbót af laginu. Hann stóð fyrir aftan mig í tökunni sem endaði á plötunni. Ég spurði hann hvort hann væri viss um að láta þetta fara og þá sagði hann: „Mér fannst þetta flott hjá þér. Ég gæti aldrei spilað svona.“ Trommuleik- urinn er mjög kraftmikill í þessu lagi og sándar eins og Solomon Burke hafi setið við settið. Ég er í alvöru svaka stoltur af þessu.“ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.