blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 18
18 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaöiö Pólitískar hræringar í ísrael Ariel Sharon, forsætisráðherra í sraels, lýsti því yfir á mánudag að hann ætlaði að segja sig úr Líkúdbandalaginu og stofna nýjan flokk. Stjórnmáiaskýr- endur telja að með þessu hafi Sharon hrundið af stað póli- tískum hræringum í fsrael sem eiga eftir að setja mark sitt á stjórnmál í landinu næstu árin. Ákvörðun Sharons um brotthvarf ísraelsmanna af Gasaströnd og fjórum landnemabyggðum Vesturbakkans hafa mælst illa fyrir meðal nokkurra fyrrverandi flokksfélaga hans, þar á meðal Benjamín Netanyahu, fyrrver- andi forsætisráðherra. Áfram (Kadima), hinn nýi flokkur Ariels Sharons, forsætisráðherra ísraels, myndi hljóta 30 til 33 sæti á þingi landsins samkvæmt skoðana- könnunum. Líkúdbandalagið sem Sharon sagði skilið við á mánudag myndi aftur á móti gjalda afhroð ef gengið væri til kosninga núna og aðeins hljóta 12-15 sæti. Nú hefur flokkurinn 40 sæti af 120 á Knesset, ísraelska þjóðþinginu. Ennfremur virðist Verkamanna- flokkurinn hafa aukið nokkuð við fylgi sitt og fengi 26 sæti en hefur nú 18. Fyrr í mánuðinum vann Amir Peretz nauman og óvæntan sigur á Shimon Peres í kjöri til leiðtoga Verkamannaflokksins. Jafnvel þó að flokkur Sharons vinni fleiri þingsæti en nokkur annar flokkur er talið nær útilokað að hann nái hreinum meirihluta en til þess þyrfti hann að minnsta kosi 61 sæti. Hann myndi því neyðast til að mynda breiða samsteypustjórn sem yrði að öllum líkindum veik. Jafnvel þó að flokkur hans nái ekki settu marki og Sharon verði ekki for- sætisráðherra í þriðja sinn mun hið pólitíska landslag taka það miklum breytingum að nær útilokað verður að mynda nýja ríkisstjórn án aðildar flokksins. Yediot Aharonot, vinsælasta dag- blað Israels, segir að háttsettir menn innan Líkúdbandalagsins telji að fyrir Sharon vaki að kollvarpa núver- andi flokkakerfi Israels og byggja á rústunum kerfi sem muni ekki hagg- ast næstu árin. Þrjár meginstoðir í ísraelskum stjórnmálum Mark Heller, stjórnmálaskýrandi við háskólann í Tel Aviv, sagði í við- tali við dagblaðið New York Times að Áfram, Líkúdbandalagið og Verkamannaflokkurinn verði þrjár meginstoðir ísraelskra stjórnmála sem aðrir flokkar muni halla sér upp að. I grein New York Times segir einnig að góð frammistaða Áfram myndi einkum bitna á Líkúdbanda- laginu og gæti hugsanlega leitt til þess að það endaði í stjórnarand- stöðu. Ennfremur kynni flokkurinn að kippa tilvistargrundvellinum undan Shinui-flokknum sem líkt og Áfram gefur sig út fyrir að vera miðjuflokkur. Flokkurinn gæti einnig höfðað til kjósenda á vinstri væng stjórnmálanna sem láta sig ör- yggismál varða og telja stefnu hins nýja leiðtoga Verkamannaflokksins vera úrelta. Grundvöllur lagður að friðarsamkomulagi „Líkúdbandalagið í núverandi mynd getur ekki leitt ísrael í átt að mark- miðum sínum sem þjóðar,“ sagði Sharon í sjónvarpsávarpi á mánu- dag þegar hann kynnti áætlun sína um stofnun nýs flokks. „Að vera um kyrrt í Líkúd þýddi aðeins að tíma yrði eytt í pólitískar þrætur í stað þess að vinna í þágu ríkisins,“ bætti bann við. Sharon lýsti því yfir að markmið flokksins væri að leggja grundvöll að friðarsamkomulagi og ákveða endanleg landamæri ríkisins jafn- framt því sem hann færi fram á að hryðjuverkasamtök yrðu lögð niður. Sharon lagði áherslu á að ísra- elsmenn myndu ekki taka einhliða ákvarðanir um brottflutning frá landnemabyggðum á landssvæði Palestínumanna. Hann tók þó ekki fyrir að brottflutningur myndi eiga heimilísliiálp AA Hæsta elnkunn Þvottahæfni = A Spameytni = A 40W$ÍF'~ Stlllanleg hæi í á efri körtu Þreföld lekavörn Engin lekahætta % 1/2 hleösla Hægt að þvo i efri eða neðri körfu eingöngu P Bn Upptýsingaskjár Sýnir þvottakerfi, hvar vélin er stödd í kertinu o.m.fl. Uppþvottavélar - 2 gerðir Gerð IDW-128 alinnbyggð. Kr. 69.900 Gerð LS-12 hvít. Kr. 49.900 Taka 12 manna boröbúnað 8 kerfi, m.a. spar- og hraðkerfi 3 hitastig (40-60-70° C) 1/2 hleðsla (Sparkerfi) Stafrænar stillingar (electronic) Upplýsingaskjár sýnir þvottaferli o.m.fl. Þreföld lekavörn (Total aquastop) Fyrirframstilling (Delay timer) Hljóömerki við lok kerfis Hæðarstillanlegar körfur Stálinnrabyrði og -sía Orkunýtni A (1,05 kwh pr. meðalþvott) Þvottahæfni A Hljóðlátar, aðeins 37 db (A) Mánudaga-föstudagakl. 9-18 Laugardagakl.10-15 Fríform Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, hratt af stað pólitískum hræringum í ísraelskum stjórnmálum þegar hann sagði skilið við Líkúdbandalagið og stofnaði nýjan flokk í vikunni. sér stað í samráði eða samvinnu við Palestínumenn og í samræmi við alþjóðlegu friðaráætlunina sem gengur undir nafninu Vegvísirinn. Blóðtaka fyrir Líkúdbandalagið Að minnsta kosti 14 þingmenn fylgdu Sharon úr Líkúdbandalaginu yfir í nýja flokkinn. Þar á meðal eru Ehud Olmert, aðstoðarforsætisráð- herra, og Tzipi Livni, dómsmálaráð- herra. Aftur á móti mistókst Sharon að sannfæra Shaul Mofaz, varnar- málaráðherra til að ganga til liðs við sig. Nógu margir þingmenn yfirgáfu Líkúdbandalagið og gengu í nýja flokkinn til að hann geti talist klofn- ingsflokkur og því mun hann hljóta hluta af því fé sem flokkar hljóta frá ríkinu sem hefði að öðrum kosti runnið til Líkúdbandalagsins. Sharon hefur einnig leitað til hátt- settra manna úr öðrum flokkum, þar á meðal Verkamannflokknum, um að slást í hópinn. Þar á meðal er nóbelsverðlaunahafinn Shimon Peres sem nýlega var velt úr sessi sem leiðtoga flokksins. Hafði legið í loftinu Viðskilnaður Sharons og Líkúd- bandalagsins sem hann átti þátt í að stofna hafði lengi legið í loftinu. Það hafði andað köldu á milli hans og margra flokksfélaga sem hafa ekki getað fyrirgefið Sharon að hann hafi fyrirskipað brotthvarfísraelsmanna af Gasasvæðinu í haust. Andstæðingar Sharons vönduðu honum ekki kveðjurnar eftir að hann sagði skilið við bandalagið. Benjamin Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra, kallaði hann „ein- ræðisherra" sem hefði horfið af hinum sanna vegi Líkúdbandalags- ins og vildi koma á laggirnar „leik- brúðuflokki". Hannspáðiennfremur hinum nýja flokki stuttri ævi og að ísraelsmenn myndu á endanum snúa aftur í hlýju Líkúdbandalagsins. Líkúdbandalagið stendur frammi fyrir þvf að þurfa að velja sér nýjan leiðtoga eftir að Sharon hvarf á braut. Að minnsta kosti sjö félagar hyggj- ast gefa kost á sér í vali til leiðtoga. I þeim hópi eru fjórir ráðherrar, þar á meðal Sbaul Mofaz, varnarmálaráð- herra, og Silvan Sahlom, landbún- aðarráðherra. Benjamin Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra, verður einnig í framboði og er tal- inn sigurstranglegastur. Samkvæmt skoðanakönnun ríkisútvarpsins í ísrael hlyti Netanyahu 29% atkvæða en Mofaz 22% ef gengið væri til leið- togakjörs nú. Hörð andstaða Net- anyahu gegn brottflutningi ísraela af Gasasvæðinu hefur aflað honum vinsælda meðal hægrisinnaðra félaga í Líkúdbandalaginu. Leiðtogakjör fer fram 19. desember en þangað til sinnir Tzahi Hanegbi, formaður miðstjórnar bandalagsins, starfi formanns. Shaul Mozaf, vamarmálaráðherra, og Benjamin Netanyahu, fyrrverandi forsætisráð- herra, eru taldir sigurstranglegastir I leiðtogakjöri f Lfkúdbandalaginu sem fram fer 19. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.