blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 38
38 I VIDTAL LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaöiö Alltaf of ung Ein af jólabókum þessa árs er I gylltum ramraa, ævisaga Sigríðar Þorvaldsdóttur, leikkonu, sem Jón Hjartarson skráir. „Þetta var skemmtileg samvinna, “ segir Sig- ríður. „Jón er yndislegur maður og ég fékk að segja frá því sem mig langaði til þá stundina, sem hentaði mér mjög vel, og hann kom frásögnum mínum síðan í bókarform.“ Dreymdi þig alltaf um að verða leikkona? „Allt frá því ég var lítil stúlka dreymdi mig um að verða leikkona. Faðir minn, Þorvaldur Steingríms- son, var fiðluleikari í Sinfóníuhljóm- sveitinni. Ég var vön að fara með móður minni á sinfóníutónleika til að hlusta á hann. Hann spilaði einnig undir revíusýningum í Sjálf- stæðishúsinu. Við systurnar sátum á tröppunum og horfðum andak- tugar á síðustu æfingar fyrir frum- sýningu. Ég man sérstaklega hvað ég heillaðist af Alfreð Andréssyni sem var stórkostlegur gamanleikari og kom mér alltaf til að hlæja. Ég fylgdist grannt með því hvað hann gerði og hvernig hann gerði það. Já, ég þráði að standa á sviði.“ Fimmtán ára leiklistarnemi Þú tókst bæði próf í leiklist og hár- greiðslu. Þetta eru ansi ólík störf af hverju valdirðu hárgreiðsluna? „Mamma var hárgreiðslumeistari og átti sína eigin stofu. Ég fór oft með henni í vinnuna og þvoði hár kvennanna og hafði mjög gaman af því starfi. Eg var hávaxin þannig að engum datt í hug að ég væri bara tólf ára og ég lét líka eins og ég væri eldri. Þegar ég sagði mömmu að ég þráði að verða leikkona ráðlagði hún mér að taka hjá sér hárgreiðslupróf svo ég gæti gengið að föstu starfi ef leikkonudraumurinn rættist ekki. Ég fór að þessum ráðum, skipti tíma mínum milli skólans, hárgreiðstím- anna hjá mömmu og þess að passa litla bróður minn. Fimmtán ára gömul var ég yngsta hárgreiðslu- konan á landinu. Sama ár tók ég próf inn í Þjóðleikhússkólann eftir að hafa lært hjá Ævari Kvaran. Á umsóknareyðublaðinu var reitur þar sem spurt var um aldur en í stað þess að skrifa hvað ég væri gömul skrifaði ég að ég hefði hárgreiðslu- meistarapróf. Þannig kom ég mér undan því að segja að ég væri fimm- tán ára gömul, en aldurstakmarkið í fyrsta bekk Leiklistarskólans var átján ár. Enginn lét sér detta í hug að hárgreiðslukona væri einungis fimmtán ára svo ég fékk inngöngu. Þegar ég hafði tekið inntöku- prófið uppgötvuðu prófdómararnir hversu ung ég var og kröfðust þess að fundur yrði haldinn. Guðlaugur Rósinkranz, Þjóðleikhússtjóri, kall- aði mig á sinn fund og spurði hversu gömul ég væri. „Fimmtán ára,“ hvísl- aði ég. Hann bað mig um að bíða frammi á gangi meðan prófdómarar réðu ráðum sínum. Haraldur Björns- son leikari var þar á meðal. Hann var skapmaður og ég frétti seinna að hann hefði hvesst sig og sagt: „Þessi stúlka náði prófinu, ætlið þið að kasta henni út úr skólanum? Hver hér inni ætlar að bera ábyrgð á því?” Á meðan beið ég og lagði allt mitt traust á almættið. Loks var mér vísað inn og tilkynnt að þar sem ég hefði náð prófinu væri ég fullgildur nemandi í skólanum. Svo var mér óskað til hamingju. Það var mikil gleðistund í lífi mínu. Fimmtán ára gömul fékk ég tvö aðalhlutverk, í barnaleikritinu Fríðu og dýrinu á móti Helga Skúla- syni og Kysstu mig Kata. Hlutverk í seinna verkinu féldc ég mjög skyndi- lega vegna þess að Guðmunda El- 99............................................ Ég hef alltaf haft yndi afþví að vera á sviði. Leiklistin var lífmitt og Þjóðleikhúsið var hluti afmér." íasdóttir hafði misst röddina þegar vika var til frumsýningar. Ég var að lesa undir próf í Leiklistarskólanum en leikstjóri sýningarinnar gekk til mín þar sem ég stóð á ganginum og spurði: „Geturðu sungið?" Ég leit í kringum mig til að athuga hvort hann væri hugsanlega að tala við einhvern annan en mig en sá að svo var ekki. „Já, ég get sungið,“ svar- aði ég. Hann hafði prófað ýmsar stúlkur í hlutverkið en ekki verið ánægður með neina þeirra. Hann tók mig í prufu og eftir hana rétti hann mér handritið og sagði: „Hér er hlutverkið, þú ferð heim og lærir það í kvöld. Ég veit að þú átt að fara í próf en þú hugsar ekki meira um það. Frumsýning er eftir eina viku og þú átt að kunna þetta hlutverk í fyrramálið.“ „Já, fínt, ég geri það,“ sagði ég. Ég mætti morguninn eftir og kunni hlutverkið mitt. Ég var himinlifandi. Þetta var svo gaman og það var alltaf gaman í leikhúsinu. Ég hef alltaf haft yndi af því að vera á sviði. Leiklistin var líf mitt og Þjóð- leikhúsið var hluti af mér.“ BlaðiÖ/Frikki Kornung fegurðardrottning Þú varst ekki bara leikkona og hárgreiðslumeistari á unga aldri heldur líka fegurðardrottning ís- lands þegar þú varst sautján ára gömul. Af hverju ákvaðstu að fara í fegurðarsamkeppni? „Ég var að ljúka prófi frá Leiklist- arskólanum og það sem dró mig að fegurðarsamkeppninni var að sig- urlaunin voru ferð til Kaliforníu í alheimsfegurðarsamkeppnina. Mig langaði mjög til Bandaríkjanna í framhaldsnám í leiklist og fór því í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.