blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 44

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 44
441HEILSA LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaöiö Sykursýki - týpa 2 Þessi tegund sykursýki er oft kölluð áunnin sykursýki, einnig insúlín- óháð sykursýki og fullorðinssykur- sýki. Allar frumur líkamans þarfn- ast insúlíns meðal annars til að taka til sín þrúgusykur (glúkósa) úr blóðinu. Þegar insúlín vantar eða þegar frumurnar eru ekki næmar fyrir því (þ.e. insúlínþörfin er meiri en eðlilegt er), hækkar blóðsykurinn. Þegar blóðsykurinn verður mjög hár fer þrúgusykur (glúkósi) í þvagið sem hefur þær af- leiðingar sem ómeðhöndluð eða illa meðhöndluð sykursýki getur haft. Sykursýki - týpa 2 er algengust hjá fullorðnu fólki sem er yfir kjör- þyngd. Vanalega er ekki nauðsyn- legt að meðhöndla sjúkdóminn með insúlíngjöf þó það komi fyrir. Oftast er nóg að sjúklingurinn neyti rétts mataræðis, breyti um lífsstíl og/eða taki töflur sem lækka blóðsykurinn. Hvernig verður insúlín- óháð sykursýki til? Orsök sjúkdómsins er blanda af ófullnægjandi insúlínframleiðslu í briskirtli og minnkaðri næmni fyrir insúlíni í frumum líkamans. Áhættuþættir? • Ef aðrir fjölskyldumeðlimir eru með eða hafa fengið insúlín- óháða sykursýki. • Ef viðkomandi á við offitu- vandamál að stríða. • Hjá þunguðum konum, sér- staklega ef sjúkdómurinn hefur verið til staðar við fyrri þunganir. • Ef viðkomandi er með of háan A Skjánum geturðu pantað frábœrar kvikmyndir með fjarstýringunni og horft á þœr eins oft og þú vilt í 24 klst Náðu þér í 3 heitar á Skjánum Africa Un'rted er aðeins fáanleg á Skjánum en hún hlaut Edduverðlaun sem besta heimildarmynd ársins. Downfall var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Hotel Rwanda fékk þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna. Frábœrar myndir sem slógu í gegn hér á landi á kvikmynda- hátíð í haust. DONCWAEIE some OKONEDO Nicií NOITE Africa United Downfall Hotel Rwanda Það er auðvelt að ná í mynd! 1. Ýttu á í^^’hnappinn á fjarstýringunni 2. Veldu á milli 5 efnisflokka með örvatökkunum á fjarstýringunni og ýttu á OK hnappinn. 3. Þegar velja á efnisflokk eða panta : mynd þarf að staðfesta með því að ýta OK hnappinn á fjarstýringunni. Hér fœrð þú nýjar myndir Hér getur þú nálgast klassískar myndir Þú fœrð Skjáinn í öllum verslunum Símans, í síma 800 7000 eða á skjarinn.is. Þú fœrð ótrúlegt úrval bíómynda og annað fyrsta flokks sjónvarpsefni á Skjánum. NYJABIO GAMLA BI0 blóðþrýsting, of háa blóðfitu (kólesteról eða þríglyseríð). • Ef viðkomandi hefur fengið blóðtappa í hjartað þ.e. kransæðastíflu. • Við notkun nokkurra lyfja svo sem getnaðarvarnapillunar, tíasíð þvagræsilyfja, bark- stera (nýrnahettu-hormóna) og fenýtoíns. Hvað getur komið í veg fyrir insúlínóháða sykursýki? • Forðast að bæta á sig aukakílóum. • Regluleg hreyfing hefur fyrir- byggjandi áhrif. • Hollir og góðir lifnaðarhættir Hver eru einkennin? • Þreyta. • Þorsti. • Tíð þvaglát. • Þyngdartap í kjölfar lítillar matarlystar. • Kláði umhverfis kynfæri. • Aukin hætta á sýkingum í húð, munni eða leggöngum. Hvernig greinir læknirinn insúlínóháða sykursýki? • Fastandi blóðsykur er mældur eða að sykurþolspróf er framkvæmt. Hvað er til ráða? • Haldið kjörþyngd. • Vera meðvituð/aður um sjúk- dóminn og lærðu að fylgjast með einkennum sem fylgja of háum eða of lágum blóðsykri. • Læra að mæla blóðsykurinn og gerðu það reglulega. • Hafir þú þörf fyrir insúlíngjöf, lærðu þá að sprauta þig sjálf/ur. • Vertu alltaf með sykur á þér til að bregðast við of lágum blóðsykri. • Fara reglulega í skoðun til að athuga augu, nýru, fætur, hjarta og blóðfitu. • Leitaðu til læknis ef þú færð aðra sjúkdóma. • Mundu að meðferðin byggist ekki einungis á blóðsykurgild- inu. Meðferðin byggist einnig á því að losa sig við aukakílóin, koma í veg fyrir hækkun blóð- þrýstings og fitu í blóði sem og hjartasjúkdóma. Ef viðkom- andi reykir skal að sjálfsögðu hætta þvi strax. Starfsgeta Það eru engar sérstakar takmarkanir hvað það varðar. Dagleg og regluleg hreyfing er mjög góð. Nauðsynlegt getur verið að aðlaga mataræði og lyfjameðferð að þeirri líkamlegu hreyfingu sem er stunduð. Næringarfræði Nauðsynlegt er að borða hollt og fjölbreytt fæði. Leitaðu þér upplýs- inga um fjölbreytt, hollt og gott fæði. Leitaðu ráðgjafar t.d. hjá næringar- fræðingi og/eða á göngudeild sykur- sjúkra. Mikilvægt er að vita hvað þú ert að borða og næringargildi fæðunnar. Hugsanlegir fyigikvillar -afleiðingar Æðakölkun og meðfylgjandi hætta t.d. á heilablóðfalli og hjartasjúkdómum. • Nýrnasjúkdómar • Sykursýkisaugnsjúkdómar • Taugabólgur. Horfur Alla jafna er hægt að halda insúlín óháðri sykursýki í skefjum með réttu mataræði. Regluleg skoðun og eftirlit getur dregið úr hættu á fylgi- kvillum. Nauðsynlegt getur verið að nota insúlín þegar frá líður ef önnur meðferð dugar ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.