blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 28
28 I AÐVENTA LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaðið Merking kertanna Aðventukransar eru með fjórum kertum og er kveikt á einu þeirra fyrsta sunnudag í aðventu. Viku seinna er kveikt á því fyrsta og öðru bætt við og svo koll af kolli eftir því sem líður á aðventuna. Logandi kertin merkja komu Krists og aðdragandann að henni. Fyrsta kertið kallast spádómskertið eða spámann- skertið og minnir það á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins sem sögðu fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemkertið eftir fæð- ingarbæ Jesús, þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið heitir hirða- kertið, nefnt eftir hirðingj- unum sem voru sögð tíðindin um fæðingu Jesús á undan öllum öðrum þrátt fyrir að þeir væru snauðir og ómenntaðir. Fjórða og síðasta kertið heitir englakertið og minnir okkur á þá sem báru fregn- irnar af fæðingu frelsarans. DrottUm kemur Á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu, tími ljóss og friðar fer í hönd. Á aðventunni verður kertaljós hluti af tilverunni og verða vin í eyðimörk kaupæðis- ins. Sunnudögum í aðventu á að eyða í faðmi fjölskyldunnar undir birtu kertanna méð hug- ljúfa jólatónlist í bakgrunni, í skjóli frá amstri hins daglega hversdagskapphlaups. Jólafasta Aðventan heitir á latínu adventus domini, koma drottins. Hún hefst á fjórða sunnudegi fyrir jól og er sums staðar kölluð jólafasta því áður fyrr mátti ekki borða hvaða mat sem var á aðventunni, til dæmis kjöt. Á aðventunni birtast sjö ljósa stjakar í öðrum hverjum glugga á Is- landi til að lífga upp á skammdegið. Þá eru fá heimili sem ekki kveikja á kertum aðventukransins í tilefni hátíðarinnar. Hverjum þykir sinn fugl fagur Á morgun verður kveikt á aðventu- kertum á aðventukrönsum íslenskra heimila. Kransarnir eru jafnmis- munandi og þeir eru margir þar sem sérhvert heimili hefur sína hefð hvað kransa varðar. Sums staðar tíðkast íburðamiklir kransar meðan annars staðar eru stílhreinir og ein- faldir kransar. Sumir eru heimatil- b ú n i r og mikil vinna er lögð í að föndra þá meðan aðrir kjósa að kaupa sér nýjan á hverju ári. Enn önnur heimili kjósa að nota sama kransinn ár eftir ár. Hefðin Aðventukransinn er talinn upprunn- inn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar. Hann barst til Suður-Jótlands og varð algengur í Danmörku eftir seinna stríð en þaðan barst siðurinn til íslands. I fyrstu var aðventukran- sinn aðallega notaður til að skreyta búðarglugga en á milli 1960 og 1970 fór hann að tíðkast á íslenskum heimilum og er nú orðinn ómissandi hluti þessarar árstíðar. I kaþólskum sið skiptir litur kert- anna miklu máli þótt flestir Islend- ingar leggi frekar áherslu á samræmi skreytinga og kerta. Samkvæmt kaþólskunni er þriðja kertið, hirða- kertið, rósrautt að lit þegar kveikt er á því en svo er því skipt út fyrir þann lit sem er á hinum kertunum. Hin kertin eru sam- kvæmt hefðinni fjólublá á litinn en það er litur aðventunnar. 6,61 á hverja 100 km Þú færð nýjan Opel Astra frá aðeins 1.695.000 kr. eða 19.772 kr. á mánuði. Miðað við 20% innborgun og afganginn á 84 mánuðum. Ingvar Helgason Sævartiöföa 2, sími 525 8000, www.ih.is Opið: Mán - fðs kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Aðventan ( Norski rithöfundurinn, Sigurd Muri, orti ljóð um aðventúkertin fjögur sem kallast Ná teimer vi det forste lys og er það sungið við sænskt lag frá 1898 eftir Emmu Christinu Köhler. Lilja Sólveig Krístjánsdóttir, fyrr- verandi kennari og salnvörður í Reykjavík, þýddi ljóðið. Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer semfyrstujólíjötulá og Jesúbarnið er. Við kveikjum tveimur kertum á og koniu bíðum hans, því Drottinn sjálfur soninn þá mun senda' í líking manns. Við kveikjum þremur kertum á, því konungs beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu og strá á jólum kysi sér. Við kveikjum fjórum kertum á. Brált kemur gesturinn, og allar þjóðir þurfa að sjá, að það er frelsarinn. Farið varlega Á ári hverju verða slæmir eldsvoðar þegar farið er óvarlega með kerti. Kertalogi er opinn eldur og þarf lítið til að illa fari. Vert er að athuga eftirfarandi: • Passaðu að kertin nái ekki að skreytingu aðventukransins. • Fylgstu vel með kertunum. • Hafðu kertin í góðri fjarlægð frá eldmat. • Athugaðu að trekkur getur feykt loga í nálæg gluggatjöld eða annað. Ekki kveikja á kertum ef þú ert ekki í aðstöðu til að fylgjast með þeim. Passaðu að slökkt sé á öllum kertum áður en farið er úr húsinu. Hægt er að úða skreytinguna með eldfælnu efni en það kemur þó aldrei í veg fyrir al- mennar eldvarnir. Þá eiga öll herbergi að státa af eldvörnum, annað hvort slökkvitæki eða reykskynjara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.