blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 34

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 34
34 I /IDTAL LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 bla6Í6 Hrafninn: Ný skáldsaga Vilborgar Davíðsdóttur Móöir hafsins móðgast viö kvótakerfiö Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur, hefur brennandi áhuga á fortíð- inni en sögur hennar eru skáld- sögur sem byggja á sögulegum heimildum. Bækur Vilborgar, Við Urðarbrunn, Nornadómur, Eldfórnin og Galdur gefa nútíma íslendingum góða innsýn í það líf sem formæður þeirra og -feður lifðu á landnámsárunum og á miðöldum. Það er ekki að ósekju sem bækur hennar hafa verið á leslista framhaldsskólanema því þær gefa íslandssögunni nýtt líf þar sem atburðir, umhverfi og lífshættir fyrri tíma verða ljóslifandi í hugskoti lesandans. í nýjustu bók sinni Hrafninum leitar Vilborg á nýjar slóðir, þótt enn sé hún að fjalla um miðaldir. Sagan fjallar um inúítastúlkuna Naaju og sérstæða lífsbaráttu hennar þar sem móðir hafsins, andaheimar og dularfull örlög norrænnar landnemabyggðar á Grænlandi fléttast saman. Áhugi Vilborgar á Grænlandi miðalda kviknaði þegar hún var í heimildaöflun fyrir fyrri bækur sínar. Hrafninn tekur bæði til þjóð- menningar inúíta en ekki síður lífs- hátta norrænna manna á Grænlandi. Aðalpersóna Hrafnsins er ung inúíta- kona, en söguhetjur Vilborgar í fyrri bókum hennar hafa verið þær konur sem sjaldnast hafa komist á blað í íslandssögunni; einstæðar mæður, ambáttir og undirmálskonur sem eru af ýmsum ástæðum utangarðs. „Þjóðsagnaheimur inúíta er ákaf- lega heillandi og gjörólíkur því sem Sendum jólapakkana tímanlega með Gjótuhraun 4 • 220 Hafnarfjörður • 535 8170 • www.hradi.is við þekkjum. Það er svo harkalegur tónn í sögunum þeirra en samt mik- ill húmor og það er líka mikil dulúð. Allt snýst um boð og bönn til að styggja ekki veiðidýrin og móður hafsins. Óttinn við að bíða ósigur fyrir náttúruöflunum skín alls staðar í gegn. Goðsögnin um móður hafsins er sagan af uppruna sjávar- dýranna; móðirin er ung kona sem situr á sjávarbotni og sendir mönn- unum veiðidýrin sem sköpuð eru af hennar eigin líkama. Ég fer í raun og veru með lesendur inn í þjóðsagnar- heiminn, fæ þá til að stíga inn í þjóð- sögurnar. Aðalpersóna Hrafnsins, Naaja, er á ýmsan hátt öðruvísi en aðrir. Hún er andakallari eða sja- man, angakok eins og inúítar nefna þá. Orðið angakok þýðir „sá sem veit“. Angakokinn er eins konar brú á milli þessa heims og yfirnáttúru- lega heimsins og með söng fer hann í trans og niður á hafsbotn og greiðir flækjurnar úr hári móður hafsins því sjálf er hún handalaus; sjávardýrin eru sköpuð úr fingrum hennar og höndum. Sjávardýrin festast í hári móðurinnar vegna brota mannanna á siðalögmálunum. Angakokinn fer líka í trans til tunglsins. Það kom inúítum í afskekktustu byggðum Kanada á sínum tíma ekkert á óvart þegar hvíti maðurinn heimsótti þá á 20. öldinni og þeim var sagt frá því að verið væri að undirbúa ferð til tunglsins. Það fannst þeim ekk- ert merkilegt. Angakokarnir þeirra höfðu oft farið til tunglsins." Verndargripir gegn illum öndum Grunnstefin í þjóðsögum inúíta markast af erfiðum lífsháttum i harðbýlu landi og eru alls ólík sagna- heimi Islendinga. Þó er draugatrú þeirra í ýmsu svipuð okkar; hinir dauðu eiga oft erfitt með að slíta sig að fullu og öllu frá heimi hinna lif- andi. Náttúrutrúin hefur enn í dag rík áhrif á lífshætti inúíta. „Hrafninn er saga sem gerist í raun og veru á steinöld. Hún gerist um miðja fimmtándu öld samkvæmt kristnu tímatali en þá eru inúítar á steinaldarstigi. Inúítar á þessum tíma eru ekki farnir að nota járn. Lífið snýst fyrst og fremst um að lifa daginn af. Samkvæmt þjóðtrú þeirra hefur allt sál. Steinar, jörðin, umhverfið hefur anda, vindarnir... Norðanvindurinn hefur sinn anda og sunnanvindurinn annan; allt er lifandi og það má engan styggja því þá vofir ógæfan yfir og veiðidýrin láta sig hverfa. Menn verða að hafa alls konar verndargripi gegn illu öndunum og beita ýmsum ráðum til að tryggja að allt fari vel. Það er engin bein guðatilbeiðsla í þessari trú en allt í kring lifir. Er þetta náttúrutrú? „Náttúrutrú eða andatrú, það má kalla hana hvort tveggja. Óttinn við að styggja veiðidýrin er að baki flestum boðum og bönnum. Það verður að halda virðingu þeirra, annars koma þau ekki og þá er dauðinn vís. Menn verða að veiða þau dýr sem gefa kost á sér. Þess vegna gengur kvótakerfið illa upp í samfélögum inúíta og í norðvestur- Kanada til dæmis hefur sérstaklega eldri kynslóðinni gengið illa að skilja hugsunarháttinn sem stendur að baki kvótasetningu á veiði. Sam- kvæmt hefðinni verður að veiða það dýr sem gefur kost á sér, annað er óvirðing. Ef veiðimaðurinn hafnar dýrinu þá móðgast það, fer og segir hinum veiðidýrunum frá því og þau móðgast öll og fara burt. Gömlu mennirnir eru því ekkert hissa þótt veiði hrynji þrátt fyrir kvótasetn- ingu og líta svo á að þar sé kerfinu um að kenna. Hvað varð um fslendingana á Grænlandi? Örlög Naaju fléttast örlögum nor- rænna manna eftir að hún hrekst burt úr þorpinu sínu, brennimerkt sem norn. I þeim hluta nýtir Vilborg sér ýmsar kenningar um hvarf norrænna manna af Græn- landsströndum á fimmtándu öld en þá virðist sem tvö þúsund manna samfélag hverfi eins og fyrir... galdur? „Seinni hluti sögunnar gerist í byggðum norrænna manna en þær fóru í eyði um miðja fimmtándu öld. Allar rannsóknir benda til þess að þá hafi eitthvað gerst en enginn veit ná- kvæmlega hvað. Það eru alls konar kenningar um það. Það eru til inú- ítaþjóðsögur um hvað hafi gerst en margar þeirra eru þess eðlis að það er auðvelt að greina þær sem sögur um samskipti inúíta og danskra nýlenduherra eða flökkusögur sem einnig þekkjast um samskipti ind- jána í Kanada og inúíta þar. En það er þó ein saga sem er allt öðruvísi en hinar, sem lýtur ekki sömu lög- málum, og hana nýti ég í bókinni. Það er saga sem er skrifuð niður árið 1721 af syni trúboðans sem kom þarna fyrstur Evrópumanna, Niels Egede, þegar hafin var árangurslaus leit að afkomendum íslendinganna sem komu til landsins á 10. öld. Egede fékk þessa sögu hjá gömlum angakok í Eystribyggð. Rannsóknir vísindamanna hafa sýnt að lífshættir þeirra norrænu breyttust mjög mikið á þeim tæpu fimm öldum sem þeir voru á Græn- landi. Rannsóknir á borkjörnum í Grænlandsjökli sýna mikla kólnun á þessum tíma, landið hafði sigið og undirlendi var því minna fyrir sauðfjárbúskapinn. Rannsóknir á beinaleifum hafa líka sýnt að menn voru farnir að nýta sjóinn í miklu meira mæli til fæðuöflunar. Samt sem áður finnst mér og fleirum sem hafa heillast af þessari gátu að þær staðreyndir dugi skammt til að útskýra hvernig tvö þúsund manna byggð hvarf með öllu. Hvað varð af öllum kirkjugripum þessa fólks? Af hverju finnst ekki einn einasti kross, kaleikur eða kertastjaki úr þessum tugum kirkja sem voru á Grænlandi í tæp fimm hundruð ár? Af hverju grófu þeir rostungshauskúpur inni í dómkirkjunni? Það er mörgum spurningum ósvarað og það sem er kannski mest heillandi er að þetta er ráðgáta sem verður aldrei leyst.“ ÖRUGGUR SIGURVEGARI L'ORÉAL PARIS . nnpn PYnort" I I ICI I CAjJCI L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.