blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 42

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 42
42 I ÝMISLEGT LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaöið Leyndarmál við Laugaveg Um áratugaskeið var Laugavegurinn eina verslunargatan sem að kvað á íslandi. Tilþess aðfinna ámóta verslunar- kjarna hér á landi þurfti að leita suður til Hafnarfjarðar eða allt norður til Akureyrar. En síðan var Kringlan reist og Laugavegurinn dalaði nokkuð. Þegar Smáralind var svo opnuð töldu margir að dagar Laugavegar sem verslunargötu vceru taldir. Sú varð ekki raunin, þó margar verslanir leggðu upp laupana, því aðrar komu í stað- inn og Laugavegurinn og nœsta nágrenni hefur gengið í gegnum endurnýjun. Sérstaklega á það við um ýmsar sérvöruverslanir, veitingahús, athvörffrá erli daglegs lífs. En það liggur ekki allt í augum uppi og við Laugaveg og nœrliggjandi götur máfinna margafróðlega staði sem ekki allir vita um. Andrés Magnússonfór á stúfana í sínum heittelskaða 101 og telur upp 10 leyndarmál í námunda við Laugaveg. Vín & skel er eittbest varðveitta leyndarmál Laugavegarins. Það stendur þó varla mikið lengur, því þessi veitingastaður, sem matgæðingur Morgunblaðsins hrósaði nýverið í hástert, er alger perla. Það er ekki hlaupið að því að finna staðinn og það gera fáir af tilviljun. Hann er við Laugaveg 55b> en til þess að komast að honum þarf að fara í gegnum port, sem lætur ekki mikið yfir sér. Þegar í gegnum það er komið blasir hins vegar við stór bakgarður og lítið hús, sem hýsir staðinn. Ásýndar er stemmn- ingin nánast suðræn með borðum úti og uppi á svölum. Þegar inn er komið er andrúmsloftið nánast heimilislegt og matur og þjónusta til fyrirmyndar, kjörinn til þess að eiga rómantíska sælkerastund. Mat- seðillinn er letraður á krítartöflu og eins og nafnið ber með sér eru sjávarréttir í aðalhlutverki. Þetta er staðurinn til þess að skola niður ostrum með kampavíni. Indriði klæðskeri er við Skóla- vörðustíg, nánar tiltekið á horninu við Bergstaðastræti. Hann sérhæfir sig í skyrtum og vilji menn á annað borð vanda sig í þeim efnum er Indriði eini staðurinn sem til greina kemur á íslandi og þó víðar væri leitað. Þjónustan er persónuleg og lip- urleg og það ættu allir karlmenn að reyna það að láta sauma á sig skyrtu sem passar akkúrat en ekki næstum eins og gerist með verksmiðjuskyrturnar. Undrið er síðan það að verðið er fyllilega samkeppnishæft við það sem ger- ist um tilbúnar skyrtur í herrafata- verslunum. Indriði höndlar svo með ýmislegt tilheyrandi og það er sérstök ástæða til þess að benda á ægifögur handsaumuð ítölsk bindi sem þar fást. Björk er eina tóbaksverslunin á íslandi og er í Bankastræti þar sem áður hét Bristol. Þetta er ein mesta sérverslun á ís- landi og höndlar með vöru sem lögum samkvæmt má ekki hafa uppi við. Samt blómstrar búðin í andstöðu við pólitískan rétttrúnað dagsins. Þar má fá allar tegundir tób- aks sem ÁTVR á annað borð þókn- ast að leyfa innflutning á, en auk þess má kaupa þar pípur, kveikjara í öllum stærðum og gerðum, vasapela og ýmsan gjafavarning af því taginu. Þegar inn er komið tekur sætur tób- aksilmurinn á móti manni en það er fyrst og fremst sérviskuleg stemmningin sem heillar. Þetta er nánast eins að koma í fornbóka- búð, tíminn gengur hægar og flestir við- skiptavinirnir staldra við til þess að spjalla ekki síður en að versla. Hljóðheimurinn Sangit- amiya er ærið nýstárleg hljóðfæraverslun á horni Klapparstígs og Grettisgötu. Þar finna menn enga rafgítara og hljóð- gervla heldur sérhæíir verslunin sig í undursamlegum, þjóðlegum hljóð- færum frá öllum heimshornum. Mörg hljóðfæranna eru framandi, en flest eiga þau sameiginlegt að vera afar falleg, svo mjög að þau sóma sér ekki síður sem stofuskúlptúrar en hljóðfæri. Þarna eru fáanlegar um 700 tegundir hljóðfæra og þó maður viti ekki alveg hvernig þau eigi öll að snúa, hvað þá meir, gildir það einu. Eigandinn, Eymundur Matthíasson, kann á þau öll og er boðinn og búinn til þess að sýna gestum og gangandi hvernig á að seyða fram tónaljóð úr hverju og einu þeirra. Te og kaffi við Laugaveg 27 er kannski ekki beinlínis leynd- armál, það veit allt alvöru kaffifólk af þessu musteri koffíns- ins. En það er rétt að undirstrika að þarna er ekki aðeins hægt að fá fram- andi kaffitegundir eða te úr hlíðum Himalajafjaíla. Þegar maður gengur inn í búðina er eins og það sé tima- vél i dyrunum. Við blasir gamaldags m e ð afbrigðum og svo eru um- búðirnar líka einkar smekklegar.vandaðurviðar- kassi með umvöfðum borða og innsigli meistarans. Ef menn vilja ekki hafa alveg svo mikið við, er maður svo auðvitað hægt að velja úr hreint segi ekki ótrúlegu úrvali gæðagotterís, sem er framúrstefnu- eitthvað annað en finna má í nammi- leg íslensk myndlist löndum stórmarkaðanna. búðarborð með kaffi og te af öllum mögulegum sortum í hillum bak við diskinn. Meira að segja vogin er með gamla laginu eins og i fiskbúð- inni í gamla daga. En svo fæst þarna margskonar góð- gæti annað, bollar og glös og fyrir alvörukaffi fólk: Es- press- óvélar ogöllþau tæki og tól sem þarf til þess að gera kaffidrykkju að listgrein. Ef maður nennir því ekki sjálfur röltir maður bara yfir göt- una og fer á kaffistað Tes og kaffis. Rossopomodoro við ystu mörk Reykja- víkur, á Laugavegi 4oa, en hinu megin við Frakkastíg telja gamlir Reykvíkingar að sveitin taki við. Þetta er napólískur veitingastaður, opinn og fjörlegur án þess að vera hávaðasamur. Þjón- ustan er góð og maturinn hreint ágætur. Sé maður áhugamaður um matargerð má svo fylgjast með mat- sveinunum í gegnum glervegg inn í eldhús. Það er tilvalið að stinga sér inn á staðinn í góðan og fljótlegan hádegisverð, en hann er engu síðri til þess að borða í góðra vina hópi að kvöldlagi. Út um gluggann má svo fylgjast með Reykjavík ganga hjá, upp og niður Laugaveginn. 12 tónar við Skólavörðustíg 15 er sérverslun með klassíska tón- list, þó svo þar megi líka finna jazz og vel valda popptónlist af æðri tegund. Búðin er þar til húsa þar sem þeir félagar Skjöldur, Kormákur og innanbúðardrengurinn mótuðu karlmannatísku aldamótanna og það eimir enn vel eftir af þeim ein- staka anda, sem þar skapaðist. Versl- unarþjónarnir eru karakterar og vita sínu viti um tónlist af öllu tagi. Ef þeir svo eiga hana ekki geta þeir nálgast hana, en yfirleitt er betra að spyrja þá aðeins nánar og þá geta þeir jafnan bent á eitthvað miklu betra. Andrúmsloftið er afslappað og jafnvel heimilislegt. Kling og Bang er lítið gallerí á Laugavegi 23þarsem f r a m - sækin að BlaSH/FMi hefur blómstrað undanfarin tvö ár. Það er kannski ekki rétt að tala um að galleríið sé lítið, það er eiginleg pínulítið. En það getur bara verið betra. í önn dagsins kann mikil hvíld að vera fólgin í því að skjótast inn af asanum á Laugaveginum og svala skynfærunum á róandi hátt eitt augnablik, anda aðeins hægar og velta fyrir sér hinum æðstu rökum. Svo er það búið og maður getið haldið út í heiminn á ný. Grái kötturinn er vel varð- veitt leyndarmál rétt undan Laugaveginum. Ef maður skýtur sér niður Traðarkotssund (en það er enn eitt leyndarmálið við Laugaveg) og gengur svo niður Hverf- isgötuna kippkorn má finna Gráa köttinn í kjallarakytru við Hverfis- götu i6a, beint á móti Safnahúsinu, sem sumir kalla Þjóðmenningar- húsið. Þetta er afvikinn staður þar sem menningarvitar og miðbæjar- rottur halda til, en aðalstuðið er á morgnana, því þetta er magnaðasti morgunverðarstaður borgarinnar milli klukkan 7 og 10. Ég mæli sér- staklega með „trukknum", en það er vel úti látinn skammtur af beikoni og eggjum, ásamt pönnusteiktum kartöflubitum, tómatmauki og ristaðri brauðsneið. í kjölfarið fylgja svo amerískar pönnukökur með sýrópi, en með öllu saman fylgir ný- kreistur appelsínusafi og te eða kaffi. Ef svo voldugur morgunverður er ekki grundvöllurinn að sigurdegi er eitthvað mikið að. Vínberið við Laugaveg 43 er nýlenduvöruverslun, sem einhvers staðar villtist af leið, öllum nammigrísum til eilífrar bless- unar. Þar má fá allar mögulegar teg- undir af úrvalskonfekti á borð við Valrhona, Godiva og Gudrun bæði í íburðarmiklum kössum og í stykkjatali úr borðinu ef manni liggur á. En það skal sérstaklega bent á hand- gerða konfektið hans Hafliða Ragnarssonar, súkkulaðimeistara í Mosfellsbakaríi, sem þarna fæst. Það tekur öllu öðru fram, líka fínustu merkjum h e i m s . er ó m - sætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.