blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 20
20 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaóiö Hér má sjá útsýnið þegar menn keyra eftir Hringbrautinni, Þingholtin eru í bakgrunni. Landspítali - háskólasjúkrahús: Hvers vegna er ekki byggt í Fossvogi? Vinningstillagan í samkeppni um Landspítala - háskólasjúkrahús. Eitt af þvf sem vekur athygli, fyrir utan stærðina, er að eitt fallegasta hús borgarinnar, gamli Landspítalinn mun hverfa sjónum þorra almennings. 99 Það hefur varla farið fram hjá nokkrum að til stendur að reisa nýtt hátæknisjúkrahús á lóð Landsspít- alans við Hringbraut. Sú hugmynd að sameina sjúkrahús borgarinnar undir einu þaki er ekki ný af nálinni og helst var rætt um að spítalinn yrði við Hringbraut, í Fossvogi eða á Vífilsstöðum. Spítalarnir á höfuð- borgarsvæðinu voru sameinaðir undir nafninu Landspítali - háskóla- sjúkrahús árið 2000 en ljóst var frá upphafi að miklar breytingar yrði að gera á húsakosti til þess að hagræð- ing yrði af sameiningunni. Jón Krist- jánsson, heilbrigðisráðherra, skipaði í maí 2001 nefnd sem fjalla átti um, og gera tillögu að, framtíðaruppbygg- ingu Landspítala - háskólasjúkra- húss sem kölluð var Ingibjargar- nefnd, eftir Ingibjörgu Pálmadóttur, formanni nefndarinnar. Meðal ann- ars var danskt ráðgjafafyrirtæki, Em- entor, fengið til þess að gera úttekt á málinu og finna bestu lausnina á framtíðaruppbyggingu spítalans. Hringbrautin varið fyrir valinu Þegar Ingibjargarnefnd skilaði af sér, í janúar 2002, var niðurstaðan sú að framtíðarstaðsetning spítal- ans yrði við Hringbraut. Meginrök nefndarinnar voru þau að kostn- aður við útfærsluna væri minnstur, meðal annars vegna þeirra bygg- inga sem fyrir eru á lóðinni, ná- lægðin við Háskóla Islands myndi tryggja nauðsynlega samvinnu milli stofnananna og að aðgengi við spítal- ann væri gott eftir að gatnakerfið hefði verið lagfært. Þessi síðustu rök kölluðu því á að ráðist var í færslu Hringbrautarinnar sem valdið hefur talsverðum deilum í landinu, enda um stórt og mikið mannvirki að ræða og sumir hafa kallað svöðusár á miðborginni. Til dæmis kallaði Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður, mannvirkið nýlega „nýjustu flug- brautina í Vatnsmýrinni". Nálægðin við Háskóla íslands ekki haldbær rök Ólafur Örn Arnarson, læknir, hefur viða viðrað skoðanir sínar á því að fyrirhuguð uppbygging spítalans við Hringbraut sé glapræði. Hann gefur lítið fyrir þau rök að nauðsynlegt sé að háskólasjúkrahús rísi í nágrenni við Hl. „Þessi háskólastarfsemi er bara brot af þeirri starfsemi sem þarna fer fram og þess vegna er rugl að taka þau rök gild að nálægðin við Hl skipti einhverju höfuðmáli," segir Ólafur. „Ég spurði prófessor- inn í skurðlækningum að því hve oft hann hefði farið upp í Hí þau tólf ár sem hann hefur gegnt embættinu og hann sagðist ekki muna hvort það var tvisvar eða þrisvar sinnum! Þessir menn stunda sína rannsóknar- vinnu inni á spítalanum.“ Verkinu gæti verið lokið Ólafur segist furða sig á því að ekki hafi meira mark verið tekið á Ementor skýrslunni. „Ráðgjafarnir ráðlögðu mönnum að skoða Foss- voginn, það var aldrei gert. Almenn bráðamóttaka (sómatíska bráðastarf- semin) átti að verða í Fossvogi en geðdeildin og ýmis starfsemi átti að vera áfram á Hringbraut. I Fossvogi eru tólf legudeildir sem eru bestu legudeildir á landinu. Þetta mátti ekki skoða. Ef þessi leið hefði verið farin og byggt hefði verið við spítal- ann í Fossvogi hefði verið hægt að ná þessu saman fyrir svona 12-15 milljarða á mun skemmri tíma. Við værum sennilega að ljúka þessu verk- efni í dag í stað þess að vera enn á byrjunarreit. Spítalarnir voru sam- einaðir fyrir fimm árum síðan en Ólafur segir enga hagræðingu hafa náðst af því, þvert á móti. „Við erum búin að tapa svona sjö eða átta millj- örðum frá því að sameiningin fór fram. Ef það líða svo tíu ár eða meira í viðbót þangað til að þessi spítali verður tilbúinn þá býð ég ekki í þá útreikninga." Danirnir hlógu Ólafur segir dönsku ráðgjafana hafa hlegið þegar þeim var sagt að spítal- inn yrði að vera við Hringbrautina vegna þess að þetta væri háskólaspít- ali. „Þetta er algört rugl og ég skil ekki hvers vegna enginn hefur bent á þetta. Spítalinn snýst um þjónustu við fólk, það sem skiptir öllu máli er hvar þetta fólk er og hvaðan það kemur. Fossvogurinn er miklu betur staðsettur fyrir þorra fólks hér í landinu en spítalinn við Hringbraut. Hvað heldur þú að gerist á Hring- brautinni og niður Miklubraut þegar allt það fólk sem núna leitar í Fossvog þarf að fara á Hringbrautina? Næg eru vandræðin fyrir. 4.000 manns þurfa að koma þarna til vinnu, tugir þúsunda sjúklinga sem koma á slysa- deild, á annað hundrað þúsund á íIjósi þessa ummæla hljóta menn að spyrja sig að því hvort einhver önnur sjónarmið en beinlínis þau sem bera hag borgaranna fyrir brjósti hafi verið látin ráða þegar ákveðið var að byggja þetta bákn við Hringbrautina. göngudeildir og svo aðstandendur. Þú getur ímyndað þér umferðina.“ Best að byggja upp í ioftið Bent hefur verið á að þegar spítali er byggður sé best að byggja hann upp í loftið. Þá er hægt að flytja sjúklinga á milli hæða i lyftum, í stað þess að keyra þá langar vegalengdir eftir göngum. Staðsetning spítalans við Hringbrautina gerir það hins vegar ókleift að hafa hann á fleiri hæðum en fjórum. Það helgast meðal ann- ars af nálægð hans við flugvöllinn í Vatnsmýrinni, sem reyndar er útlit fyrir að verði farinn þegar spítalinn verður fullbyggður, eða að minnsta kosti stuttu seinna. „Þetta hefði ekki verið neitt vandamál í Fossvogi,“ segir Ólafur. „Það hefði mátt byggja fimmtán hæða turn, en niður frá má ekki byggja nema fjórar hæðir upp í loftið vegna flugvallarins." Ólafur segir einnig allt á huldu um hvað verður um Borgarspítalann. „Það er ekki vitað, þarna eru byggingar sem eru milljarða virði og svo á að rífa Tanngarð sem er upp á fjóra milljarða. Svo má ekki gleyma því að þessi nýja Hringbraut er ein- göngu til komin vegna uppbyggingu spítalans.“ Fossvogsmenn drógu sig í hlé Lára Margrét Ragnarsdóttir, vara- þingmaður, sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í febrúar sl. að vegna þess langa tíma sem hefði tekið að fá nið- urstöðu í málefni spítalans hefði sá hópur sem væri á þeirri skoðun að ný bygging væri betur komin í Fossvogi, haft hljótt um sig af ótta við að tefja málið enn frekar. Ólafur Örn tekur undir þetta. „Ég er eini maðurinn sem hef þorað að segja eitthvað, það hafa allir þagnað.“ I sama fyrirspurnartíma spurði Lára Margrét hvort gerður hefði verið samanburður á sparnaði og skil- virkni þjónustu í Fossvogi annars vegar og við Hringbraut hins vegar. 1 svari heilbrigðisráðherra kom fram að slíkur samanburður hefði ekki verið gerður. En hver tók þá þessa ákvörðun? „Þetta er eingöngu komið frá stjórnendum gamla Land- spítalans,“ segir Ólafur Orn. „Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, var lengi forstjóri Landspítala. Árið 1972 koma þessar hugmyndir fyrst fram, um að flytja þetta allt á Hringbraut, og það hefur verið unnið að þeim stanslaust síðan. Það sem mér finnst alveg með ólíkindum er að það mátti ekki einu sinni skoða Fossvoginn. Við erum að tala um tugi milljarða og nú þegar teikningar eru komnar fram er augljóst að þetta fer langt fram úr áætlunum.“ 1 ljósi þessa ummæla hljóta menn að spyrja sig að því hvort einhver önnur sjónarmið en beinlínis þau sem bera hag borgaranna fyrir brjósti hafi verið látin ráða þegar ákveðið var að byggja þetta bákn við Hringbrautina. Skýrsla, sem vafa- laust hefur kostað almenning tölu- verðar fjárhæðir, virðist hafa verið að miklu leyti hunsuð og í stað þess er ráðist í að taka gífurlegt landsvæði undir spítala á stað sem veldur því að öll sú tenging miðbæjarins við Vatns- mýrarsvæðið, sem mönnum hefur verið tíðrætt um í flugvallarmálinu, virðist hvort sem er ekki vera raun- hæfur möguleiki. Það er ekki víst að þeir sem sáu þessa tengingu í hill- ingum hafi í þeim draumórum gert ráð fyrir spítala á lóð sem telur 17.500 fermetra. Á meðfylgjandi myndum sem fengnar eru úr AT - tímariti arki- tekta, má gera sér ágæta grein fyrir þeim stærðum sem um er að ræða. gunnar.valthorsson@vbl. is «■259 Bílavarahlutir THUU Ferða- oe skíðabox ■ Ocean 180 1 / 3Í0 títrar Apoll° 10°/ 350 litrar Ocean 600 I 330 lítrar Spirit 820 / 480 lítrar ®] Stilling ADALNÚMER • SÍMI 520 8000 Bíl 3 V3 Talll U tÍT SKEIFUNNI 11 RVÍK. • SlMI 520 8001 SMIÐJUVEGI 68 KÓP. • SlMI 520 8004 DRAUPNISGATA 1 AK ■ SlMl 520 8002 BfLDSHÖFÐA 16 RVÍK. ■ S(MI 520 8005 DALSHRAUN113 HFN. • SlMI 520 8003 EYRARVEGI 29 SELF. • SlMI 520 8006 www.stilling.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.