blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 62

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 62
62 IFÓLK LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaöiö EIIMIM Á FERÐ Það hefur komið fyrir að fólk finnist í íbúðum sínum eftir að hafa verið látið í lengri eða skemmri tima og þykir það alltaf mjög sorglegt. (bókinni um Birgittu Johns er það hennar versti ótti að deyja ein og verða étin af shefferhundi. Það sem er jafnvel ennþá sorglegra er að þeir sem deyja einir eru oft þeir sömu og hafa lifað einir. Það þykir hins vegar meira fréttaefni að deyja einn en að lifa einn. Smáborgar- inn er stundum einn og hefur velt fyrir sér hvar sé hægt að vera einn án þess að vekja óþarfa athygli. Smáborgarinn hefur ekki oft farið einn í bíó en það hefur þó komið fyrir og er ekk- ert sem hann langar að gera aftur. Smá- borgaranum finnst skárra að fara einn f þrjú eða fimm bíó en átta eða tíu bló. Á ódýrum veitingastöðum og skyndibita- stöðum er í lagi að vera einn en alls ekki á dýrari veitingastöðum. Þá er leikhús algerlega út úr myndinni nema þú hafir einhvern félagsskap. Á barina fer enginn einn nema félagslega einangraðir alkar og djammdrósir. Smáborgarinn talaði einu sinni við konu sem hafði dvalið erlendis um árabil. Konan sagði að ef hún settist inn á veitingastað eða bar þar sem hún bjó hefði mátt bóka að einhver kom til að spjalla við hana. Hér heima getur maður hins vegar hæglega dáið ofan í súpunni sinni á veitingastað án þess að nokkur veiti því eftirtekt nema þeir sem biða óþolinmóðir eftir borðinu ar nám erlendis og af bloggsíðu hennar að dæma hefur hún kynnst fleirum í hinum nýju heimkynnum sínum heldur en hún hefði gert á áratug á fslandi. Getur hugs- ast að ísland sé ekki aðeins einangrað land- fræðilega heldur líka félagslega? Eða get- ur ákveðin eingangrun verið af hinu góða? Það koma klárlega upp aðstæður þar sem Smáborgaranum finnst betra að vera einn, t.d. í innkaupaferðum, fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér og þegar hann er þreyttur og illa upplagður. Kannski er blanda af félagsskap og einveru best eftir alltsaman. HVAÐ FINNST ÞÉR? Þorbjörn Broddason, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla íslands Hvaö finnst þér um niðurstöður nýjustu fjölmiðlakönnunarinnar? „Mér þykja þetta nokkuð merkilegar niðurstöður, ég held það sé alveg óhætt að segja það og það stafar af því að við erum að sjá verulegan sam- drátt á nýjan leik. Þróunin hefur verið sú að blaðalestur hefur verið að dragast saman víða um heim og líka hér á landi. En með tilkomu Frétta- blaðsins og síðan Blaðsins jókst augljóslega blaðalestur. En núna má vera að við séum komin upp á háhæðina og hugsanlega að leggja af stað niður aftur. En svo getur lika verið að þetta sé tilfallandi sveifla vegna kring- umstæðna. En þetta bendir sterklega til þess að þessi svolítið óvænta og nýstárlega sókn dagblaða, þessa tiltölulega gamla fjölmiðils, hafi stað- næmst.“ Stökustund < í umsjón Péturs Stefánssonar Botnar, vísur og fyrripartar sendist til: stokuslundfe'vbl.is Valur Óskarsson botnar: Út á lífið oft égfer ölvaður afgleði. Með svartadauða ogséniver svoman ég ei hvað skeði. V.L.: Þetta lokkar, lyftir mér og léttir mínu geði. Magnús Hagalínsson: Fyrir gellufallinn er áfjaðradýnu beði. Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd: Kalla þáfram kóng í mér, kipp’íburtu peði. Sveinn Auðunsson í Reykjavík: Ei Bakkus meira með nú er, en mestu áður réði. Rúnar Kristjánsson botnar svo úr verður víxlhenda: Þá er leystur vinnu vandinn, vcentanlega eflast kjör. Losar hreistur afsér andinn ogfram dregurBraga hjör. Valur Óskarsson: Yfir kaldan eyðisandinn ek ég hratt með bros á vör. V.L.: Enn efhann rennur út í sandinn, ósköp verður fátt um svör. Sveinn Auðunsson: Bandarfjandinn bleika gandinn, beinir skjótt til Vítis för. Magnús Hagalínsson: Loforð eru lcevi blandin, -leirinn verður aldrei smjör. Rúnar Kristjánsson botnar: Lengjast nœtur, lækkar sól, lífið mœtir raunum sínum. Kólgan vætir klakað ból, kæfirglætu í huga mínum. Sveinn Auðunsson: Ekki kæta allajól, urmull grætur kvalinn pínum. Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir: Um það herma ýmsar spár, oftþeir vilja stranda sem hafa vasafullafjár en fátæktinaí anda. V.L. sendir Rúnari Kristjánssyni vísu: Vísuna égþakka þér, þessa um rím ogstuðla. Oft hefur blöskrað alveg mér hvaðýmsir reyna’að hnuðla. Rúnar Kristjánsson yrkir: Alfreð vænsta kostinn kaus, kjöri frá aðganga. Enda að verða orkulaus eftirsetu langa. Rúnar heldur áfram: Hann mun eflaust humma að von, helst víst sami skaðinn, þó að Kolur Krummason komiþar í staðinn. Sveinn Auðunsson er barnabarn Sveins Hannessonar frá Elivogum, þess landskunna hagyrðings. Sveinn Auðunsson yrkir: Enginn tekur eftir hér þó eitthvaðfagurt kveði. en kersknivísur sérhver sér ogsýnist tapagleði. Sveinn yrkir áfram: Er uppi var hann afi minn, á engin vorljóð hlýddi, en flím þá kætti sérhvert sinn ogSvein þatm bara prýddi. Sigrún Haraldsdóttir yrkir um samferðamann: Þú sem hefurfráan fót ogfjölbreytt lundarfar, lýsir eins oggullið grjót ígötu ævinnar. Ekki skilja allir Baugsmálið. Davíð Hjálmar Haraldsson á Akur- eyri yrkir: Farsi eðafáránleikaspaug? Fœstir málatilbúnaðinn skilja. Sigurður ei bær að kæra Baug. Bogi má en segist ekki vilja. Ý eða í, eða þannig. Það er eins gott að vera vel að sér í stafsetningu. Ragnar Ingi Aðalsteins- son yrkir: Einnfer til rjúpna um auðnarslóð, óðfús í kjarrið lítur (lýtur). Alls konar drunur og háværhljóð heyrast þegar hann skýtur (skítur). Einar Kolbeinsson var beðinn að yrkja ljótt um lögfræðinga: Sinna vel um titlatog, tíðka klæki slynga rausafyrir rétti og rukkafátœklinga. Eftir þessa vísu var honum ljúft og skylt að gera bragarbót. Einar orti: Auka hróður okkar tel ogalltsem þjóðin megnar. Lögmennfróðir lifi vel, landsins góðu þegnar. Jón Bjarnason þingmaður VG, lenti í hremmingum við að ná sambandi við þjónustuver Símans. í tvígang var hann þrítugasti í röðinni. Uxi orti: Þingmaðurinn þoldi bið, þrítugasti í röðinni en bráðursvo að bænda sið, bölvaði símstöðinni. Fyrripartar: Enn ersultarólin hert, á öryrkjum níðst og troðið. V.L. sendir þennan: Oft hafa Ijóðin þessa þjóð úr þagnarsjóði hafið. „Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram kom í ljós.að heilbrigðisráðu- neytið hafði fellt niður bensínstyrk til hreyfihamlaðra. Var það helsta sparnaðarráðstöfun ráðuneytisins. Þessi ráðstöfun mæltist mjög illa fyrir innan þings sem utan og varð heilbrigðisráðherra að draga þessa ákvörðun sína til baka. En þessi ráðagerð sýndi afstöðu ráðuneyts- ins til öryrkja.Þegar mál þetta og mál öryrkja almennt voru rædd á alþingi sagði heilbrigðisráðherra.að öryrkjum hefði fjölgað mikið á árinu. Var ráðherra mikið niðri fyrir og hann sagði með hækkuð- um rómi: Öryrkjum hefur fjölgað um 3 á dag undanfarið. Var ljóst, að honum þótti þetta ógnvænlegt og menn bjuggust við að í næstu setn- ingu mundi ráðherra segja hvað hann vildi gera við þessa 3 á dag!“ Björgvin Guðmundsson á http:// www.gudmundsson.net/index. asp?lesa=upphaf Auglýsingadeild 510-3744 17] et.tr»n MÆLANLEGUR I i ÁRANGUR Á ég að vera kominn heim kiukkan tíu í kvöld eða tíu í fyrramálið? HEYRST HEFUR... Markaðsdeild 365 miðla hef- ur gengið skrefinu lengra en áður hefur þekkst í túlkun á fjölmiðlakönnunum Gallup. Ótrúleg bíræfni fyrirtækisins í túlkun á sjónvarpsáhorfi sjón- varpsstöðvarinnar Sirkus hefur vakið mikla athygli og víst er að það þarf örlítið meira en frjótt ímyndun- arafl til að bera sam- an hversu m a r g i r h o r f ð u einhvern tímann á Sirkus í könnunar- vikunni við það hversu margir áttu sjónvarpstæki á fyrsta ári sjónvarpsins. Þannig gera markaðssnillingarnir ráð fyr- ir í útreikningum sínum að aðeins einn hafi getað horft á hvert tæki þegar sjónvarpið hóf starfsemi sína... Þetta er snilld. Sannleikurinn um áhorf Sirkus er heldur naprari. Samkvæmt könnun Gallup er það lítið sem ekkert. Þann- ig mælist áhorf á Ástarfleyið aðeins 6,6% og 5,5% á Veggfóð- ur. Flestir þáttanna á stöðinni eru með rúmlega 1% áhorf. At- hyglis- “3 Gallup vert er að bera þ e 11 a saman vi8’sambærilega þætti annarra stöðva. Þannig er Bac- helorinn á Skjá 1, sem er „raun- veruleikaþáttur" og sýndur sama kvöld og Ástarfleyið með 20,6% áhorf og Innlit/útlit, sem er hið upprunalega Veggfóður, með 14,4%. Pá má ekki gleyma sjálfri aðalfréttinni í Fréttablað- inu um könnun Gallup. Hún snérist um Blaðið, sem skyndi- lega hefur vakið mikla athygli hjá Fréttablaðinu. Þannig datt blaðamaður um þá snilld- arhugmynd að blanda saman pró- sentum og prósentu- stigum til að krydda um- fjöllun sína. í fyrirsögn var slegið upp að lest- ur Blaðsins hefði minnkað um 20 prósent en inni í greininni var þess vandlega gætt að ræða bara um prósentustig þegar kom að minnkandi lestri Frétta- blaðsins. Þá þótti ekki ástæða til að geta þess að lestur Frétta- blaðsins minnkar þrátt fyrir að heilu bæjarfélögunum hafi verið bætt inn í dreifinguna hjá þeim á síðasta hálfa árinu. Hafa skal það sem betur hljómar... Sagt var frá því í gær að Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra, hefði fengið sérstökheiðursverðlaun í heilsu- átaki Mannlífs og Iceland Spa and Fitness fyrir það áræði að boða heilbrigðari lífshætti. Guðni léttist um tæp átta kíló og um- mál hans minnkaðium 41 sentimetra. Þetta virð- ist þó ekki duga þessum besta vini íslensku kýr- innar þar sem hann var mætt- ur eldsnemma í gærmorgun á hlaupabrettið í Þrekhúsinu og tók duglega á því. Þar spriklaði .4 hann um með ekki ómerkari mönnum en Bubba Morthens og Ellerti B. Schram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.