blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaöÍA SUSHI T R H I n OPNAR 1. DESEMBER [LÆKJARGATA] „Ég sagði ekkert sem ekki er satt" - segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson á blaðamannafundi þar sem hann kynnti greinar- gerð stna til héraðsdóms. Hann kveðst aldrei hafa haldiðþvífram að Jón vœrifíkniefnasali eða skattsvikari, en það hafi aðrirgert. Afbrot sitt hafifalist í að segjafrá því. Viðskipti Innflutningur á fólksbílum eykst Vöruskiptahallinn nam um 5,6 millj- örðum króna í októbermánuði sem er um 2 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra, samkvæmt samantekt Hagstofu fslands. Heildar vöru- skiptahalli á þessu ári nemur um 77 milljörðum. Vöruskiptahallinn eykst Ekkert lát virðist vera á innflutningi fslendinga og vöruskiptahallinn heldur áfram að aukast. f október- mánuði fluttu íslendingar inn vörur að verðmæti 21,5 milljörðum króna en á sama tíma var verðmæti útflutn- ingsvara um 16 milljarðar. Því jókst heildar vöruskiptahalii í þeim mán- uði um 5,6 milljarða. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa fslendingar flutt inn vörur að verðmæti 234 milljörðum króna en heildar útflutn- ingur nemur um 157 milljörðum. Heildar vöruskiptahallinn er því orð- inn um 77 milljarðar á þessu ári. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra nam vöruskiptahallinn um 28 milljörðum. Það er því ljóst að hátt gengi íslensku krónunnar heldur áfram að hvetja fslendinga til að stunda viðskipti erlendis og sem dæmi má nefna að samkvæmt breytingum við fjárlagafrumvarpið munu tekjur ríkissjóðs vegna auk- inna vörugjalda af nýjum bílum auk- ast um einn og hálfan milljarð. Mest flutt inn af fólksbílum í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram að verðmæti vöruútflutnings fyrstu tíu mánuði ársins nam um 6,7 milljörðum eða um 4,5% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Þar af voru sjávarafurðir um 59% alls útflutnings og verðmæti þeirra um 3,4% hærra miðað við sama tíma í fyrra. Þá voru iðnaðar- vörur um 35% alls útflutnings. Mest virðist flutt inn af fólksbílum og alls konar neyslu- og iðnaðarvörum. Verðmæti innfluttrar olíu virðist einnig hafa aukist mikið ekki síst vegna verðhækkunar erlendis. AÐEINS FYRIR KARLMENN Gæða sængur og heilsukoddar. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, þrófessor í stjórnmálafræði, segist ekki sjá eftir ummælum sínum um Jón Ólafsson í Skífunni enda hafi hann ekki verið að fella áfellisdóma yfir Jóni, heldur lvst opinberri um- ræðu um hann á Islandi. „Ég sagði ekkert sem ekki er satt.“ Þetta gerði hann á blaðamannafundi í gær. Þar kynnti hann greinargerð sína til hér- aðsdóms sem fjallar um aðfararhæfi bresks meiðyrðadóms yfir Hannesi sem Jón sótti og vann þar ytra. „Mig grunaði ekki að Jón Ólafs- son myndi flytjast til Bretlands og höfða meiðyrðamál gegn mér í Bret- landi. Ég gætti þess að haga orðum mínum þannig að ég væri ekki að brjóta íslensk lög. Á sama hátt, ef ég hefði verið í Bretlandi, hefði ég hagað orðum mínum þannig að ég væri ekki að brjóta bresk lög,“ sagði Hannes Hólmsteinn. Hann vísaði jafnframt til forsíðugreina dagblaða og tímarita sem sýndu fram á að ummæli hans um Jón væru á rökum reist. Hannes segir aðalefni þessa máls snúast um tjáningarfrelsið og þá fyrst og fremst tjáningarfrelsi á Netinu. Hann kvaðst vera stuðn- ingsmaður meiðyrðalöggjafar en að menn yrðu að hafa frelsi til þess að tjá hug sinn um málefni Hðandi stundar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að einhvers staðar í heiminum kynnu ummælin að varða við lög. Ruddalegur náungi Hannes reifaði fullyrðingarnar, sem hann var dæmdur fyrir, en þær voru í fimm liðum. Sagði hann að þær mætti flokka í tvennt, annars vegar gildismat, sem ekki varðaði við lög, og hins vegar alkunnar staðreyndir, að minnsta kosti alkunnar á íslandi. Þar ræddi í fyrsta lagi um þá full- yrðingu hans, að Jón Ólafsson væri ruddalegur náungi. Nefndi Hannes dæmi úr nýútkominni ævisögu Ein- ars Kárasonar um Jón sem sýndu að það væri ekki óréttmæt einkunn um hann. í öðru lagi sagði hann að í ræðu sinni hefði hann haft eftir full- yrðingar dagblaða þess efnis að Jón hefði komið undir sig fótunum með BlaÖiÖ/Steinar Hugi sölu fíkniefna og vísaði m.a. í forsíðu- grein Pressunnar frá 1990 máli sínu til stuðnings. Hana ritaði Gunnar Smári Eglisson, framkvæmda- stjóri 365 miðla. í þriðja lagi sagði Hannes Jón Ólafsson hafa verið harð- skeyttan í viðskiptum, sem hann kvaðst varla þurfa að rökstyðja frekar, í fjórða lagi að hann hafi verið í fjárhagslegum tengslum við stjórnmálamenn, sér í lagi tengda R- listanum. Vitnaði Hannes til marg- víslegra dæmæsem styddu þetta, en ekki síst til or» Jóns sjálfs í þá veru. I fimmta lagi lágði Hannes athyglis- vert, að Jón váfri með „vinnukonuút- svar“ á samatima og hann bærist gífurlega á heima sem erlendis og nefndi hann margvislega opinbera umfjöllun sem styddi það. Olíufélögin: Segjast grætt á Ker hf„ sem rekur olíufélagið Esso, fer fram á það að sérstakir mats- menn verði kallaðir til að meta nákvæmlega hver ávinningur félagsins var af meintu ólöglegu sam- ráði olíufélaganna. Þetta kom fram þegar mál Kers hf. var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Öll félögin halda því fram að þau hafi tapað hundruðum milljóna á ólög- legu samráði. Gerir athugasemdir við mat Olíufélögin voru dæmd í fyrra til að greiða stjórnvaldssektir upp á 2,6 milljarða vegna ólögmæts samráðs. Félögin áfrýjuðu þeim úrskurði og lækkaðiáfrýjunarnefndsamkeppnis- mála sektirnar um rúman milljarð. ekki hafa samráði Þessum úrskurði hafa félögin svo áfrýjað til dómstóla og krefjast þess að skuldirnar verði felldar niður eða lækkaðar enn frekar. Fyrir Héraðs- dómi í gær kom fram að Ker gerir athugasemdir við aðferðirnar sem samkeppnisyfirvöld notuðu til að meta ávinning félaganna af ólög- legu samráði. Þau vilja að sérstakir matsmenn verði kallaðir til að meta hver ávinningur félaganna á að hafa verið. Samkeppnisyfirvöld mátu á sínum tíma að félögin hafi til sam- ans grætt um 6,5 milljarða á samráð- inu en félögin segja þvert á móti að þau hafi tapað á því. Dómstólanna aö ákveða Heimir Örn Herbertsson, hæsta- réttarlögmaði r, rekur málið fyrir hönd Samk :ppniseftirlitsins en hann segir það aðalatriði að niður- staða samkeppnisráðs og áfrýjunar- nefndar liggi fyrir. Öll félögin hafi viðurkennt samráð og því sé það ónauðsynlegt að kalla fyrir sérstaka matsmenn til að leggja huglægt mat á einhverjar spurninganna. Það sé dómstólanna að ákveða réttmæti rannsóknar samkeppnisyfirvalda. „Þetta hefur ekkert sönnunargildi að mati samkeppnisyfirvalda. Þess vegna munum við ekki taka þátt í þessu matsatriði. Ég lagði fram bókun l morgun þar sem þetta var útskýrt,“ segir Heimir og bætir við að nokkur tími kann að líða áður en niðurstaða liggur fyrir. o Heiðskírt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað / Rigning, lítilsháttar ✓ Rigning ? 9 Súld Snjókoma 9 :f: ^7 Slydda Snjóél Skúr ¥ 1A Amsterdam Barcelona Berlln Chlcago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrld Mallorka Montreal New York Orfando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 02 09 01 -03 02 01 0 02 05 05 11 -05 0 13 02 01 02 03 01 14 06 07 3° 4-0 3° 0° % 40 ,1' ? Ámorgun 0° -V Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 0 j* *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.