blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 36

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 36
36 I SAMSKIPTI KYNJANNA LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaöió Afleiðingar steranotkunar geta verið óafturkrœfar Ofbeldismenn hafa viðurkennt steranotkun Petur Pétursson, yfirlæknir, segir stera hafa víðtæk áhrif á heilastarf- semi og skapgerð séu þeir notaðir í miklu magni. I fræðsluriti Landlækn- isembættisins frá árinu 1992 sem Pétur Pétursson og Ari Jóhannsson skrifuðu kemur fram að sterar trufla hormónajafnvægi líkamans svo mjög að þeir draga úr karlhormóna- framleiðslu í eistum. Þau rýrna því tímabundið og getur framleiðsla sáð- fruma nær alveg stöðvast svo maður- inn verður ófrjór. Kynhvötin getur aukist tímabundið en síðan ber oft á getuleysi. Brjóstastækkun á sér iðu- lega stað hjá körlum og hverfur ekki þótt notkun sé hætt. „Það sem læknar kalla stera eru Utlitsbreyting á Star Wars-dúkkunum Kynjaímyndir hafa breyst mikið á undanförum árum og áratugum. Þessar dúkkur sýna hvernig útlitsímynd í Star Wars myndunum hefur breyst í gegnum árin. Dúkkurnar vinstra megin á myndunum eru frá árinum 1979 en hægra megin eru dúkkurnar eftir að þær voru endurgerðar árið 1997. Eins og sjá má hafa karlkynsdúkkurnar orðið vöðvastæltari með árunum. ISFOLKIÐ eftir MargitSandemo Metsölubækur. Fylgist með frá upphafi. Forlagið gefur út allan bókaflokkinn. Þriðja bókin væntanleg fljótlega eftir áramótin. ALAGAFJOTRAR - ÍSFÓLKIÐ 1 Leiðb.verð 1.490,- Tilboðsverð: 1.290,- \laga NORNAVEIÐAR - ISFOLKIÐ 2 Leiðb.verð 1.490,- Sala og dreifing: Sögur ehf. útgáfa, tomas@baekur.is, sími: 557 3100 fax: 557 3137 barksterar sem nýrnahettur fram- leiða en þeir eru notaðir til lækninga," segir Pétur. „Það sem hafa verið kall- aðir anabólískir sterar eru í raun karlhormón og sumir nota þau til að ná betri árangri í íþróttum. Notkun þessara stera er oftast ekki læknis- fræðilegs eðlis og því ólögleg. Hinir svokölluðu anabólísku sterar er líka hægt að nota sem uppbótameðferð ef karlmenn framleiða ekki nógu mikið magn af hormónum,“ segir Pétur. „Áhrif stera eru líka þau að menn verða kjarkmeiri, árásargjarnari, þolinmæði minnkar en dugnaður eykst og það má segja að menn verði eins og tarfar. Undir áhrifum stera verða menn duglegri að þjálfa sig og vigta. Þeir sem nota stera í íþróttum eða vaxtarrækt leitast við að auka ummál sitt og keppast að því að þyngjast. Þessir menn átta sig hins vegar oft ekki á því að notkun stera veldur vökvamyndun í líkamanum eða bjúg sem hverfur þegar stera- notkun er hætt og þá léttast þeir líka,“ segir Pétur. Hann segir stera hafa slæm áhrif á lifrina og dæmi eru um að steranotkun hafi valdið krabbameini. Þunglyndi algegnt þegar steranotkun er hætt Þá eru andlegar afleiðingar stera- notkunar ekki síður alvarlegar því þær geta leitt til afbrotahegðunar. ,Það eru dæmi þess að menn hafa við- urkennt að hafa verið undir áhrifum stera þegar þeir frömdu ofbeldis- verk. Þá er nokkuð um að þeir sem noti stera misnoti einnig áfengi og/ eða önnur fíkniefni en þessi blanda er alls ekki góð. Mér þykir ólíklegt að steranotkun hafi minnkað í sam- félaginu og það er líka nokkuð um notkun fæðubótarefna,“ segir Pétur en bætir við að þau efni sem fáist úr fæðubótarefnum sé hægt að fá úr venjulegri fæðu. Hann segir krea- tín hafa verið vinsælt en algengt er að það sé blandað efedríni. „Stera- notkun hefur verið bundin við ákveðnar íþróttir eins og t.d vaxtar- rækt og kraftlyftingar þótt eflaust sé þetta til í fleiri íþróttagreinum. Áður en múrinn féll var algengt að afreks- konur frá Austur-Evrópu notuðu stera en almennt held ég að konur noti stera mjög lítið,“ segir Pétur. Hann segir að þegar steranotkun sé hætt getur það valdið miklu þung- lyndi og haft slæmar afleiðingar fyrir hjartað. hugrun@vbl.is Ekki eðlilegtfyrir líkamann að vera með mikinn vöðvamassa Ásókn í fullkominn líkama hefur slœm áhrif á samskipti „Flestir sem stunda líkamsrækt eru venjulegt fólk sem æfir sér til heilsubótar,“ segir Ágústa Johnson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar. „Það er ekki mín til- finning að steranotkun hafi aukist en hins vegar hefur notkun fæðu- bótarefna aukist mjög. Margir hafa oftrú á fæðubótarefnum og halda að þau geri kraftaverk en það er ekki raunin," segir Ágústa og bætir við að það sem gildi sé holl hreyf- ing og rétt mataræði. Hún segir að karlmenn sem eru helskornir með þvottabrettamaga eigi erfitt með að halda því útliti í langan tíma og að þetta eigi ekki að vera aðalmarkmið fólks. „Sumir menn hafa gaman af því að ná vera massaðir einu sinni eða tvisvar á ævinni í tengslum við vaxtaræktarkeppnir en ég held að karlmenn yfir þrítugt séu ekki upp- teknir af því að vera með mikinn vöðvamassa,“ segir Ágústa. Ágústa segir það goðsögn að karl- menn séu að leita að tágrönnum konum og að flestir spá í aðra hluti í fari kvenna. „Þá getur ásókn eftir fullkomnum líkama haft slæm áhrif á félagsleg samskipti kvenna. Áráttan um fullkominn líkama getur leitt til þess að konur hætta að fara út að borða og hafa eðlileg samskipti af ótta við að falla í freist- ingar,“ segir Ágústa. hugrun.sigurjonsdottir@vbl. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.