blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 32
32 I TILVERAN 4 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaöið „Kapphlaupið að kœrastanum" Hinn fullkomni maki, falleg íbúð, flottur bíll og bestu börn í heimi! Þessi upptalning trónir á toppnum í huga flestra þegar spurt er um langanir og draumsýn í lífinu. Öll viljum við jú ganga út og lifa hamingjusömu lífi með ástkærum maka og eignast nokkra litla króa. Þetta er allt saman eðlilegt út af fyrir sig og ekkert neikvætt um það að segja. Hins vegar má deila um kapphlaup margra til að ná þessu annars ágæta markmiði. Svo virðist vera sem sumir hreinlega standi í þeirri trú að nái þeir ekki að kynn- ast maka sínum fyrir 25 ára aldur komi þeir til með að eyða elliár- unum einir á báti, snauðir allri lífshamingju. Það er eins og fólk haldi að ef það nái ekki að para sig í tíma verði það alltaf eitt og fari svo að lokum yfir móðuna miklu án þess að maki, börn eða barnabörn haldi í hendi þess. Reyndar er nú kannski ekki rétt að alhæfa um þetta - við erum jafn misjöfn og við erum mörg og flestir væntanlega ekki að drífa sig um of. Hins vegar hef ég verið að velta vöngum yfir þessari hræðslu margra við að pipra endanlega, sérstaklega eftir að ég átti ansi skrýtið samtal við góð- vinkonu mína á dögunum. Þannig er mál með vexti að umrædd vinkona, sem við skulum kalla Fjólu, er algjörlega að gefast upp á karlmannsleys- inu. Nú er svo komið að hún þarf að sætta sig við ein- lífið það sem eftir er - hún er náttúrulega orðin 24 vetra gömul og þar af leiðandi búin að missa af öllum „á markaðnum“ eins og hún orðaði það svo skemmti- lega!!! Ég náttúrulega brosti út í annað og sagði henni að engin ástæða væri til að örvænta - nægur væri tíminn og hún myndarleg ung kona. En nei! Fjóla hélt nú ekki... Allar vinkonur hennar að flytja inn með kærustunum, eignast börn og með þær einar áhyggjur á herðunum hvað gefa skuli ástinni sinni í jólagjöf (eins og það sé öfundsverð staða). I stað þess að plana helgarnar með æðislegum kær- asta má þessi örvæntingarfulla vinkona mín bíta í það súra epli að vera EIN eða með einhverjum mis- skemmtilegum vinkonum sem hjálpa henni sko al- deilis ekki að komast að fyrirhuguðu markmiði. Á þessa leið voru samræður okkar þetta fróðlega kvöld og ég mátti hafa mig alla við að segja brandara með það fyrir augum að hún gæti nú í það minnsta huggað sig við að eiga alveg afspyrnu skemmtilega vin- konu. Ekki vildi ég nú sjá á eftir henni í þung- lyndi svona rétt fyrir jólin. En jæja - nóg um Fjólu. Það sem ég er í raun að skoða í þessu samhengi er bara það hvort við drífum okkur svo mikið í leit okkar að draumamakanum að allar aðrar hliðar lífsins verði undir. Á lífið bara að snúast um þetta? Eru kannski meiri líkur á að við finnum hamingjuna ef við erum róleg og bíðum okkar tíma? Sitt sýnist að sjálfsögðu hverjum en greinilegt er að sumir eru hálfir séu þeir „makalausir". Spurning hvort ég bendi henni Fjólu á að skella sér í ís- lenska piparsveininn eða Ástarfleyið á næsta ári - hún væri þá allavega einu skrefinu nær í leit sinni... Halldóra Þorsteinsdóttir Ertu þessi viðkvœma týpa? Við erum misjafnlega viðkvæm enda með ólíkan bakgrunn og með mismikið sjálfstraust. Sumir eru þó sérstaklega veikburða og eru auð- beygðir af neikvæðum ummælum, áreiti eða leiðinlegum aðstæðum. Það að vera sérstaklega viðkvæmur í daglegu lífi er auðveldlega hægt að laga með alls kyns úrlausnum, en þar ber helst að nefna eflingu sjálfs- trausts, kvíðalosun og fleira sem hjálpað getur verulega hvað varðar viðbrögð við hinum ýmsu ástæðum. Með því að þreyta eftirfarandi per- sónuleikapróf kemstu e.t.v. aðeins nær því að vita hvort og þá hversu viðkvæm/ur þú virkilega ert. 1. Hefurðu einhvern tímann verið bálreið/ur út í vin eða vin- konu án þess að viðkomandi hafi hugmynd um hvers vegna. a) Já, það gerist mjög oft. b) Nei, aldrei. c) Það hefur nokkrum sinnum gerst en það var aðallega vegna leiðinlegs mis- skilnings. 2. Náinn aðili spyr þig: „Nú! Eru þessir skór komnir aftur í tísku?" - Hvernig bregstu við þessari at- hugasemd? Hvað er viðkomandi að meina? a) Hann/hún telur þig mikinn tískufröm- uð og veit fyrir víst að þú ert með alla svona hluti á hreinu. E.t.v. er bara verið að forvitnast um hvað skuli kaupa í næsta verslunarleiðangri. b) Það er greinilega eitthvað skrítið við skóna, en þeir eru samt ekkert hræðilegir. c) Þetta eru hrikalega Ijótir skór og þú munt aldrei nota þá aftur. 3. Yfirmaður þinn segist ekki hafa tíma til að lesa skýrsluna þína fyrr en einhvern tímann t nœstu viku. Býr eitthvað þar að baki? a) Skýrslan hefur væntaniega týnst á skrifborðinu hans og hann þarf bara að finna hana sem fyrst til þess að geta farið yfir hana. b) Hann er náttúrulega bara búin að lesa hana og fannst hún hrikaleg! c) Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að maðurinn taki þfna skýrslu fram yfir þessi endalausu verkefni hans. Hann mun kíkja á hana við fyrsta tækifæri. 4. Þú ferð á vel heppnað stefnu- mót, að þínu mati allavega, en fimmti dagurinn er liðinn síðan stefnumótið átti sér stað og við- komandi hefur ekki haft sam- band. Hvað heldurðu að sé í gangi? a) Það er enginn áhugi til staðar - þú hef- ur greinilega ekki staðið þig vel og ekki náð að töfra viðkomandi upp úr skónum. 6111861 lÍBmfti HEILSU OG SÆLKERAGRILLIN Rrykjavik: Hagkaup. Expcrt. Elko. Byko. Byggt (t Búið HafnarfjörAur: Rafma tti, fjaróarkaup Akurcyri: Byko. Hagkaup Sclfoti: Árvirkinn, Byko SiglufjörSur: Gjaflkot Stykkitftólmur: Hcimahornið Husavík: Oryggi Rcykjancjbren Byko hafjiirOur: Þriitur Akrann: Hljómjýn Borgarncs: Samkaup Vcstm.cyjar: Ocísli Egíkstaöir: Sindri KHB NrskaupsstaOir: Rafalda ReyðarfjörOur: Byko Frihöfnin Keflavíkurflugvelli marCO hcifdverslun þ) Ef hann/hún hefði skemmt sér jafn vel og þú þá væri viðkomandi búinn að hringja. Það verður bara að taka því! c) Viðkomandi er greinilega bara í„hard to get" leiknum. Nú ef ekki, þá er þetta bara hans missirl Ekkert stórmál þaðl 5. Þú hittir þinn/þína fyrrver- andi aftur eftir nokkra mánuði. Viðkomandi segir: „ Voðalega lítur þú hraustlega út!“ Hvað hugsarðu? a) Þú lítur vel út en auðvitað átti hann/ hún erfitt með að segja það þarna eins og ekkert væri. Viðkomandi hefur ekki treyst sér f að hrósa þér of mikið við þetta tækifæri. b) Það er allavega ágætt að þið haldið vin- gjarnlegu nótunum í samskiptunum. e) Það er greinilegt að hann/hún sér að þú hafir bætt ansi mikið á þig síðan sam- bandsslitin áttu sér stað og annars ágætt útlit þitt hefur farið dvínandi. 6. ÞÚ gengur inn í herbergi að vinum sem eru íhrókasamrceðum. Þú finnur um leið þrungið and- rúmsloft og fyrstu viðbrögð þín eru: a) Þú hugsar með þér að þarna hafir þú eflaust truflað, en það sé lítið mál - þau ræði bara saman síðar. b) Þú hugsar með þér að þau séu pottþétt að tala illa um þig. c) Þú ákveður að leyfa þeim að vera I friði og gengur út, án þess að velta þvf mikið fyrir þér hvað rætt hafi verið um. 7. Þér er sagt upp í vinnu vegna breytinga í starfsmannamálum. Heldurðu að annað sé upp á teningnum? a) Já, þú ert ömurleg/ur starfsmaður sem fáir viija hafa i vinnu. b) Nei nei, það þarf greinilega að breyta einhverju og það verður bara að hafa þaðl Aðrir munu bara njóta góðs af starfskröft- um þínum! c) Eitthvað var þetta nú léleg afsökun, en það er svo sem ekkert stórmál. Það hlýtur að vera annað starf að fá. 8. Maki þinn segir við þigað núna þurfið þið að laga ýmsilegt í sam- bandinu efþað á aðganga áfram. Þú ert viss um að... a) Hann/hún geri sér grein fyrir erfiðleik- unum og vilji reyna að bæta úr þeim. b) Þetta er greinilega fyrsta skrefið í átt að sambandsslitum - viðkomandi hefur bara ekki treyst sér í að ganga alla leið strax. c) Þetta verður ykkur báðum til góðs, enda ekkert samband fullkomið og alltaf eitthvað sem má bæta. Það er bara gott að hann/hún hafi tekið eftir einhverju sem fara má yfir sérstaklega. Reiknaðu út stigin: 1. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig 2. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig 3. a) 2 stig b) 1 stig c) 4 stig 4. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 5. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig 6. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig 7. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig 8. a) 2 stig b) 1 stig c) 4 stig 0-9 stig: Þú ert greinilega ein/nn af þessum sérstaklega viðkvæmu einstaklingum. Þú særist auð- veldlega og átt það til að taka léttum hlutum alltof alvarlega. Það sem er sameiginlegt með fólki eins og þér er það að sjálfs- traustið er yfirleitt ekki upp á marga fiska og þess vegna áttu létt með að taka öllu því sem viðkemur þér allt of alvarlega. Ef einhver kemur með athuga- semd varðandi störf þín, útlit, klæðnað eða hvaðeina bregstu illa við og finnst þú ómöguleg/ur. Farðu nú að taka þig taki og hættu þessum þankagangi. Lífið er hreinlega ekki svo alvarlegt að þú þurfir endalaust að velta þér upp úr hlutunum. Hrós- aðu þér oftar og horfðu á alla þá kosti sem þú býrð yfir! 10-20 stig: Það eru flestir eins og þú, eru ekki auðbeygðir en geta þó dottið niður við sérstakar aðstæður. Þetta er ágætis ástand út af fýrir sig, en lengi má gott bæta og þú ættir að reyna eftir fremsta megni að breyta þessu. Ekki láta einn né neinn draga þig niður - reyndu að einblína frekar á kosti þína en galla þegar þú lendir í mótlæti. Mundu að þú ert engu síðri en hinir - jafnvel betri! 21-32 stig: Þú ert ein/n af þeim sem lætur ekki bugast þrátt fyrir mótlæti og athugasemdir annarra. Þú tekur gagnrýni létt og lítur góðum augum á það þegar einhver bendir þér á galla þína. Það er afar gott að lifa eftir þessum hugsunarhætti en þessi hugsunarháttur gerir það að verkum að heldur ótrauð/ur áfram þrátt fyrir að eitthvað verði á vegi þínum. Haltu þessu áfram! www.marcois
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.