blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 46

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 46
46 I MENNING LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaðið T O M HANKS a ROBFRT ZEMECKIS iíim T O.' M H A N K S • s Roára mtcKis^v fHT í’OLAR tKí’RKSb *' tom’hankv «, - • wí Í^LA:RTXPR£SS;.vkÁH ' EÍN STÓRKÖSTLEGASTA JÓLASAGA ALLRA TIMA LOKSINS KOMf N I VERSLANIR A DVD. Hrafnhildur Schram hefur ritað bók um huldukonur í íslenskri myndlist sem ruddu brautina fyrir þá sem á eftir komu. Huldukonur í íslenskri myndlist Hœttu að mála við giftingu Hlutur kvenna í íslenskri mynd- list í upphafi 20. aldar hefur lengi verið sveipaður hulu og lítið hefur sést af verkum þeirra. Samt sem áður ruddu þær brautina fyrir þá sem á eftir komu og eru því athygliverðar. Hrafnhildur Schram, listfræðingur, hefur ritað bókina Huldukonur í íslenskri myndlist sem beinir sjónum að lífi og listum þessara kvenna. Konur þessar komu úr efri stéttum þjóðfélagsins og sóttu myndlistarmenntun til Danmerkur og Bretlands. Það er talið að um tutt- ugu konur hafi sótt myndlistar- menntun erlendis á þessum tíma en Hrafnhildur tekur fyrir ío konur í bókinni, Þóru Pjet- ursdóttur Thorodd- sen, Þóru Jónsdóttur Magnússon, Krist- ínu Vídalín Jacobsen, Þuríði Jakobsdóttur Kvaran, Kristínu Þor- valdsdóttur, Kristínu Þorláksdóttur Bernhöft, Sigríði Björnsdóttur, Sig- ríði Marí Gunnars- son, Johanne Finn- bogason (Hanna Davíðsson) og Svövu Þórhalls- dóttur. Allar þessar konur hættu smám saman að mála eins og kemur fram í máli Hrafn- hildar. „Það var engin þeirra sem átti sjálfstæðan óslitinn listferil. Ég tek fyrir tíu konur, af þeim giftust sjö en þessar þrjár sem ekki giftust hættu líka að mála. Á þessum tíma þótti ekki heppilegt að giftar konur og mæður væru að sinna list. Þjóðfélagið var ekkert undir það búið, þær voru það snemma á ferðinni." Tjáningarform kvenna Hrafnhildur segist hafa fengið hug- myndina að bókinni þegar hún var í námi í Svíþjóð en hún hefur rann- sakað huldukonur í íslenskri mynd- list í og með í 25 ár. „í Svíþjóð var hafin endurskoðun á öllum sviðum fræða, þar á meðal á sviði listasögunnar. Listasagan var skoðuð með tilliti til framlags kvenna og óþekktar konur sem höfðu á sínum tíma verið virtir myndlistarmenn en gleymst í tím- ans rás voru dregnar fram. Ég kom heim árið 1974 og fór þá að kanna hvort hér kynni að leynast óþekktar konur sem voru í myndlistar- námi.“ í kjölfar útgáfu bókarinnar verður sýning á verkum þessara kvenna sem hefst 4. desember í Þjóð- minjasafni íslands. „Það er misjafnt hvað liggur eftir konurnar en það má segja að þær hafi lagt sína list til hliðar áður en þeirra ferill hófst. Þetta voru ekki bara málverk, heldur var til dæmis kona sem málaði á postulín og önnur sem gerði leir- muni. í mörgum tilfellum snéru þær sér að hannyrðum þegar þær hættu að mála þannig að þær verða líka til sýnis. Það má segja að þessi sýn- ing sýni vel tjáningarform kvenna," segir Hrafnhildur að lokum. svanhvit@vbl.is .1- Bylgjur 2005 eftir Björgu Þorsteins- dóttur, vatnslitur á pappír Björg Þorsteinsdóttir, myndlistarmaður Sýning á vatns- litamyndum Björg Þorsteinsdóttir, mynd- listarmaður, sýnir verk sín í Artóteki á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Á ferli sínum hefur Björg fengist við grafík, málverk, teikningu, vatnsliti og collageverk. Á þessari sýningu eru nú 10 vatnslitamyndir. Myndirnar eru málaðar beint á pappírinn án nokkurra frum- draga. Björg sækir sér endur- nýjun og tilbreytingu með því að breyta um tækni. Undan- farið hefur hún einbeitt sér að vatnslitum þar sem yrkisefnið er oft leikur vatns og ljóss, end- urteknar hreyfingar, sjónrænar heildir þar sem gagnsæir litir og birta eru í öndvegi. Björg nam myndlist við Handíða-og myndlistaskóla Islands, Mynd- listaskólann í Reykjavík og við Staatliche Akademie der bilden- den Kunste í Stuttgart. Björg hefur verið stundakennari við Myndlista-og handíðaskóla íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík og var forstöðu- maður Ásgrímssafns í nokkur ár. Nú situr Björg í fulltrúaráði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. TRYGGÐU ÞÉR HINTAK STRAX ! SAM MYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.