blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 i blaðið ísland braut gegn EES-samningnum EFTA-dómstóllinn hefur dœmt íslenska löggjöfum sérstakar skatta- ívilnanir handa alþjóðlegum viðskiptafélögum ósamrýmanlega EES-samningnum Lögin sem um ræðir voru sett árið 1999 og var ætlað að gera ísland að eftir sóknarverðum kosti fyrir alþjóðleg viðskiptafélög sem voru að leita að hagstæðu rekstrarum- hverfi. Lögin fólu í sér að slík fé- lög þyrftu ekki að greiða jafn háa skatta og önnur fyrirtæki auk þess sem þau voru undanþegin ýmiss konar gjöldum, meðal annars stimp- ilgjöldum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði fjallað um málið og kom- ist að þeirri niðurstöðu að slíkar ráð- stafanir væru dulbúnir ríkisstyrkir og hafi því brotið í bága við samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið. Islensk stjórnvöld vildu ekki una þeirri ákvörðun og báru fyrir sig að hún hefði verið þannig úr garði gerð að hana ætti að dæma marklausa, auk þess sem íslensk stjórnvöld voru sannfærð um að þau hefðu þegar uppfyllt flest skilyrði athugasemda ESA. Þá töldu íslendingar það ótækt að fara eftir skilyrðum um endur- greiðslu á ríkisaðstoð sem þegar var búið að veita. Þessu var EFTA-dóm- stóllinn ósammála. fslensk löggjöf hefur verið dæmd brotleg gagnvart EES-samningnum. Aðventan hefst BMiö/FMi Aðventan hefst á morgun og eru það fyrstu merki þess að jólahátfðin sé í nánd. Kaup- menn hafa þó fyrir löngu sett upp jólaskreytingar og á Laugaveginum lýsa falleg jólaljós upp skammdegið. 0 ; SIGURVEGARI DAGSINS llmandi jólasápa Dreifing: BéBé Vöruhús ehf miöUfrioq -hreinlega sterkari Sími 512-3000 ...með ekta jólailm Markar ákveðin tímamót Dómurinn markar ákveðin tímamót því að í þessu máli reyndi i fyrsta skipti á ákvæði um störf og vald- svið ESA á sviði ríkisaðstoðar. Það ákvæði felur í sér að ESA getur vísað máli beint til EFTA-dómstólsins ef hlutaðeigandi ríki, í þessu tilfelli ísland, hlítir ekki þeim ákvörðunum sem ESA hefur tekið innan ákveðins tímaramma. Þar sem ísland hafði ekki höfðað mál fyrir EFTA-dóm- stólnum innan tveggja mánaða til að fá ákvörðun ESA ógilda þá hefur dómstóllinn dæmt hana bindandi. Þá var dómstóllinn ósammála full- yrðingum Islendinga um að alvar- legir gallar hefðu verið á ákvörðun ESA og sagði því að ekki væri hægt að dæma hana marklausa. Hann var einnig ósammála íslendingum um að þeir hefðu þegar uppfyllt skilyrði ákvörðunnar ESA og taldi ekki vera fyrir hendi neinar ástæður fyrir því að ekki væri hægt að framfylgja skil- yrðum um að endurgreiða ætti ólög- mæta ríkisaðstoð. Islendingum var því gert að fella þessar skattaívilnanir úr gildi auk þess sem stjórnvöldum var gert að krefjast endurgreiðslu frá þeim fyrir- tækjum sem þegið höfðu styrki undir viðkomandi löggjöf. Hart tekist á um fjárlaga- frumvarpið Atkvæðagreiðsla um einstakar greinar fjárlagafrumvarpsins fór framáAlþingiígærenönnurumræða um það hafði staðið langt fram eftir nóttu daginn áður. Eins og venja er þá voru breytingartillögur stjórnar- meirihlutans allar samþykktar en tillögur stjórnarandstöðu felldar. Formaður fjárlaganefndar, Magnús Stefánsson, sagði að tekjuafgangur væri 19,6% eða tæp 2% af landsfram- leiðslu sem þýddi í hans huga að staða ríkissjóðs væri sterkari nú en nokkurn tímann áður. Auk þess er áætlað að skuldir ríkissjóðs verði innan við 10% af landsframleiðslu í lok næsta árs. Eins og fjárlagafrum- varpið lítur út núna verður nær tuttugu milljarða króna afgangur á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Skekkir samstöðu og einhug Fulltrúar stjórnarandstöðu gagn- rýndu frumvarpið af miklum móð. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sagði að það einkenndist af skorti á aðhaldi og skattalækk- unum fýrir hátekjufólk innan sam- félagsins sem næmi heilum mánað- arlaunum á sama tíma og skattbyrði hinna lægst launuðu hafi aukist um heil mánaðarlaun. Helgi sagði þessa þróun skekkja þá samstöðu og þann einhug sem hefði verið eitt helsta einkenni íslensks samfélags fram til þessa. Vísað til þriðju umræðu Þegar átti að greiða atkvæði um að vísa frumvarpinu til þriðju umræðu ákvað Árni M. Mathiesen, fjármála- ráðherra, að gera grein fyrir atkvæði sínu. Við það skapaðist ólga í þingsal og þó nokkur frammíköll áttu sér stað með þeim afleiðingum að for- seti þings sá sig knúinn til að árétta að þingmenn ættu að fá hljóð til að flytja ræður sínar. Steingrímur J. Sig- fússon ákvað þá að gera líka grein fyrir sínu atkvæði og varð þá fyrir frammíköllum frá fjármálaráðherra. Steingrímur tók það óstinnt upp og vísaði til umvöndunar þingforseta þegar fjármálaráðherra sjálfur var að tala. Steingrímur sagði meðal annars að fjármálaráðherrann ætti að skammast sín. Að þessari rimmu lokinni var samþykkt með 50 sam- hljóma atkvæðum að vísa fjárlaga- frumvarpinu til þriðju umræðu. wrist wear bySEKONDA SEKSY kvenmannsúr með svartri eða bleikri skífu. Armbandsólin er úr svörtu/ Ijósu leðri settri Swarovski kristöíum sem einfalt er að minnka eða stækka að vid. Utsölustaðir: Jens Kringlunni ■ Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 • Helgi Sigurðsson úrsmiður Skólavörðustig 3 • Georg Hannah úrsmiður Keflavik ■ Guðmundur B. Hannah úrsmiður Akranesi • Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.